Fréttablaðið - 28.06.2005, Page 16

Fréttablaðið - 28.06.2005, Page 16
Það er gaman að ferðast. Einkum er skemmtilegt að ferðast um Ís- land, þetta fallega land þar sem nýtt ævintýri leynist bak við hverja hæð, hvern hól. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá, eitthvað spennandi að skoða. Sagan lifnar við hvert fótmál, sögur af land- námsmönnum, huldufólki, lífs- háska, hraunflóðum og ferðalög- um frumherjanna svo örfá dæmi séu nefnd. Æ fleiri kjósa að ferð- ast gangandi um hluta landsins, velja sér jafnvel árlega nýtt svæði og kanna þannig landið betur og betur. Hornstrandir, Víknaslóðir sunnan Borgarfjarð- ar, Lónsöræfi og Hvannadals- hnúkur eru meðal þeirra svæða sem kallað hafa göngufólk til sín á síðustu árum. Landið okkar kallar okkur til góðra verka af ýmsum toga. En sýnum við land- inu þá virðingu sem það á skilið? Sjálfsagt fer það að einhverju leyti eftir því hvað við er átt. Um hvernig virðingu er rætt? Ýmsar leiðir eru til þess að sýna landinu virðingu og jafnframt vanvirð- ingu. Fyrsta boðorð ferða- mennskunnar, hvort sem ferða- maðurinn er gangandi, akandi, hjólandi eða ríðandi, er að taka ekkert með sér nema minning- arnar og skilja ekkert eftir nema fótsporin. Sýna landinu og öðrum ferðamönnum þá virðingu að ganga vel um og hafa snyrti- mennsku í fyrirrúmi. Fyrir ein- hverjum árum var uppi látlaus kynning og fræðsla um um- gengni. „Hreint land, fagurt land“. Árangur var sýnilegur. Það dró úr rusli á almannafæri, áningastaðir urðu snyrtilegri, sú undarlega árátta að fleygja rusli út um bílglugga hvarf nánast al- veg. Nú virðist mér heldur hafa hallað undan fæti aftur. Kannski er það fylgifiskur þessarar svokölluðu velmegunar sem við búum við núna. Allt skal metið til fjár, allt fæst keypt og peningar koma og fara. Þar með verður allt einhvern veginn minna virði, þar á meðal umhverfi okkar og náttúra. Gallinn er bara sá að við getum ekki keypt hreina náttúru og ómengað land. Það kemur enginn annar og tekur til á tjald- staðnum eftir okkur. Enginn hirðir upp sígarettustubbinn sem einhver skildi eftir sig í vegkant- inum, matarleifar liggja og rotna og plastið fýkur um. Öllum þykir ljúft að setjast niður úti í móa með gott nesti, hlusta á árniðinn og fuglasöng- inn og finna ilminn af birki og lyngi. En enginn vill rekast á leifar síðustu gestakomu á slík- um áningastað. Umbúðirnar eru erfiðastar. Það er makalaust að fylgjast með öllum þessum um- búðum. Plast og aftur plast í ýmsu formi og hver hlutur þarf allt að ferns konar umbúðir til að vera söluvara. Þeir sem taka með sér mat út í náttúruna sitja uppi með umbúðir sem þeir vilja helst losna við. Eðlilega. Matar- umbúðum fylgir lykt sem verður fljótlega lítt heillandi. Þá þarf að hafa í huga að ef við gátum kom- ist með umbúðirnar, ásamt inni- haldinu á tiltekinn stað, þá get- um við ljóslega tekið umbúðirnar með okkur aftur til byggða þar sem þeim er fargað samkvæmt sérstökum reglum. Í ýmsum fjallaskálum er tekið við sorpi og það flokkað og síðan fargað eftir sérstökum reglum og bróður- parturinn fluttur til byggða með ærnum tilkostnaði. Í öðrum skál- um er engin sorphirða og þá verða gestir sjálfir að taka með sér sitt sorp til byggða. Það gild- ir til dæmis almennt um alla gönguskála. Enda getum við væntanlega tekið til baka hluta af því sem við tókum með okkur á staðinn. Hluta