Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 32
24 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Mér finnst
grænmeti vont
og ávextir enn
verri. Það tekur
mig sennilega
svona hálft ár
að ná þeim
fimm skömmt-
um af ávöxtum
sem fólk á að
borða á dag.
Þessi matvendni þykir ekki smart,
nú á tímum heilsuræktaræðisins,
og hef ég gert margar atrennur að
grænmetis- og ávaxtaskúffunni en
ávallt lotið í lægra haldi – með
óbragð í munninum. Þrátt fyrir að
vera alin upp á heimili þar sem
alltaf var boðið upp á salat með
matnum, þá er bara eitthvað við
þennan hluta matarpíramídans
sem bragðlaukarnir mínir geta
ekki sætt sig við. Það er lýsisbragð
af gúrkum og tómatarnir eru beisk-
ir og slepjulegir. Mér hefur aldrei
tekist að klára heila appelsínu eða
heilan banana og flest er þetta svo
súrt að ég hristist þegar ég reyni
að koma því niður.
Miðað við afrek mín á ávaxtaáti
held ég að mér sé ekki viðbjarg-
andi hvað þá varðar. Hins vegar sá
ég þó eitt sinn vonarglætu með
grænmetið en hún var fljótt aftur
tekin. Þá var ég stödd á grískri
eyju, fékk að smakka grískt salat
og var himinlifandi að komast að
því að mér fannst það gott. Það var
allt annað bragð af kálinu og tómöt-
unum en heima á Íslandi og fljót-
lega fór ég að panta mér salat í öll
mál. Eftir nokkurra dag át fór mér
þó að líða hálfskringilega. Munnur-
inn á mér bólgnaði upp og ég gat
ekki hreyft tunguna. Það var auð-
vitað hringt á næturlækni og eftir
að hafa skoðað mig skamma stund
sagði hann: „já, þú er með ofnæmi
fyrir einhverju grænmeti eða
ávexti. Sennilega tómötum.“ Það
var einmitt það, og þar með lauk
því ævintýri.
Nú hef ég ágætis afsökun þegar
ég afþakka salat í matarboðum en
ætla samt ekki að gefast upp í
stríði mínu við þetta heilsufæði. Sá
dagur mun koma að ég get fengið
mér epli án þess að halda niðrí mér
andanum og banana án þess að
kúgast.
STUÐ MILLI STRÍÐA
SÓLEY KALDAL ÞARF AÐ FINNA SINN INNRI GRASBÍT.
Sættist ekki við grænmeti og ávexti
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Bbbbrrrrrruuu!
Yfir hverju ert þú að kvarta!?!
Þú ert í vetrarfeldi!
Ég týndi vettlingun-
um mínum.
Ugla sat á kvisti,
átti börn og
missti, eitt tvö
þrjú og það
varst þú!
Mamma-sagði-mér-að-
velja-það-sem-mér-
finnst-best-og-það-er-
þetta-eða-kannski-
þetta-ég-veit-ekki-
hvort-ég-vil-því-bæði-
er-gott-og-ég...
Mér heyrist að Solla
hafi erft bæði rauða
háralitinn OG ákvörð-
unar-hæfileika
föður síns.
Hvað finnst þér? Ætti ég
að vera með brúna bindið
eða brúnleita bindið?
Ég ætla bara að
fara og púðra á
mér nefið.
Tími til að sparsla í
götin!
Þér veitti nú ekki af smá
sparsli núna!
Ég get svo svarið það.
Eins gott að ég hleypi
þessum ekki út á
almannafæri.
Hver er
að sjóða
kál?
Miðasala í Skífunni,
á event.is og í 575-1522