Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 14
Grundvallarmálin í Gleneagles Lei›togafundur sjö helstu i›nríkja heims og Rússlands hefst á morgun í Skotlandi. Málefni fátækustu ríkja heims ver›a í brennidepli en einnig ver›a a›ger›ir til a› sporna vi› hl‡nun jar›ar ræddar. Hverjar efndirnar svo ver›a á eftir a› koma í ljós. Upptakturinn að leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims og Rúss- lands hefur verið í lengra lagi og vakið nánast meiri athygli en sjálfur fundurinn. Á morgun koma leiðtogarnir hins vegar loksins saman í Gleneagles í Skotlandi og taka ákvarðanir sem gætu haft veruleg áhrif á líf stórs hluta heimsbyggðarinnar. Tvö mál verða í brennidepli: aðstoð við fátækustu ríki heims og hlýn- un jarðar. Samkomulag í sjónmáli Ráðamenn heimsins hefur hingað til greint á um orsakir hækkandi hitastigs jarðar og til hvaða að- gerða eigi að grípa til að snúa þeirri þróun við. Stór hluti iðn- ríkjanna hefur staðfest Kyoto- bókunina sem skuldbindur þau til að draga úr losun gróðuhúsaloft- tegunda en Bandaríkin eru ekki í þeim hópi. Á G8-fundinum hyggjast leið- togarnir ræða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum eftir að Kyoto-bókunin rennur út árið 2012. Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi þegar lýst því yfir að hann muni ekki skrifa undir samkomulag í svipuðum dúr og Kyoto-bókunina þá eru menn engu að síður nokkuð bjart- sýnir á að sátt náist á fundinum um aðgerðir til að sporna við hlýn- un jarðar. Undirbúningsfundir erindreka G8-ríkjanna stóðu yfir alla helg- ina um málið og hafði breska dag- blaðið Financial Times eftir ein- um þeirra að samkomulag hefði náðst um ályktunardrög sem allar líkur væru á að leiðtogarnir myndu síðan samþykkja.. „Í drög- unum er viðurkennt að bregðast verði við hlýnun jarðar og að um- svif okkar mannanna séu ein af orsökum hennar.“ Í drögunum eru Kínverjar og Indverjar hvattir til að standa sig betur í loftslagsmál- um. Í viðtali við bresku ITV-sjón- varpsstöðina tók Bush í svipaðan streng þar sem hann lýsti hækk- andi hitastigi jarðar sem „mikil- vægu vandamáli sem taka verður á“. Þessi ummæli eru athyglis- verð því fram til þessa hafa bandarísk stjórnvöld ekki talið fyrirliggjandi rannsóknir nægi- lega afdráttarlausar til að ástæða sé til að grípa til sérstakra að- gerða á grundvelli þeirra. Þótt Bandaríkjamenn vilji ekki gangast undir skuldbindingar um sértækar aðgerðir til að draga úr losun gróðuhúsaloftegunda sagði Bush að mikið kapp væri nú lagt á í Bandaríkjunum að þróa um- hverfisvænni orkugjafa, vetnis- bifreiðar og önnur svipuð úrræði sem drægju úr jarðeldsneytis- notkun þjóðarinnar. Ráðist gegn fátækt Málefni Afríkuríkja sunnan Sa- hara eru hins vegar sá liður fund- arins sem flestir munu fylgjast með. Live-8 tónleikarnir um helg- ina voru beinlínis haldnir til að vekja athygli á fátæktinni sem þessi lönd búa við og skora á leið- toga G8-ríkjanna að gera eitthvað í ástandinu. Það er einkum á þremur sviðum sem aðgerða er talið þörf: við að bæta aðgang fá- tæku landanna að mörkuðum, lækka eða fella niður skuldir þeirra og stórauka þróunaraðstoð. Flestir eru sammála um að verndartollar og niðurgreiðslur sem ríkari lönd heimsins beita enn miskunnarlaust standi efna- hagslífi þróunarlandanna veru- lega fyrir þrifum þar sem þau geta ekki selt útflutningsafurðir sínar með góðu móti. Bush sagði í viðtalinu á ITV í gær að hann væri til viðræðu um að hætta nið- urgreiðslum á bandarískum land- búnaðarvörum, en aðeins ef Evr- ópusambandið legði landbúnaðar- stefnu sína á hilluna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti sömuleiðis til að ESB hætti niðurgreiðslum á landbúnaðar- vörum í umræðum um fjárlög sambandsins á dögunum. Engu að síður verður að telja ólíklegt að niðurgreiðslum verði hætt, til þess er andstaða þjóða á borð við Frakka og Þjóðverja allt of mikil. Mikilvægur áfangi náðist í síð- asta mánuði við að draga úr fá- tækt þróunarlandanna þegar fjár- málaráðherrar G8-ríkjanna sam- þykktu að fella niður 2.600 millj- arða króna skuldir þeirra nítján ríkja sem verst eru stödd. Tals- menn hjálparsamtaka benda hins vegar á að 43 önnur ríki glími við alvarlegan skuldahala. Þeim verði einnig að hjálpa svo þau geti frek- ar einbeitt sér að því að bæta heil- brigði og menntun þegna sinna. Um þetta ríkir hins vegar ágrein- ingur og vitað er að Bandaríkja- menn eru ekki tilbúnir að fallast á slíka niðurfellingu skilmálalaust. Hvað beina fjárhagsaðstoð varðar hermir Financial Times að talsverðar líkur séu á að G8-ríkin muni á fundinum ná samkomulagi um að tvöfalda þróunaraðstoð sína á næstu fimm árum. Á síð- asta ári nam aðstoð helstu aðildar- ríkja