Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 33
25ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2005 Kryddpían fyrrverandi Victoria Beckham bannaði eiginmanni sín- um, David, að fara út á lífið með rapparanum Snoop Dogg eftir Live 8 tónleikana sem voru haldn- ir í London um síðustu helgi. „Ég myndi aldrei leyfa mann- inum mínum að fara út með hon- um,“ sagði Victoria, sem hitti Snoop baksviðs. „Ég held að hann hafi ekki verið ánægður þegar ég kallaði hann Hr. Snoopy. En okkur kom mjög vel saman og mig hafði lengi langað til að hitta hann.“ David og Snoop hafa lengi ver- ið aðdáendur hvor annars og hafa meðal annars verið í góðu síma- sambandi. Á tónleikunum fengu þeir því kærkomið tækifæri til að hittast, enda báðir mjög uppteknir menn. Snoop, sem heldur tónleika í Egilshöll 17. júlí, var með hóp fylgdarfólks með sér baksviðs, eða 34 manneskjur, sem pössuðu upp á að það kæmist ekki hver sem er nálægt honum. ■ Beckham-hjónin hittu Snoop BECKHAM-HJÓNIN Victoria og David Beckham hittu rapparann Snoop Dogg á dögunum. Brad Pitt og Gwyneth Paltrow hittust á Live 8 tónleikunum í London þegar Pitt kom þar fram. Pitt og Paltrow voru par í Hollywood en hættu saman árið 1997 þegar þau voru nánast á leið upp að altarinu. Sambands- slitin fóru mjög illa í Paltrow sem brotnaði nánast niður. Það virtist þó ekki anda köldu þeirra milli þegar þau hittust á VIP svæðinu. Gwyneth hefur enda fundið hamingjuna á nýjan leik í örmum Chris Martin og á með honum dótturina Apple. Erfið- ara er hins vegar um að litast hjá Brad Pitt þar sem hann er nýskilinn við Jennifer Anniston og á víst að eiga í ástarsambandi við Angelinu Jolie. Brad Pitt var sannur herra- maður og kyssti Gwyneth á kinnina auk þess að vera kynnt- ur fyrir Apple. Chris Martin var þó víðsfjarri, því eftir að hafa komið fram í Hyde Park stökk hann upp í flugvél sem flutti hann og Coldplay til Skotlands þar sem þeir áttu að spila. ■ Renaldo „Obie“ Benson úr hljómsveitinni The Four Tops er látinn, 69 ára gamall. Benson lést á sjúkrahúsi í Detroit eftir að hafa greinst með lungnakrabba- mein. Þeir Levi Stubbs og Abel „Duke“ Fakir eru einu eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, því auk Benson lést Lawrence Payton árið 1997. Að sögn Fakir naut Benson hverrar stundar í lífi sínu. „Hann gat komið öllum til að brosa, þar á meðal mér,“ sagði hann. The Four Tops hefur selt 50 milljónir platna á ferli sínum með hjálp slagara á borð við „Reach Out (I'll Be There) og „I Can't Help Myself.“ Sveitin hóf störf á sjötta áratugnum undir nafninu The Four Aims og gerði útgáfusamning við Motown- plötufyrirtækið 1963. Benson var virkur meðlimur í sveitinni langt fram á sjötugsaldurinn og fór í fjölmargar tónleikaferðir. ■ THE FOUR TOPS Renaldo „Obie“ Benson er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í The Four Tops, þeim Levi Stubbs, Abdul „Duke“ Fakir og Lawrence Payton. Myndin var tekin í New York árið 1990. M YN D /A P Me›limur Four Tops látinn SCF Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. ***** svalasta mynd arsins ÞÞ FBL PALTROW OG APPLE Þær mæðgurnar voru mættar í Hyde Park til þess að hlusta meðal annars á Chris Martin og félaga í Coldplay. BRAD PITT Kom fram á Live 8 þar sem hann hvatti fólk til þess að leggja mál- staðnum lið. Hann rakst síðan á fyrrver- andi kærustu sína, Gwyneth, en vel fór á með þeim. Brad og Gwyneth hittast á n‡

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.