Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 6
6 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Bush Bandaríkjaforseti heimsækir Danmörku:
Búist vi› hör›um mótmælum
KAUPMANNAHÖFN, AP Lögregluyfir-
völd í Kaupmannahöfn hafa nú
mikinn viðbúnað vegna heimsókn-
ar George Bush í dag og á morgun.
Bush, sem er á leið til Gleneag-
les í Skotlandi þar sem G8-fundur-
inn svokallaði hefst á morgun, er
talinn hafa ákveðið að kíkja í heim-
sókn til Danmerkur til að votta
Anders Fogh-Rassmussen forsæt-
isráðherra og ríkisstjórn hans
þakklæti fyrir stuðninginn við
stríðin í Afganistan og Írak. Al-
menningur í Danmörku hefur hins
vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir
stuðninginn.
Alls hafa sjö göngur verið til-
kynntar til lögreglu, sex gegn Bush
og ein til stuðnings honum. Búist er
við tugum þúsunda göngumanna. Í
leiðara danska blaðsins Politiken í
gær er stjórn Bush gagnrýnd harð-
lega.
Þar segir að stjórnin hafi snúið
baki við alþjóðasamfélaginu og er
lýst áhyggjum af framtíðarsam-
skiptum Bandaríkjanna við aðrar
þjóðir þessa heims.
Lögregluyfirvöld búast ekki við
miklum vandræðum vegna mót-
mælanna en búa sig þó undir það
versta. Sjá einnig síðu 14
Félag fasteignasala ætlar að kynna löggilta fasteignasala:
Skera upp herör gegn skottusölum
FASTEIGNASALA Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri Félags fast-
eignasala, segir að nú verði skorin
upp herör gegn skottusölum í
landinu. Hann á við að farið verði
í átak gegn mönnum sem komi
fram sem fasteignasalar uppfylli
ekki lagakröfur sem gerðar eru til
fasteignasala.
Grétar segir fjölda fólks hafi
lent í verulegum vandræðum
vegna þess að menn sem jafnvel
hafa aðeins litla reynslu af fast-
eignasölu séu farnir að meta íbúð-
ir og ráðleggja fólki. Hann segir
að í næsta mánuði verði farið í
auglýsingaherferð þar sem lög-
giltir fasteignasalar verði kynntir
fyrir þjóðinni í fjölmiðlum svo
fólk geti sjálft gengið úr skugga
um að þeir sem komi fram sem
slíkir séu ekki að sigla undir
fölsku flaggi.
Einnig segir Grétar að framtíð-
arsýn félagsins snúi að því að
menn verði að ljúka þriggja ára
háskólanámi í fasteignasölu til að
fá titil sem löggiltir fasteignasal-
ar.
- jse
Segir fjárfesta ekki hafa
áhyggjur af ákærunum
Stjórnarforma›ur Baugs segir fjárfesta og samstarfsmenn fyrirtækisins erlendis hafa traust á fyrirtækinu
og stjórnendum fless, flrátt fyrir útgáfu ákæra í Baugsmálinu hér heima. Forsvarsmenn Baugs héldu fund
me› vi›skiptafélögum sínum í London í gær.
VIÐSKIPTI Hreinn Loftsson, stjórn-
arformaður Baugs, segist vongóð-
ur um að ákærur efnahagsbrota-
deildar Ríkislögreglustjóra á
hendur forstjóra, fyrrum for-
stjóra og fleirum hafi engin áhrif
á fjárfesta og samstarfsaðila fyr-
irtækisins erlendis. Hann var
staddur í London í gær og fundaði
vegna fyrirhugaðra kaupa Baugs
á auknum hlut í verslanakeðjunni
Somerfield Group. „Það er enginn
áhyggjufullur í hópi fjárfesta,“
segir Hreinn.
Hreinn segir fyrirtækið hafa
verið í stöðu „meints brotaþola“
og því væri í hæsta máta óeðlilegt
að ákærurnar
sem gefnar voru
út á hendur sex-
menningunum
síðasta föstudag
væru látin bitna
á fyrirtækinu.
Þá segir hann
fyrri yfirlýsing-
ar Baugs um
stuðning við Jón
Ásgeir Jóhannesson forstjóra og
ákærðu standa.
Hreinn segir viðskiptafélaga
Baugs og samstarfsaðila í útlönd-
um verða upplýsta nægilega um
stöðu mála til að þeir treysti sér
til að halda áfram samstarfi við
fyrirtækið. „Í þessum ákærum er
ekkert sem ætti að draga úr
möguleikum fyrirtækisins til að
standa við sínar skuldbindingar.
Því eru menn alveg klárir á,“
segir Hreinn og telur ekki heldur
að skuggi falli á hæfileika Jóns
Ásgeirs til að stýra fyrirtækinu,
enda hafi allir verið meðvitaðir
um rannsókn efnahagsbrotadeild-
ar og vitað að mögulega gætu
komið fram ákærur.
„Hér úti verð ég áþreifanlega
var við að það virðist vera vax-
andi skoðun manna að standa með
Jóni Ásgeiri. Þeir hafa það mikið
traust á honum í gegnum þau við-
skipti sem þeir hafa átt við hann
undanfarin tvö til þrjú ár og það
er á þeim tíma sem fyrirtækið
hefur byggst upp hérna erlendis.
Menn sjá árangurinn og horfa á
eigin reynslu af samskiptum við
bæði Jón Ásgeir og fyrirtækið.
