Fréttablaðið - 06.06.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 06.06.2005, Síða 14
14 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Tæknivætt heimsflorp í Grábrókarhrauni Þorpið á Bifröst er fjölskylduvænt en mannlífið tekur einnig á sig sérkennilega mynd þar sem gamla þorpsvit- undin og tæknin steypast saman. Blaðamaður kynnti sér mannlífið í þessu þorpi sem er enn í mótun. Á Bifröst hefur nú myndast sam- félag sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Hátt í sex hundruð íbúar una þar í leik og starfi á vet- urna en svo hefur þeim fækkað um helming undanfarin sumur þegar lífið tekur miklum stakka- skiptum þar. Gríðarleg uppbygg- ing á sér nú stað á svæðinu en stefnt er að því að frá og með næsta hausti verði kennt 45 vikur á ári og því verður starfsemin í fullum gangi allan ársins hring. Einnig verður byggingu nýs fjöl- býlishúss lokið 15. ágúst og þá er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um sjötíu. Blaðamaður Fréttablaðsins tók hús á Bifrestingum til að kynna sér mannlífið þar í bæ. Honum lék forvitni á að vita hvernig umhorfs er í háskólaþorpinu þegar skrudd- unum hefur verið lokað. Blómlegt menningarlíf Fljótlega verður gestkomandi á Bifröst ljóst að mannlífshjartað slær í kaffihúsi staðarins en nú er það í fyrsta skipti opið yfir sumar- ið. Heiðveig Einarsdóttir og bóndi hennar, Björn Grétarsson, reka það og þau sitja ekki auðum hönd- um því mikið menningarlíf er á Bifröst og fjölmargir tónleikar og aðrar uppákomur eiga sér stað á kaffihúsinu. „Það er alltaf fullt þegar eitthvað er um að vera,“ segir Heiðveig. „Það er alveg sama hvort um er að ræða mánu- dag eða föstudag ef eitthvað stendur til eru allir mættir enda skiptir dagatalið minna máli hér á Bifröst.“ Hún segir að oft séu frægir listamenn fengnir til að troða upp en einnig séu fjölmarg- ir listamenn í skólanum sem geti skemmt samnemendum sínum. Svo eru oft haldin böll í Hreðar- vatnsskála og eru þau venjulega vel sótt. Þau hjúin voru saman til sjós en ákváðu svo að hætta sjóvolkinu og drífa sig á Bifröst þar sem þau nema viðskiptalögfræði en þau heilluðust af aðstæðum sem eru fyrir barnafjölskyldur í þorpinu í Grábrókarhrauni. Nettengt nágrannasamfélag Fæstir íbúanna geta fengið at- vinnu á Bifröst í sumarfríinu. Heiðveig segir að það geti verið erfið ákvörðun hjá fólki sem ekki fái vinnu á svæðinu hvort það eigi að flytja í bæinn yfir sumarmán- uðina með öllum þeim kostnaði og fyrirhöfn sem því fylgir eða vera áfram í háskólaþorpinu. Rebekka Frímannsdóttir er þó ein af þeim heppnu en hún vinnur fyrir skól- ann við að flikka upp á íbúðir þorpsins fyrir nemendur sumar- námskeiðsins sem senn setjast þar að með skruddur sínar. Hún segir að Bifröst sé heppilegasti staður sem hún geti hugsað sér fyrir einstæða tveggja barna móður sem vill mennta sig en einmitt þannig eru hennar hagir. „Þetta er bara eins og í hverju öðru þorpi,“ segir Rebekka. „Krakkarnir fara út að morgni og eru að leika fram á kvöld og það er alveg ómetanlegt að geta boð- ið börnum sínum upp á slíkar að- stæður.“ Þó geta samskipti Bifrestinga verið mjög ólík þeim sem viðhöfð eru í öðrum þorpum en þau fara að miklu leyti fram á netinu þótt stutt sé milli húsa. Rebekka útskýrinr hvernig þetta virkar: „Ef krakkarnir eru ekki komnir heim á matartíma senda foreldrar skilaboð á póstþjónin- um okkar og segja þeim sem sjá til krakkanna að senda þá heim og þá skila þeir sér. Stundum hafa svo krakkarnir frumkvæði að því að senda foreldrum skila- boð á netinu og segja hvar þeir eru og þeir komi ekki strax heim. Einnig nota sumir þetta þegar þá vantar eitthvað í uppskriftina sína og senda þá boð og spyrja til dæmis hvort einhver eigi papriku til að lána sér og yfirleitt skokkar þá einhver yfir með papriku.