Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 86

Fréttablaðið - 06.06.2005, Page 86
30 6. júní 2005 MÁNUDAGUR Lárétt: 2 ólogið, 6 í rö, 8 hundasig, 9 lík- amshluti, 11 tveir eins, 12 mælieining, 14 rangur vitnisburður, 16 tónn, 17 öfug röð, 18 skel, 20 grastotti, 21 sver. Lóðrétt: 1 drykkjar, 3 tveir eins, 4 trygg, 5 traust, 7 erfiðaði, 10 eins um r, 13 stríðni, 15 málmur, 17 tónverk, 19 sting. Lausn. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Bókin Móðir í hjá- verkum hefur slegið í gegn í Bandaríkjun- um, Bretlandi og víðar. Höfundur bókarinn- ar er Allison Pearson en einn af höfundum Dísar, Oddný Sturludóttir, sá um að þýða bókina. Bókin fjallar um framakonuna Kate Reddy sem starfar í fjármálaheiminum. Hún er sjóðsstjóri sem veltir milljónum á degi hverjum, en hún er líka eiginkona og tveggja barna móð- ir. Þetta gerir það að verkum að hún á í mesta basli með að sameina vinnu og einkalíf. Kate þarf ekki aðeins að kljást við kröfuharða yf- irmenn, langþreyttan eiginmann og þurftafrek börn. Barnapían er uppstökk, tengdaforeldrarnir af- skiptasamir og hún á í harðri sam- keppni á vinnustaðnum. Hún þarf að halda sér til, vera í fínu formi, fylgjast með því sem er efst á baugi, sinna vinum sínum og svo á hún myndarlegan elskhuga í netheiminum. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að láta undan. Edda gefur bókina út og er hún væntanleg í verslanir 19. júni. martamaria@frettabladid.is [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Mahmoud Abbas Íslendingar Kristján Örn Sigurðsson Rapparinn Snoop Dog mætir til landsins 17. júlí og heldur tón- leika í Egilshöllinni. Það er sjaldan lognmolla um þennan rappara og í fljótu bragði mætti ætla að þessir tónleikar væru bara fyrir ungmenni. Meðal tón- leikagesta verður engu að síður að finna fimmtuga húsmóður frá Keflavík, Birnu Bjarnadótt- ur, sem er einlægur aðdáandi rapparans. Þeir eru eflaust ekki margir jafnaldrar Birnu sem hlusta á tón- list Snoop en hún segist hafa kynnst honum þegar hún hafi ver- ið að þrífa heima fyrir. „Krakk- arnir mínir voru með fullt af lög- um inni á mp3 spilaranum og ég setti hann bara á mig þegar ég var að þrífa.“ Einn af þeim tónlistar- mönnum sem þar var að finna var Snoop og það var ekki sökum að spyrja, Birna kolféll fyrir honum. „Það var mjög gott að þrífa með Snoop í eyrunum,“ segir hún. „Reyndar sagði sonur minn við mig að ég hlyti að hafa verið aga- legur sýruhaus í fyrra lífi miðað við þá tónlist sem ég hlusta á,“ bætir hún við hlæjandi. Nú þegar börnin eru flogin að heiman fer minna fyrir Snoop á heimilinu en hún segist þó enn hlusta á hann þegar tækifæri gefst. „Ég flakka á milli barnanna og spjalla við þau.“ Þegar Ísleifur Þórhallsson fékk bréf frá systkinunum þess efnis að móðir þeirra væri ein- lægur aðdáandi Snoop þá stóð ekki á honum heldur bauð hann þeim á tónleikana. Það vildi þó ekki betur til en svo að Birnu hafði loksins tekist að fá sumar- bústað í Húsafelli þessa sömu helgi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ sumarbústað yfir sumar- tímann,“ segir hún og allt leit út fyrir að hún kæmist ekki á tón- leikana. Birna leggur þó ekki árar í bát heldur ætlar hún að keyra í bæinn á tónleikadeginum til þess að sjá Snoop Dog. „Ég hef aldrei farið á tónleika áður