Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 80

Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 80
6. júní 2005 MÁNUDAGUR Strákarnir okkar, ís- lenska landsliðið í fótbolta, virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir hrikalegt gengi á síðasta ári. Liðið er með eitt stig eftir sex leiki í und- ankeppni heims- meistaramótsins og á leiðinni niður fyrir hundraðasta sætið á styrkleikalista FIFA. Alltaf samt sama sagan: Við vorum óheppnir, dómararnir voru okkur óhliðhollir, menn voru meiddir, andstæðingarnir grófir, við áttum slæman dag, áhorf- endur létu ekki nógu mikið í sér heyra, Eiður Smári var þreyttur eftir erfitt tímabil með Chelsea, blablabla... Krafan var sex stig úr þessum tveimur leikjum, refjalaust, sex stig. Fimm mínútum eftir leikinn á laugar- daginn var krafan ekki lengur sex stig og hafði í raun aldrei verið sex stig; liðið hafði leikið FRÁBÆRLEGA, besti leikurinn í langan tíma. Við vor- um bara óheppnir. Einmitt. Liðið hefur ekki sigrað í alvöruleik síðan við mörðum sigur á móti Færey- ingum í ágúst 2003, Færeyingum sem eru þrjátíu sjóarar í jafnvel afskekkt- ara landi en við búum í hér. Þjálfar- arnir samt algjörlega skynhelgir. Kemur ekki annað til greina en þeir klári þessa keppni. Og öllum er skít- sama, enginn nennir á völlinn og varla einu sinni að horfa í sjónvarpinu. Þriggja manna vörn, fjögurra manna vörn, hriplek vörn alveg sama hvað. Ég held einfaldlega að allir séu búnir að missa trúna á því að þessir ágætu menn sem þjálfa liðið geti gert nokkurn skapaðan hlut sem virkar. Meira að segja leikmennirnir eru bún- ir að missa trúna. Agaleysið algjört, sögur af landsliðinu sauðdrukknu í miðbænum á laugardaginn þegar næsti leikur er á miðvikudaginn og krafan skýlaus; sigur, þrjú stig, buffa Möltu. Spurning hvort krafan breytist eitthvað þegar leiknum er lokið og leikmenn sem spila með mætum stór- liðum Vallettaborgar búnir að verða íslenska landsliðinu enn og aftur til skammar. Spurning hvort það verði samt ekki öllum sama, dómurunum að kenna hvort sem er, frábær leikur engu að síður. Ekki ætla ég á völlinn að minnsta kosti. ODDUR ÁSTRÁÐSSON VELTIR FYRIR SÉR GENGI ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS Íslenska landsliðið M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N EINAR ÁGÚST Fundinn, fallinn og brjálaðist á Sólon Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Mamma! Þú hraktir hana í burtu! Það er ekki satt! Við Tanja töluðum bara um þig og Söru, sem minnti hana á hversu mikið hún saknar kærastans síns og hún fór þá inn að hringja í hann. Á hún kærasta? Hún daðraði við mig á fullu og svo á hún bara kærasta?? Hafðu mig af- sakaða, kald- hæðnin í loftinu er allt of þykk fyrir minn smekk. Jæja? Sama gamla... ...Frosinn matur. Gjörðu svo vel, elskan. Vá er farinn að borða mikið af fastri fæðu undan- farið. Það líður ekki á löngu fyrr en þú verður bara hætt að hafa hann á brjósti! STUÐ MILLI STRÍÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.