Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2005, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 06.06.2005, Qupperneq 76
6. júní 2005 MÁNUDAGUR > Okkur hlakkar til að sjá ... ... hvernig varnarlínu íslenska landsliðsins í fótbolta verður stillt upp gegn Möltu á miðvikudagskvöldið. Öll varnarlínan eins og hún lagði sig gegn Ungverjum verður ekki til taks gegn Möltu, ýmist vegna leikbanna eða meiðsla, og er ljóst að einhver ný andlit munu sjást í íslensku vörninni. Heyrst hefur ... ... að handknattleiksmaðurinn Arnar Pétursson, sem nýlega var leystur undan samningi sínum hjá FH, sé á leið til Valsmanna. Segir sagan að Hlíðar- endaliðið hafi boðið Arnari fimm ára samning og mun hlutverk hans vera að leysa af Heimi Örn Árnason í leik- stjórnendastöðunni, en hann gekk nýlega í raðir Fylkis. sport@frettabladid.is 20 > Við skorum á ... .... almenning á Íslandi til að fjárfesta í gömlum treyjum íslenska landsliðsins í handbolta. Þær verða til sölu á góðu verði fyrir leik Íslands og Svíþjóðar í Kaplakrika í kvöld en meðal annars er um að ræða treyjur frá B-keppninni í Frakklandi árið 1989. Pétur Marteinsson, varnarma›ur íslenska landsli›sins, ökklabrotna›i illa í leiknum gegn Ungverjum og fór í a›ger› í gærmorgun. Hann ver›ur í gifsi næstu sex vikurnar. Vissi strax að þetta væri alvarlegt FÓTBOLTI „Þetta gerðist þannig að ég lendi í samstuði við einn Ung- verjann og náði einhvernveginn að festa takkana í grasinu í leið- inni. Hann lendir ofan á löppinni á mér þegar þunginn er á henni og ég vissi strax að eitthvað alvar- legt hefði gerst. Þetta var fyrir það fyrsta alveg hrikalega vont og síðan heyrði ég smellinn,“ segir Pétur Marteinsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, en hann ökklabrotnaði eftir rúman stundarfjórðung í leiknum gegn Ungverjalandi í undankeppni HM á laugardag. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum undir kvöldmat í gær var Pétur enn að ná sér eftir svæfing- una, en hann fór í aðgerð vegna brotsins í gærmorgun þar sem meðal annars voru settar skrúfur í löppina á honum. „Þeir kalla þetta ökklabrot en það er sperri- leggurinn, sem er fyrir ofan ökklann, sem er brotinn,“ segir Pétur. Ekki er víst hvenær Pétur mun geta snúið aftur á fótboltavöllinn og kveðst hann sjálfur lítið vera byrjaður að hugsa um það. Ökkla- eða sperrileggsbrot svipuð þeim sem Pétur lenti í eru mjög misjöfn en geta haldið leikmönnum frá æfingum og keppni í allt að þrjá mánuði. Pétur verður í gifsi í sex vikur en ætlar sér að koma sterk- ur til baka. Pétur leikur með Hammarby í sænsku úrvalsdeild- inni og þykir hafa staðið sig afar vel það sem af er móti en sænsku deildinni lýkur í byrjun nóvem- ber. Pétur kveðst að sjálfsögðu gera sér vonir um að spila aftur áður en tímabilinu lýkur en hefur þó varann á. „Þetta kemur bara í ljós en ég mun láta mína lækna í Svíþjóð skoða þetta. Þetta er auðvitað mikið áfall en þetta fylgir þessu,“ segir hann. vignir@frettabladid.is Nú er ljóst að allir þeir fjórir varnar- menn sem byrjuðu inn á gegn Ungverj- um munu ekki geta tekið þátt í leiknum gegn Möltu á miðvikudag. Allir eru þeir í leikbanni nema Pétur Marteinsson sem er meiddur og verður væntanlega frá í einhvern tíma. Til að bæta fyrir þetta hafa tveir varnarmenn verið kall- aðir inn í landsliðið, einn er vanur landsliðsmaður en hinn er nýliði. Báðir hafa staðið sig mjög vel það sem af er í Landsbankadeildinni og það kemur ekki á óvart að þeir koma frá þeim fé- lögum sem enn hafa ekki tapað leik. Valsarinn Bjarni Ólafur Eiríksson er ný- liði en á að baki tvo U-21 landsleiki en hann er nú 23 ára. „Þetta kom mér verulega á óvart, ég var nú ekki beinlínis að bíða eftir símtalinu þegar það var ljóst að alla varnarmennina myndi vanta í næsta leik,“ sagði Bjarni Ólafur. „Það verður því væntanlega boðið upp á glænýja vörn í íslenska landsliðinu en ég á nú ekki von á því að vera í byrjun- arliðinu. „Þetta var ánægjulegt að fá þessi tíð- indi, þó svo að maður hefði auðvitað viljað vera með frá byrjun,“ sagði Auðun Helgason, varnarmaður FH, sem var kallaður í landsliðið í gær. „En við þjálfararnir ræddum vel saman í morgun og ég hef ákveðið að gefa mig alger- lega í þetta verkefni.