af, vegna þess að við erum búin að borða matinn innan úr umbúðunum. Mörgum gistiskálum á hálendinu er þjón- að af ótrúlegri natni og um- hyggjusemi og starfið að mestu unnið í sjálfboðavinnu. Aðföng eru víða mjög erfið, jafnvel þarf að bera allt á bakinu, hreinlætis- vörur, gas og annað sem þarf til að taka á móti ferðamönnum. Gestir hljóta því að sýna þessu fórnfúsa fólki þá virðingu að ganga vel um skálana, skilja ekk- ert eftir sem þar á ekki að vera og skilja við skálana eins og þeir vilja sjálfir koma að þeim. Jafn- framt sýnum við landinu okkar og náttúrunni virðingu. Og í slíkri virðingu er jafnframt falið þakklæti, þakklæti til fólksins sem fórnar frítíma sínum og orku til þess að þjónusta skálana og þakklæti til náttúrunnar fyrir að mega njóta hennar. Kannski er þakklætið einmitt lykillinn. Ef við munum að ekk- ert er sjálfgefið, munum að hreint loft og tært vatn er ekki sjálfgefið, þaðan af síður hreint umhverfi, góð heilsa, vinátta og svo mætti lengi telja, ef við mun- um að ekkert af þessu er sjálf- gefið og við eigum ekki kröfu til eins né neins, heldur munum að auðsýna þakklæti þá er líklegt að við göngum betur um þær gjafir sem okkur eru gefnar. ■ Þáttaskil urðu í margra mánaða umræðu um skipulagsmál á Sel-tjarnarnesi um síðustu helgi þegar Seltirningar greiddu atkvæðium tvær skipulagstillögur; íþróttavöll og íbúðabyggð. Þrátt fyr- ir miklar umræður um málið í langan tíma greiddi aðeins röskur helmingur kosningabærra íbúa atkvæði um tillögurnar tvær, og þessi litla kjörsókn verður varla afsökuð með því að kosið hafi verið á laug- ardegi og margir á ferðarlagi, heldur er nær helmingur Seltirninga óánægður með báðar tillögurnar eða hefur lítinn áhuga á málinu, hvað svo sem veldur. Þeir sem vildu íþróttavöll áfram við Suðurströnd höfðu sigur. Úrslitin voru nokkuð afgerandi og þau eru bindandi. Það hefur löngum verið tekist á um skipulagsmál á Seltjarnarnesi og ástæðan er sú að Seltirningar eru mjög aðþrengdir með land, og stækkunarmöguleikar bæjarins takmakaðir af þeim sökum. Bæjaryf- irvöld þar hafa fram til þessa ekki farið sömu leið og í nágrannasveit- arfélögunum að gera landfyllingu fyrir íbúðahúsabyggð og atvinnu- lóðir, enda yrði þá við erfiða andstæðinga að etja sem búa bæði á norð- anverðu og sunnanverðu Nesinu. Skipulagstillögurnar sem greidd voru atkvæði um á laugardag voru að því leyti ólíkar tillögum sem hart hefur verið tekist á um á Nesinu á undanförnum árum, að nú var ekki verið að ganga á ósnortna náttúru, heldur var þetta aðallega spurningin um hvar íþróttavöllur bæjarins ætti að vera. Fyrir nokkrum árum var hart tekist á um skipu- lag íbúðahúsabyggðar á Valhúsahæð, og þar varð niðurstaðan sú að leyft var að byggja utan í hæðinni. Mestu átökin urðu hins vegar þeg- ar lagðar voru fram tillögur um íbúðahúsabyggð í námunda við Nes- stofu, og þar var ekki um að ræða ágreining eftir flokkslínum, heldur skiptust menn í fylkingar eftir því hvort þeir vildu hlífa umhverfi hins sögufræga húss sem Nesstofa er eða byggja í námunda við hana. Vest- asti hluti Seltjarnarness er sannkölluð náttúruperla í dag með iðandi fuglalífi sínu í og við Bakkatjörn. Þetta er svæði sem ekki má skerða og þarf að hlúa að eftir því sem við á, jafnframt því sem þarna á að vera aðgengilegt útivistarsvæði. Eftir atkvæðagreiðsluna er mikið verk eftir við að vinna úr þeirri tillögu sem flestir kusu. Það virðist líka mikil vinna vera eftir við að skipuleggja miðbæjarkjarna, sem hýsir verzlun og líka atvinnustarf- semi á Nesinu. Í tillögunum sem kosið var um var þessum málum lít- ill gaumur gefinn, sem er furðulegt, þegar á annað borð er verið að leggja fram róttækar skipulagstillögur í ekki stærra bæjarfélagi. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hljóta að þurfa að taka þau mál til rækilegrar endurskoðunar, því einhvers staðar verður að ætla slíkri þjónustustarfsemi rými. Þar virðist ekki margra kosta völ, því megin- atriðið varðandi allar skipulagstillögur á Seltjarnarnesi er að Seltirn- ingar eru landlitlir, og því ekki í mörg hús að venda varðandi framþró- un og eflingu byggðar í bæjarfélaginu. ■ 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Aðeins rúmur helmingur kosningabærra manna tók þátt í atkvæðagreiðslu um margræddar skipulagstillögur. Landlausir Seltirningar FRÁ DEGI TIL DAGS Skipulagstillögurnar sem greidd voru atkvæ›i um á laugardag voru a› flví leyti ólíkar tillögum sem hart hefur veri› tekist á um á Nesinu á undanförnum árum, a› nú var ekki veri› a› ganga á ósnortna nátt- úru, heldur var fletta a›allega spurningin um hvar íflróttavöllur bæjarins ætti a› vera. Mun eignast strák í haust Fjölnir Þorgeirs Hreint land, fagurt land Listelskir stjórnmálamenn Fréttir af pólitískt skipuðu safnráði Listasafns Reykjavíkur vekja furðu sumra og kátínu annarra. Þótt Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sverji fyrir að stjórn- málamenn eigi að hafa puttana í listaverka- kaupum verður stundum hugsað til þess hvað hefur gerst þegar stjórnmálamenn hafa haft mikil afskipti af list og listamönnum. Nægir þar að minnast stöðugra deilna á fyrri árum um úthlutanir Al- þingis til listamanna að ógleymdum deilunum sem risu þegar Jónas frá Hriflu fékk velflesta listamenn landsins upp á móti sér með yfirlýsingum sínum um hvað væri list og hvað ekki auk áhrifa sinna á fjárveitingar til listamanna. Reyndar þarf ekki að fara svo langt aftur því það fór fyrir brjóstið á sumum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nú formaður Sam- fylkingar, og Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður Vinstri-grænna, skyldu vera í dómnefndum vegna Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir fáeinum árum. Smalari í framboðshug Nú þegar rykið er farið að setjast eftir fjaðrafokið sem varð vegna varafor- mannskjörs á landsfundi Samfylkingar er einn hershöfðingja Ágústs Ólafs Ágústssonar að sögn farinn að íhuga næstu skref. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem fór mikinn í að smala ungliðum á landsfundinn til þess að kjósa Ágúst Ólaf, er sagður íhuga all alvarlega að fara í prófkjör fyr- ir næstu borgarstjórnarkosningar, hvort sem Samfylkingin bíður fram sér eða í áfram- haldandi R-listasam- starfi. Andrés hefur margsannað hæfileika sína til þess að smala fólki saman og telja kunnugir því að hann ætti að eiga ágætis möguleika á góðu sæti færi hann fram. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG UMGENGNI UM LANDIÐ INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Ef vi› munum a› ekkert er sjálfgefi›, ef vi› munum a› s‡na flakklæti er líklegt a› vi› göngum betur um flær gjafir sem okkur eru gefnar. brynjolfur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.