svo að þetta verður alveg ný upplifun,“ segir Birna sem þegar er farin að hlakka til 17. júlí þegar Snoop Dog mætir í Egilshöllina til þess að trylla unga jafnt sem aldna. freyrgigja@frettabladid.is BIRNA Lætur ekki 140 kílómetra aftra sér frá því að komast á tónleika Snoop Dog heldur brunar í bæinn til að geta barið goðið sitt augum. BIRNA BJARNADÓTTIR: ELSTI RAPPAÐDÁANDI LANDSINS Þrífur með Snoop Dog ... fær hinn fjölhæfi Villi naglbítur fyrir að sýna á sér enn eina hliðina með myndlistarsýningu á Sólon. HRÓSIÐ SNOOP DOG Er væntanlegur á Klakann og mun vonandi flytja slagara á borð við Gin & Juice og Drop it Like it's Hot fyrir ís- lenska aðdáendur sína. Lárétt:2satt,6ab,8arr, 9bak,11úú,12 skref, 14skrök,16la,17tsr, 18aða,20 tó,21gild. Lóðrétt:1tabs,3aa,4trúföst,5trú,7 baksaði,10krk,13ert, 15króm,16lag, 19al. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Á föstudaginn streymir æska landsins fram á gróin sumartún til að fegra ásýnd borgarinnar. Alls 3.200 unglingar munu gleðja borg- arbúa með vinnuframlagi sínu í nafni V i n n u s k ó l a Reykjavíkur í sumar, en vinnu- tímabilið er frá 10. júní til 12. ágúst. „Vinnuskólann sækja nemendur úr 8., 9. og 10. bekk grunnskóla Reykjavíkur og vinna í fimm til sex vikur í senn,“ upplýsir Henry Henrysson aðstoðarskólastjóri. „Þar verður þeim kennt að vinna og fá þrenns konar fræðslu: náttúru og umhverfi; listir og menningu, og lífsleikni og sjálfsstyrkingu.“ Að sögn Henrys starfar stærstur hluti reykvískra unglinga í Vinnu- skólanum. „Það er þó misjafnt eftir árgöng- um. Þeir sem eru orðnir sextán eiga auðveldar með að fá sumarvinnu annars staðar, en sextíu prósent fimmtán ára unglinga og áttatíu prósent fjórtán ára unglinga úr hverjum árgangi vinna hjá okkur í sumar.“ Launataxti Vinnuskólans fer eftir aldri. Tímakaupið skiptist í þrennt: 273 krónur, 308 krónur og 409 krónur. „Yngsti hópurinn starfar mest á skólalóðum, miðhópurinn til helm- inga í Heiðmörk og garðaþjónustu fyrir eldri borgara, en þau elstu í blómabeðum bæjarins, á leikskóla- lóðum og víðar,“ segir Henry sem kannast vel við kvart borgarbúa yfir sofandi unglingum undir trjám borgarinnar. „Skattborgarar hringja mikið yfir sumartímann til að kvarta yfir sofandi unglingum eða í sólbaði við garðyrkjustörfin, en sjaldnast er um unglinga Vinnuskólans að ræða, heldur oftast eldri unglinga,“ segir Henry, en alls vinna eldri hóparnir sjö stunda vinnudag, meðan yngsti hópurinn vinnur þrjá og hálfan tíma á dag. Vinnuskóli Reykjavíkur tekur við unglingum nýfluttum til lands- ins í samstarfi við móttökudeildir grunnskólanna, og fötluðum ung- lingum sem fá sumarvinnu á Mikla- túni og í Húsdýra- og fjölskyldu- garðinum. „Þeim hjálpum við í félags- færni og með þeim eru liðsmenn sem aðstoða við garðyrkjustörf og fleira. Þannig ná þeir að kynn- ast ófötluðum jafnöldrum sínum og mikil gleði og fjör sem tengj- ast þeim kynnum, á báða bóga,“ segir Henry, stoltur af unglingum höfuðborgarinnar. ■ ODDNÝ STURLUDÓTTIR þýðandi bókarinnar. MÓÐIR Í HJÁVERKUM Hefur algerlega slegið í gegn. Sofna sjaldnast í blómabe›um Henry Henrysson, aðstoðarskólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, fær 3.200 unglinga í vinnu. HENRY HENRYSSON Allt í fimmta gír

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.