Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 1
FÉLAGSMÁL Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda versl- ana. Til að fela eigin útgjöld er kon- an talin hafa skorið niður í aðföng- um til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra kon- una til lögreglu í lok apríl að undan- genginni innanhússrannsókn svæð- isskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og árétt- aði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. „Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang,“ segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilis- sjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkis- endurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi ver- ið mánuðum saman. Aðstandend- um hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. „Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir,“ segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafn- arfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðli- legt í ljós. - óká MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 NEYTENDUR Mikill munur var á hæsta og lægsta verði margra vörutegunda í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands fram- kvæmdi í byrjun mánaðarins. Kannað var verð á 43 tegund- um matvara í ellefu verslunum, reyndist mesti munur vera yfir þúsund prósent og minnsti mun- ur um 30 prósent. Mestu munaði á Myllu pylsubrauði sem kostaði tólf krónur í Krónunni Bílds- höfða en 139 krónur í 10/11 Grímsbæ. Alþýðusambandið kannaði verð á algengum vörum á borð við brauð, kaffi, kornflögur, syk- ur og pasta og kom Bónus best út með ódýrasta verðið í 19 tilvik- um. Krónan kom þar næst með lægst verð í tíu tilvikum. Skekkir það niðurstöðurnar að allnokkrar vörur sem kannaðar voru reynd- ust hvorki til í Bónus né Krón- unni. Keðjuverslanirnar 10/11 og 11/11 komu lakast út eins og reyndar oft áður. Hæsta verðið í 21 tilviki var í 10/11 og alls þrett- án sinnum reyndist 11/11 vera dýrast. Mesta úrvalið var í Samkaup- um og Fjarðarkaupum en allar vörur nema ein fengust þar. fæstar vörur fengust í Kaskó en þar voru ekki til fimmtán af þeim vörum sem verð var kannað á. - aöe Mikill verðmunur í nýrri könnun Alþýðusambands Íslands á verði matvæla: Allt a› flúsund prósenta munur Meðallestur á tölublað* 69% 48% *Skv. fjölmiðlakönnun Gallup í maí 2005. 25-49 ára BJART MEÐ KÖFLUM norðan og austan til, annars þungbúnara. Smáskúrir á víð og dreif. Hiti 9-18 stig stig, hlýjast norðaustan til. VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2005 - 179. tölublað – 5. árgangur Rokkað í Reykjavík Hljómsveitirnar Foo Fighters og Queens of the Stone Age eru mættar til landsins. Hljómsveitameðlimir virð- ast augljóslega njóta þess að vera hér á landi og þeim var tíðrætt um íslenska brennivínið sem Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, vildi gjarnan flytja út til Bandaríkjanna. Þær lofuðu enn fremur þéttum tónleikum í Egilshöll í kvöld. TÓNLIST 27 Árekstur við halastjörnu Geimfarið Deep Impact skaut í gær litlu fari að halastjörnunni Tempel 1. Áreksturinn myndaði risastóran gíg en vonast er til að hann geti veitt upplýsingar um uppruna sólkerfa. FRÉTTIR 8 Dramatík í bikarnum Fyrstu deildarliðin Breiðablik og Víkingur veittu úrvalsdeildarliðunum harða keppni í 16-liða úrslitum VISA- bikars karla í gærkvöld. Pálmi Haraldsson var hetja ÍA þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Blikum og á Víkingsvelli mörðu KR-ingar sigur eftir dramatíska vítaspyrnukeppni. Stefnir í tveggja stafa tölu DAVÍÐ SMÁRI: Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ● brúðkaup ▲ VEÐRIÐ Í DAG ÞÓRARINN JÓN: FÓLK Óhræddur vi› femínista Lögregla rannsakar meintan fjárdrátt konu sem st‡r›i samb‡li fyrir fatla›a. Konan tók út vörur til eigin nota á reikning samb‡lisins. fietta er anna› máli› sem kemur upp á skömmum tíma flar sem stoli› er frá íbúum samb‡lis. Skrifa›i eigin neyslu á reikning samb‡lis ▲ SÍÐA 30 ÍÞRÓTTIR 22 RITSTÝRIR NÆSTU BLÖÐUM AF BOGB BANASLYS Í GRÍMSNESI Karlmaður á áttræðisaldri lést þegar pallbíll sem hann keyrði lenti í árekstri við fólksflutningabíl við Minni-Borg í Grímsnesi um miðjan dag í gær. 44 voru í rútunni og voru þrír þeirra fluttir lítillega slasaðir á sjúkrahús í Reykjavík,. Öðrum sem voru um borð í rútunni var sinnt á sjúkrahúsinu á Selfossi. Sjá síðu 4 M YN D /E G IL L B JA R N AS O N LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglumenn og slökkviliðsmenn leituðu í gær- kvöld að líki við Gullinbrú í Reykjavík. Leitin hófst eftir að barn sagði frá því að það hefði séð lík á floti. Að sögn lögreglu var lýsing barnsins þannig að ekki var annað hægt en að hefja leit af fullri alvöru. Að auki höfðu full- orðnir einstaklingar séð þúst úti í vatninu en þeir voru það langt frá að þeir gátu ekki fullyrt hvort um lík eða eitthvað annað væri að ræða. Margir lögreglumenn og slökkviliðsmenn voru kallaðir til leitar. Hún gekk illa framan af en vonast var að eitthvað myndi skýrast þegar fjaraði út í kringum miðnætti. Leitin hafði ekki borið árangur þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. - bþg Barn sá lík á floti: Líks leita› í Grafarvogi LEITAÐ AÐ LÍKI Margir tóku þátt í leitinni. Fyrsti Ameríkumaðurinn: Fundu 40.000 ára fótspor BRETLAND, AP Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þús- und árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið. Vísindamennirnir segjast hafa fundið 40 þúsund ára gamalt fót- spor í yfirgefinni námu í miðhluta Mexíkó. Reynist þetta rétt koll- varpar þetta hugmyndum manna um upphaf mannlífs í Ameríku. Hingað til hefur verið talið að fyrstu mennirnir hafi komið þangað í lok síðustu ísaldar, fyrir 13.500 árum. ■ MATVÖRUVERÐ MISJAFNT Ný könnun ASÍ á verði matvæla leiðir í ljós að miklu mun- ar í verði á algengum vörutegundum. Bón- us og Krónan eru ódýrust sem fyrr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.