Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 16
Egill sparkaði í gítarleikara Stuðmanna Samtök atvinnulífsins og aðrir málsmetandi í þjóðfélaginu eru alltaf að segja okkur, þessum elskum, að jafnrétti ríki á vinnu- markaði. Launamunurinn sem er ein- hvers staðar á bilinu 15 -30 % eftir því hvar og hvernig er mælt, er eðlilegur vegna þess að karlar eru í betri störfum, vinna lengur, fá. fleiri bitlinga og þar fram eftir götunum. Kemur kynferði ekkert við, segja máls- metandi. Við, þessar elskur, reynum að andæfa. Við höfum jafn góða menntun, við erum til taks, okkur er bara ekki boðið til leiks. Byrjar þetta nú einu sinni enn, hugsa einhverjir. Eru kerl- ingar ekki nýbúnar að koma að formanni í öðrum stóra stjórn- málaflokknum? Eru konur ekki í öllum stjórnunarstöðum hjá borginni, þar sem sú, sem nú er formaður, réð ríkjum? Er ekki búið að búa svo um hnútana að hæfileikaríkur karlpeningur undir fertugu, og jafnvel eldri, á sér ekki viðreisnar von af því að allt gengur út á konur? Þetta segja sumir. Því miður er ekkert til í þessu. Karlremban ræður ríkjum! Hún birtist á margvíslegan hátt, stundum halda menn að þeir séu skemmtilegir (hlægilegir, fyndnir), stundum er karlremb- an lævís, stundum yfirþyrmandi og óþolandi. Hún birtist í sjón- varpinu á fimmtudaginn var í einhverju sem átti líklega að vera góðlátlegt grín. Ríkisfréttastofan kynnti gesti Kastljóssins sem „tvær ljóskur“. Gestirnir voru viðskiptaráð- herrann og formaður eins stjórnmálaflokkanna í okkar ágæta landi, sem auðvitað skipt- ir ekki máli, því svona á ekki að kynna neina konu fremur en karla sem feitabollur eða bullu- kolla. Við sem fyrtumst við svona gríni erum líklegast álit- in, dæmd, skráð sem húmors- lausar leiðindaskjóður. Ég lýsi því hér með yfir að ég ætla að vera húmorslaus leiðindaskjóða fram í andlátið – ég vona að ég verði mjög gömul og mjög óþol- andi. Ríkissjónvarpið á að biðj- ast afsökunar – opinberlega – á hallærisbröndurum af þessu tagi. Ekki síst í ljósi þess að ekki er hægt að sýna vanþóknun sína á kímnigáfunni með því að segja fjölmiðlinum upp. En kannski er það einmitt þess vegna sem fréttastofan heldur að nægilegt sé að hún skammist sín í hljóði. Yfir í allt aðra sálma en ekki síður alvarlega. Baugsmönnum svokölluðum var birt ákæra í, að því er mér skilst, 40 liðum nú fyrir helgina. Þetta mál er allt hið einkenni- legasta og alvarlegasta. Gamla establísmentið hefur haldið því fram að þessir athafnamenn séu ruplarar og ræningjar og nú hafa þeir verið ákærðir sem slíkir. Rannsóknin hefur tekið óralangan tíma sem bendir til að málið sé mjög umfangsmikið. Þessi langi tími hefur þó einnig leitt til þess að kvittir hafa kom- ið upp um að velta hafi þurft við mörgum steinum til þess að „finna eitthvað“ á mennina. Von- andi er það ekki rétt því við verðum að geta treyst því að lögregluyfirvöld leggi ekki fólk í einelti. Margt virðist öðruvísi í þessu máli en oftast gerist. Í sjón- varpsviðtali fyrir helgina lýsti sá er fyrstur kærði því hvernig lögfræðingur hans tók upp sím- tólið og hringdi í saksóknara fyrir næstum þremur árum síð- an og kærði þrjótana fyrir ólög- legt athæfi. Lögreglan brást skjótt við og gerði húsrannsókn. Menn sem hafa svo góða lögfræðinga eru ekki á flæðiskeri staddir. Ekki verður annað en dáðst að rétt- lætiskennd þessa manns sem að eigin sögn fannst ekki nóg að fá sjálfur bætt það tjón og/eða þau rangindi sem hann hafði orðið fyrir, heldur lagði hann