“ Aðspurður segir Auðun að hann stefni alltaf að því að vinna sér sæti í landsliðinu. „Svo lengi sem maður hefur metnað og telur sig vera í góðu standi gerir maður það. Það er þó alls ekki að ég hafi orðið eitt- hvað svekktur þegar ég var ekki valinn. Maður er orðinn þetta gamall og búinn að ganga í gegnum þetta allt saman.“ Um nýju vörnina segir Auðun að hann voni að þeir sem verði í byrj- unarliðinu hafi náð að stilla saman strengi. „Það tekur alltaf tíma. En auðvitað vona ég að ég verði einn af þeim fjórum og fái tækifæri til að miðla af minni reynslu.“ ÍSLENSKA VARNARLÍNAN ÞURRKUÐ ÚT: AUÐUN HELGASON OG BJARNI ÓLAFUR EIRÍKSSON TEKNIR INN Bei› ekki eftir símtalinu frá fljálfurunum Fyrrum leikmaður Stoke: Fór vegna stjórnarinnar FÓTBOLTI Wayne Thomas, fyrr- um leikmaður Stoke City, hefur nú greint frá því af hverju hann kaus að ganga til liðs við Burnley í síðustu viku og segir að hann hefði aldrei yfirgefið Stoke ef honum hefði liðið vel hjá liðinu. Thomas var einn eftirsóttasti leikmaður 1. deildarinnar eftir tímabilið og sagði Steve Cotterill, stjóri Burnley, að hann hefði klófest besta leikmanninn sem var án samnings í sumar. „Ég hef ekkert á móti leik- mönnum liðsins, ekkert á móti knattspyrnustjóranum eða félag- inu yfir höfuð,“ sagði Thomas. „Það eru bara stjórnarmennirnir sem ég líð ekki. Þeir verða að hafa hraðari hendur ef þeir ætla ekki að missa alla leikmennina frá lið- inu,“ bætti Thomas við. Keppni allra landsmanna Frítt á leiki og happdrættispottur Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans. 1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 86 14 06 /0 5 UMFERÐ KVENNA mán. 6. jún 20:00 Breiðablik - KR mán. 6. jún 20:00 Keflavík- ÍBV mán. 6. jún 20:00 FH - Stjarnan mán. 6. jún 20:00 Valur- ÍA 410 4000 | www.landsbanki.is VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI |4. Leit Alex Ferguson að markverði lokið í bili: Van der Saar til Manchester United FÓTBOLTI Fulham hefur samþykkt 2,5 milljóna punda tilboð Manchester United í hollenska landsliðsmarkvörðinn Edwin van der Saar, sem mun undirrita nýj- an tveggja ára samning við liðið þegar hann kemur úr landsleikj- um Hollands í vikunni. Van der Saar var sterklega orð- aður við United í jan- úar, en ekkert varð af skiptunum sem varð til þess að hann undirritaði nýjan tveggja ára samning við Fulham. Eftir að United-menn leystu Roy Carroll undan samningi á dögunum hafa þeir hins vegar lagt mikla áherslu á að ná sér í traustan markvörð, sem þeir hafa nú landað í hin- um 34 ára gamla Hollendingi. Þetta eru fyrstu kaup liðs- ins síðan milljarða- mæringurinn Malcom Glazer eignaðist meirihluta í félaginu, en þeir höfðu einnig verið að skoða markverði á Ítalíu. „Edwin er í skýjunum yfir því að fara til jafn virts félags og Manchester United og getur ekki beðið eftir að byrja að leika með þeim,“ sagði umboðs- maður hans í gær. Í GIFSI Í SEX VIKUR Pétur var kominn heim í faðm fjölskyldunnar þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði og ætlar hann að jafna sig þar næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VAN DER SAR SÁTTUR Skrifar undir 2ja ára samning við Manchester United í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.