Það er besti vitnisburðurinn sem
fyrirtækið hefur,“ segir Hreinn.
Hann segir alla áherslu vera lagða
á það hjá fyrirtækinu að halda
áfram sínu starfi eins og ekkert
hafi í skorist.
Hreinn segist ekkert umboð
hafa til að segja til um hvort Jón
Ásgeir muni gera opinberar
ákærur á hendur honum sjálfum,
eða öðrum tengdum fyrirtækinu,
til að eyða mögulegri óvissu
vegna þeirra og vísaði á Gest
Jónsson, lögmann Jóns Ásgeirs.
Gestur sagði birtingu ákærunnar
ekki standa til svo hann vissi. Jón
H. Snorrason, saksóknari og yfir-
maður efnahagsbrotadeildar Rík-
islögreglustjóra, er sagður í fríi út
vikuna að minnsta kosti.
olikr@frettabladid.is
INNBROT Í LEIKSKÓLA Í KEFLAVÍK
Fartölvu og stafrænni myndavél
var stolið úr leikskólanum Heið-
arseli í Keflavík. Ránið hefur
ekki verið upplýst ennþá en
leikskólinn hefur verið lokaður í
um tvær vikur á meðan iðnaðar-
menn vinna að viðgerðum á hon-
um.
RÓLEG HAMINGJA Í HÓLMAVÍK
Allar bæjarhátíðir landsins ættu
að vera eins og Hamingjudagar á
Hólmavík sem voru haldnir í
fyrsta sinn um helgina. Að sögn
lögreglunnar þurfti ekki að hafa
afskipti af einum einasta manni
og gestir hátíðarinnar skemmtu
sér konunglega. Þrátt fyrir að
töluverð umferð hafi verið út úr
bænum í lok helgar gekk hún
snurðulaust fyrir sig.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Skilur þú um hvað Baugsmálið
snýst?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að leyfa frumættleiðingar
samkynhneigðra?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
66%
34%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
HÖFUÐSTÖÐVAR KPMG Í BORGARTÚNI
Í tilkynningu endurskoðunarfyrirtækisins
KPMG kemur fram að það sé mat fyrirtæk-
isins að endurskoðendur Baugs hafi sinnt
starfsskyldum sínum í samræmi við lög.
KPMG ver sitt fólk:
Störfu›u lög-
um samkvæmt
ÁKÆRA KPMG Endurskoðun sendi í
gær frá sér yfirlýsingu vegna
ákæru Ríkislögreglustjóra á hendur
Önnu Þórðardóttur, starfsmanni
fyrirtækisins, í Baugsmálinu. Fram
kemur að henni sé gefið að sök að
hafa áritað ársreikninga Baugs hf.
fyrir árin 2000 og 2001 án fyrirvara,
en Ríkislögreglustjóri telji tilteknar
upplýsingar ekki hafa verið settar
fram í samræmi við lög.
„Hlutverk endurskoðenda er að
láta í ljós álit á því hvort reiknings-
skil gefi glögga mynd af afkomu og
efnahag. Það er mat KPMG að end-
urskoðendur Baugs hf. hafi sinnt
starfsskyldum sínum í samræmi við
lög. Álit KPMG er að áritun á fram-
angreinda ársreikninga Baugs hf.
hafi verið með eðlilegum hætti,“
segir í yfirlýsingunni. -óká
ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK Félag fasteignasala og fasteignasölueigendur greinir á. Félagið herjar
nú gegn svokölluðum skottusölum en fasteignasölueigendur segja vandann liggja í nýju
lögunum um fasteignasala.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
K
AR
LS
SO
N
AUGLÝSINGAPLAKAT VEGNA MÓTMÆL-
ANNA Ekki ætla allir að mótmæla komu
Bush til Kaupmannahafnar, einn hópur hef-
ur skipulagt göngu til stuðnings honum.
Somerfield Group PLC:
Verslanakeðjan Somerfield rekur 1.277
verslanir í Bretlandi undir merkjum
Somerfield-verslana og Kwik Save-stór-
markaða. Somerfield-verslanirnar
leggja áherslu á ferska matvöru, tilbú-
inn mat, eigin línu í matvöru og úrval
af víni. Kwik Save-stórmarkaðirnir eru
hins vegar lágvöruverslanir, en í Bret-
landi eru reknar 687 slíkar verslanir.
Hjá Somerfield Group starfa yfir 56
þúsund manns og árleg velta nemur
4,6 milljörðum sterlingspunda. Áætlað
er að í viku hverri heimsæki um 12,4
milljónir viðskiptavina verslanir
Somerfield Group. Saman deila
Somerfield og Kwik Save-verslanirnar
um 6,3 prósentum af breska matvöru-
markaðnum.
HREINN LOFTSSON
VÍNREKKI Í VERSLUN SOMERFIELD
Í stórmörkuðum Somerfield er boðið
upp á úrval vína, auk þess sem áhersla
er lögð á fersk matvæli.
VERSLUN SOMERFIELD Í AUSTUR-PECKHAM Baugur á í viðræðum um hlutdeild í frekari
kaupum á verslanakeðjunni Somerfield í Bretlandi. Breskir fjölmiðlar létu að því liggja um
helgina að ákæra á hendur Jóni Ásgeiri, forstjóra Baugs og fleirum, kynni að verða til að
fyrirtækið drægi sig í hlé, en því hefur Baugur vísað á bug.
M
YN
D
/S
O
M
ER
FI
EL
D
G
RO
U
P