Efnahags- og framfarastofn- unarinnar við þróunarlöndin rúm- um 5.000 milljörðum króna þannig að um umtalsverða fjár- muni er að ræða ef þessi góðu áform ná fram að ganga. Á hinn bóginn er líklegt að aðstoðin verði skilyrt verulega til að tryggja að fjármunirnir nýtist sem best en það gæti aftur leitt til að sumar þjóðir sem eru svo óheppnar að eiga spillta leiðtoga fá ekki neitt. Samkvæmt nýrri ársskýrslu Samein- uðu þjóðanna um eiturlyfjaneyslu í heiminum fjölgar eiturlyfjaneytend- um stöðugt. Kannabis er vinsælasta efnið en kókaín er í sókn í Evrópu. Þórarinn Tyrfingsson yfiræknir sjúkrahúss SÁA á Vogi segir að svip- uð þróun sé á Íslandi. Hvernig er þróunin á Íslandi? Það fer ekki milli mála að neysla ólöglegra vímuefna er að aukast. Til- fellum af neyslu ólöglegra vímuefna hefur fjölgað úr 300 árið 1985 upp í meira en 800 árið 2005. Kannabis- neysla hefur vaxið stöðugt frá 1996 og hefur aldrei verið meiri en und- anfarin tvö ár. Við höfum fylgt öðr- um Evrópuþjóðum í kókaínneyslu en um 1999 varð sprenging í kóka- ínneyslu á Íslandi. Síðan þá hefur neysla efnisins aukist hægt og ró- lega. Hvaða fíkniefni er mest notað á Íslandi? Það fer eftir aldri og ýmsu, en það sem mest er notað er kannabis. Ef skoðuð er neysla örvandi efna svo sem e-pillna, amfetamíns og kóka- íns annars vegar og kannabis hins vegar má samt vart sjá hvað er vin- sælast af þessu. 60 prósent eitur- lyfjaneytenda á milli tvítugs og þrí- tugs eru á örvandi efnum en kanna- bisnotkun er mun meiri meðal þeirra sem eru undir tvítugu. Hvernig er kókaínneyslan á Ís- landi? Kókaínneyslan hefur öðruvísi snið í Evrópu. Þegar þetta kom til Banda- ríkjanna voru þetta nýir kúnnar, fólk sem ekki hafði verið í eiturlyfjum áður. Í Evrópu er þetta mjög blönd- uð neysla. Fólkið hefur verið í neyslu áður í öðrum efnum. Það er gríðar- lega mikil þjóðsögn að þeir ríku séu í kókaíni. Kókaínneytendur eru ekki ríkir hér. Það fólk sem leitar til okkar vegna kókaínneyslu er ekki ríkt, það er ungt og varla komið inn á vinnu- markaðinn. ÞÓRARINN TYRFINGSSON Eykst stö›ugt FÍKNIEFNANEYSLA SPURT & SVARAÐ 14 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Fundur svonefndra G8-ríkja hefst í Gleneagles í Skotlandi á morgun en þar verða ýmis mikil- væg mál brotin til mergjar. Forsaga málsins? Félagsskapur helstu iðnríkja heims á rætur sínar að rekja til olíukreppu áttunda áratugar- ins en árið 1973 höfðu Bandaríkjamenn for- göngu um að kalla til sérfræðingafundar sex voldugustu ríkja Vesturlanda. 1975 hittust svo leiðtogar þessara ríkja í fyrsta sinn til að ræða um heimsins gagn og nauðsynjar og um svip- að leyti var farið að kalla hópinn Group of Six eða G6. 1976 bættist Kanada í hópinn og 1998 var Rússlandi boðið til viðræðnanna í fyrsta sinn. Síðustu árin hefur svo forseti framkvæmdastjórnar ESB verið áheyrnarfull- trúi á fundunum.Vera Rússa í þessum hópi er nokkuð athyglisverð því þeir eru ekki í hópi átta helstu iðnríkja heims, rússneska hagkerf- ið er það sextánda stærsta í heiminum. Hins vegar er kínverska hagkerfið það sjötta stærsta í heiminum en samt er Kínverjum ekki boðið í klúbbinn. Raunar skýtur það skökku við að á samkomu þar sem örlög heilu heimsálfanna eru ákveðin eigi Afríka eða Suður-Afríka enga fulltrúa. Hvað ræða menn? Upphaflega snerust G6-fundirnir einöngu um efnahags- og viðskiptamál en undir 1980 komast stjórnmál jafnframt á dagskrána. G8- ríkin geta sett sér sameiginleg markmið og stefnu en það er hverju aðildarríkjanna í sjálfsvald sett hvort það fylgi þeim. G8-klúbburinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera hagsmunagæslusamtök ríkustu þjóða heims sem vinna að því leynt og ljóst að bæta sinn hag á kostnað fátæku ríkjanna. Benda gagnrýnend- urnir iðulega á nei- kvæðar hliðar hnattvæðingar máli sínu til stuðnings. Mikill mótmæli hafa verið höfð í frammi á síðustu árum við fundi G8-ríkjanna og hafa þau oft endað með eignaspjöllum og meiðslum á saklausum borgur- um. Þannig fór allt í bál og brand á G8-fundin- um í Genúa á Ítalíu 2001. Næstum öll helstu i›nríki heims FBL. GREINING: G8-RÍKIN fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ INNFLUTNINGUR Í MAÍ Heimild: Hagstofan 2004 2005 17 ,2 33 m il lj ar ða r 23 ,9 60 m il lj ar ða r Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 Ti lboðsverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.43 KRÖPP KJÖR Vonast er til að leiðtogar iðnríkjanna átta muni komast að samkomulagi um að aðstoða fátækustu ríki heims við að komast út úr þeim ógöngum sem þau virðast föst í. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LEIÐTOGAFUNDUR G8-RÍKJANNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.