“ Þrá að hitta einhverja af öðru sauðahúsi Verslunin á Bifröst stendur í mikl- um blóma enda fjölgar viðskipta- vinunum stöðugt. Svanfríður Linda Jónasdóttir rekur verslun- ina en áður var kaupfélag á staðn- um. Blaðamaður spurði verslunar- stjórann hvort ekki væri erfitt að taka við af Kaupfélaginu í Mekka Sambandsins? „Jú, en verslunin virðist bara ætla að standast sam- anburðinn,“ segir Svanfríður sem er ánægð með þróunina á svæð- inu. „Nú eru fleiri hérna á sumrin og að þessu sumri loknu verður allt á fullu allan ársins hring og þá aukast viðskiptin að sjálfsögðu. Svo eru sveitungar hér í grennd- inni farnir að koma hingað í stað þess að fara alla leið niður í Borg- arnes til að kaupa mjólk eða kaffi,“ segir verslunarstjórinn og spyr blaðamann því næst hvort hann ætli ekkert að kaupa. En þó að flestir séu sælir á Bif- röst viðurkennir Sigrún Hjartar- dóttir, aðstoðarmaður rektors, að það geti verið erfitt fyrir suma að búa í þessu nána samfélagi þar sem allir geta verið með nefið í hvers manns koppi. Einnig þreyt- ast sumir starfsmenn og finnst þeir sífellt vera í vinnunni þar sem allir sem þeir hitta tengjast henni og þrá þá margir að hitta fólk af öðru sauðahúsi. jse@frettabladid.is Viðskiptaháskólinn á Bifröst hóf starfsemi sína 3. desember 1918 en þá hét skólinn Samvinnuskólinn og var staðsettur í Reykja- vík. Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti skóla- stjórinn og vildi hann gera skólann að for- ingjaskóla fyrir samvinnumenn. Mótaði hann skólann eftir hugmyndafræði sem hann hafði í farteskinu eftir námsdvöl sína í Ruskin Col- lege í Oxford. Sumarið 1955 var skólinn svo fluttur að Bifröst í Borgarfirði, þar sem hann hefur verið starfræktur síðan. Sama ár lét Jónas af störf- um og var skólinn þá endurskipulagður sem heimavistarskóli. Árið 1990 varð skólinn svo að sjálfseignar- stofnun en hann hafði allt frá upphafi verið í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Árið 2001 er svo nafni skólans breytt og heitir hann upp frá því Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Fyrir tveimur árum var svo í fyrsta skipti boðið upp á nám á meistarastigi við skólann. Starfsfólki og nemendum hefur fjölgað undanfarin ár og í haust verður lokið við byggingu fjölbýlishúss með 51 íbúð. Einnig verður starfsárið lengt í 45 starfsvikur þannig að nemendur sem búa á svæðinu þurfi síður að flytja sig um set yfir sumartímann. Nú liggur fyrir viljayfirlýsing forsætisráð- herra og rektors skólans um að ný prófess- orsstaða sem kennd er við Jónas frá Hriflu verði mynduð við skólann en henni mun fylgja kennsla um samvinnurekstur og sögu Jónasar. Hafa ýmsir orðið til að gagnrýna þetta á þeim forsendum að Jónas hafi verið óbilgjarn stjórnmálamaður en aðrir hafa lofað skólayfirvöld fyrir að halda í heiðri sögu og hefð skólans. VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Horfst í augu vi› fortí›ina FBL - GREINING: VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Baldvin Már Baldvinsson er ungur Reykvíkingur sem starfar sem aðstoðarkokkur á hótelinu á Bifröst. Þetta er annað sumarið hans á staðnum og sagðist hann varla getað beðið eftir því að vinnan hæfist. Hvað er svona gaman við það að vera á Bifröst? Hér fara saman bæði náttúrufegurð og skemmtilegt fólk. Allir sem ég vinn með eru frá- bærir og svo eru íbúarnir hér fínir líka og mannlífið rólegt og gott. Hér er líka mjög mikið um útlendinga á sumrin og mér þykir afskaplega skemmtilegt að umgangast þá. Er Bifröst betri en Reykjavík? Já, að mörgu leyti en ég held að ég vildi ekki vera hérna allan ársins hring, þetta er fínt svona sitt lítið af hverju. Ég lít á þessa sumarveru mína hér sem orkuhleðslu fyrir veturinn því hér losnar maður við allt stressið og öll lætin. Eftir sumar á Bifröst er maður svo til í tuskið aftur í borginni. BALDVIN MÁR BALDVINSSON Náttúrufegur› og flott fólk SUMARIÐ Á BIFRÖST SPURT & SVARAÐ Barin og brotin af brjáluðum kærasta SELMA ÓSK ÞÓRSDÓTTIR FÆR EKKI NÁLGUNARBANN Á FYRRVERANDI KÆRASTA: „Löggan á ekkert að vera að skipta sér af því sem henni kemur ekki við,“ segir hand- tekinn kærasti SÆLAR Á BIFRÖST Þær Eyrún, Thelma, Arndís og Þóra Katrín eru sælar á Bifröst. Arndís segir að oft sé erfitt að fá Thelmu, dóttur hennar, heim en á Bifröst hafa krakkarnir nóg að bralla frá morgni til kvölds. KAFFIHÚSAHJÚIN Þau Björn Grétarsson og Heiðveig Ein- arsdóttir reka kaffihúsið á Bifröst. Þau voru saman til sjós en hristu svo af sér sjóriðuna og drifu sig á Bifröst þar sem þau nema viðskiptalögfræði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VERSLUNARSTJÓRINN Á BIFRÖST Svanfríður Linda Jónasdóttir rekur verslunina á Bifröst. Hún hefur náð að lokka sveitunga úr Borgarfirði í raðir viðskiptavina sinna og svo fjölgar Bifrestingum stöðugt svo hún er farin að núa saman höndunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.