Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 18

Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 18
]MálningÁður en húsið er málað að utan er gott að fá litaprufur í málningarverslun og málahluta af veggnum. Mikilvægt er að sjá litinn í sínu rétta umhverfi áður en rokið er tilog margir lítrar af málningu keyptir.[ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. O G G VA Pólýhúðun S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur Þessir byggja til framtíðar... ...og við hjálpuðum þeim. Vilt þú byggja til framtíðar? Eigum á lager 350 RAL liti Pólýhúðun ehf Innbakað Duftlakk á alla málma Pólýhúðum: Utanhússklæðning álgluggar bárujárn stálvirki handrið gler sólbekki vatnsbretti o.fl. o.fl Í eldri og grónari hverfum borgarinnar eru margir rækt- arlegir garðar með sögu og sál. Einn slíkur er að Hraun- teigi 16 í Reykjavík. Margt gleður augað í garðinum á Hrísateigi 16. Stærri og smærri hlutir gæða hann lífi allt árið um kring og hann er því fallegur líka þegar gróðurinn er í dvala. Sér- staka aðdáun á þessum árstíma vekur tré með dökku laufi, alþak- ið yndislegum rauðum blómum, sem er sjaldgæf sjón á Íslandi. Að sögn húsráðenda, Arthúrs Löve læknis og konu hans Lovísu Lu Hou Löve kerfisfræðings, er það skrauteplatré og er ættað frá Kanada. Arthúr hefur alla tíð átt heima á Hraunteigi 16 og segir garðinn hafa átt sitt blómaskeið á sjöunda áratugnum þegar faðir hans var þar að prófa sig áfram með ýmiss konar plöntur. Þannig lýsir hann sögu garðsins í stuttu máli: „Áskell föðurbróðir minn lagði grunn að garðinum. Hann lærði garðyrkufræði í Svíþjóð, flutti með sér hús heim og reisti það hér á Hraunteignum 1946. En hann stoppaði ekki lengi heldur fór til dvalar í Kanada 1951 og síðar Bandaríkjanna. Faðir minn, Þrá- inn Löve, keypti húsið og það sem því fylgdi en fékk reglulega sent fræ frá Áskeli að utan. Af því fræi spratt margt fallegt, eins og þetta eplatré.“ Tvær sírenur eru í miðj- um garði og eiga þær eftir að skarta sínum bleiku blómum og stór og mikill heggur við húsgafl- inn býr sig líka undir blómgun. Allt upp af fræi frá Kanada, að því er Arthúr upplýsir. Reynitré og víðitré eru hins vegar ættuð úr Vesturbænum, nánar tiltekið garði við Ásvallagötu 6. Nú eru það hin kínverska Lovísa og móðir hennar sem mest og best sinna garðinum. Auk þess eru þær með ræktun bæði í garð- skála á pallinum og gróðurhúsi og uppskera fjölbreyttan aldingarð sem er til stakrar prýði í hverfinu. gun@frettabladid.is Kanadísk og kínversk áhrif Lovísa með dæturnar Helenu Vigdísi An- hui og Elizabethu Ósk Anjie. Stór garðskáli er á pallinum, fullur af gersemum. Þvottabalinn hefur skipt um hlutverk og er kominn úr þvottahúsinu út í garð. Eins og klippt út úr ævintýri. Tveir bekkir eru í garðinum, bæði til notkunar og prýðis. Hér fá fuglarnir að baða sig innan um fögur blóm. Skrauteplatréð er svo sannarlega til skrauts.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.