Fréttablaðið - 28.06.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 28.06.2005, Síða 32
■ GELGJAN Sara? Þetta er ég, Palli. 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Mér finnst lífið svo yndislegt. Ég er ást- fanginn upp fyrir haus, ét prósakk og lýsistvennu, fer reglu- lega í sund og finnst hver dagur vera nýtt ævintýri. Það breytir því ekki að ég hef skoðanir á hinu og þessu og finnst margt í þessum heimi heimskulegt, ranglátt og ljótt. Stundum misnota ég þennan dálk til þess að úttala mig um það sem fer í taugarnar á mér og á það til að vera kaldhæðinn. Ég hélt satt best að segja að þetta væri það gegnsætt að ég þyrfti ekki að gefa út eigið geð- heilbrigðistvottorð hér. En þegar einn mesti nöldurseggur íslenskrar fjölmiðlasögu er farinn að lesa það út úr skrifum mínum að mér líði illa er líklega best að hugga hann og aðra, sem mögulega eru slegnir sér- stakri lesblindu á allan texta sem stangast á við eigin músarholusjón- armið, með því að upplýsa að mér líður vel á sálinni þótt ég fái ekki út- rás með því að pukrast við að taka upp eigin ljúfu gítartóna í kjallaran- um heima hjá mér. Föstudagur nýliðinnar viku var mér einstaklega góður. Ég vaknaði við fuglasöng, ristaði mér beyglu, át hana á svölunum, drakk eðalkaffi með og varð ölvaður af morgunkom- unni. Dagurinn varð svo enn betri þegar ég frétti að sjálfur Ólafur Teitur Guðnason, einn vænisjúkasti, staglkenndasti og pirraðasti blaða- maður sem þessi þjóð hefur alið, sæi ástæðu til að amast við „furðu- legri neikvæðni“ minni í þrasdálki sínum í Viðskiptablaðinu. Ég hef lengi beðið eftir þessu enda fæst ekki öruggari staðfesting á því að maður sé á réttri leið í lífinu en diss frá þessum eðalstílista sem hefur reynt að gera líf okkar allra fallegra og betra með því að berjast gegn „algerlega massívum áróðri gegn Sjálfstæðisflokknum“ í fjölmiðlum, fyrst í hræinu af gamla DV og síðar með reglulegum skrifum sínum í Viðskiptablaðið. Það blað fjallar að- allega um viðskipti en á þó alltaf til smá pláss undir gremju Ólafs Teits sem hann hefur svo einnig séð ástæðu til að gefa út á bók. Ég er því algjör Laddi í samanburðinum við Ólaf Teit og gef mér bara að hann sé abbó af því að ég tel mína lesendur í tugþúsundum á meðan hann slefar upp í einhver hundruð. STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ER HAMINGJUSAMUR ÞÓTT HANN SÉ EKKI ALLRA. Þetta er yndislegt líf M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið SMS LEIKUR MIÐAR FYRIR 2 Á 199 KR. 13. HVER VINNUR VINNINGAR ERU: MIÐAR FYRIR 2 Á SNOOP DOGG 17. JÚLÍ CD’S MEÐ SNOOP DOGG • FULLT AF ÖÐRUM CD’S KIPPUR AF MOUNTAIN DEW • OG MARGT FLEIRA SENDU SMS SKEYTIÐ BTL SRV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég giska á að Leeds nái lengra en Liver- pool í ár. Það er eng- inn sem nær lengra en Liverpool í ár. Jæja! Eigum við að veðja. Hvað eigum við að leggja undir? Tíu? Tuttugu? Þrjátíu þúsund? Hvað mikið? Jói. Ég er vin- ur þinn. Ég hef ekki sam- visku í að þiggja pening af þér. Hah! Þegar maí rennur upp munt þú liggja í valnum en ég mun telja pening- ana mína. Hvað áttu eigin- lega við maður! Liverpool er nú- verandi Evrópu- meistari en Leeds spilar í 1. deildinni. Common. Það skiptir engu. Man. Utd. á líka eftir að vinna deildina. Þú verður að hugsa áður en þú talar. Vissulega Hæ Ég er búinn að hugsa um þig í allan dag og ég þráði að heyra rödd þína. Þessa rödd sem líður um eyru mín eins og golan á vorin og færir mér aftur lífsljósið eina sanna. Hvað viltu? Ekki neitt. Þetta er vél- mennahund- urinn minn. Gangi þér vel.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.