út á braut sem honum hafði verið sagt að yrði löng og erfið til að þjóðin öll nyti góðs af. Við hljót- um að þakka honum fyrir að hafa lagt þetta á sig. Málarekstur þessi hvílir eins og mara á borgurunum því hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá hafa vaknað grun- semdir um að ekki sé allt með felldu í honum. Þeim grunsemd- um þarf að eyða, ekki vegna pólitíkusanna í landinu heldur vegna okkar, fólksins. Þess vegna liggur mikið við að dómstólarnir afgreiði málið á eins skömmum tíma og nokkur er kostur. ■ Heimsbyggðin beinir sjónum sínum til Arnardals í Skotlandi en þar setjast forystumenn helstu iðnríkja heims á rökstóla á morgun. Ekki er að vænta þaðan stórtíðinda af mengunarvörn- um enda löngu ljóst að bandaríska hagkerfið þolir ekki frekari takmarkanir á sóðaskap sínum. Þess þá heldur að ráðamennirn- ir hafi tíma til að tala um fátækt í heiminum sem þeir bera sjálf- ir mikla ábyrgð á. Það nægir í þessum efnum að vitna til merkilegrar skýrslu sem alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam sendu frá sér fyrir nokkrum misserum en þar eru samskipti ríkra þjóða og fá- tækra á undanliðnum áratugum brotin til mergjar. Skýrslan sýnir að peningaveldin hafa verið á miklum villigötum í efna- hagslegum stuðningi sínum við þróunarríki. Niðurstaða Oxfam er að þróunaraðstoðin hafi miklu fremur skaðað fátæk ríki en hjálpað þeim. Aðstoðin hafi í reynd breikkað bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum. Oxfam eru alþjóðasamtök sem beita sér einkum á sviði neyð- arhjálpar og hafa lagt sérstaka áherslu á að verða fólki á fátæk- ustu svæðum heims úti um hreint vatn. Þau eru upprunnin í Englandi og rækja starf sitt í meira en 80 löndum. Starfsemi þeirra nýtur hvarvetna virðingar og það er eftir því tekið hvað helstu ráðamenn Oxfam hafa að segja um samskipti ríkra þjóða og fátækra. Í téðri skýrslu samtakanna eru efnuðustu iðnaðar- þjóðirnar gagnrýndar harðlega fyrir að setja alls kyns innflutn- ingshömlur á vörur frá þróunarríkjunum. Þar segir jafnframt að ríku þjóðirnar styðji útflutning á eigin framleiðsluvörum með niðurgreiðslum og styrkjum. Þá fá alþjóðabankar að finna til tevatnsins en þeir eru sagðir setja fátæku þjóðunum ófrá- víkjanleg skilyrði fyrir lánum og styrkjum. Í raun og veru kæri þessir bankar sig ekki um umsóknir efnaminnstu ríkja heims. Í skýrslunni eru stjórnvöld í Evrópusambandinu, Bandaríkj- unum og Kanada borin þungum sökum. Þau eru sögð styrkja landbúnað verulega og selja búvörur á markaði fyrir sem svar- ar tvo þriðju af framleiðslukostnaði. Þá samkeppni standist landbúnaður fátæku ríkjanna ekki. Þar við bætist að þróunar- hjálp hinna ríku felist í því að gefa þeim fátæku af offram- leiðslu sinni. Með því sé tvennt tryggt: útflutningur fátæku ríkjanna sé vonlaus og heimamarkaður þeirra jafnframt lagður í rúst. Skýrslan sýnir ljótan leik þar sem aðstöðumunar er neytt svo um munar. Hún sýnir viðskiptasiðferði á afar lágu plani og framferði sem fer á svig við alþjóðalög. Fátæku löndin hafa vitaskuld enga möguleika á að setja á viðskiptahömlur eins og iðnríkin gera til að vernda hagsmuni sinna framleiðenda. Á sama tíma verða þau hins vegar að búa við galopið markaðs- kerfi og virða frjálsa samkeppni að kröfu alþjóðabankanna sem keppinautarnir í iðnríkjunum koma sér hjá með ýmsu móti. Öðru fremur opinberar Oxfam-skýrslan aumkunarverða tvö- feldni í þróunaraðstoð í heiminum. Viðskiptahömlur sem þróun- arríki mæta á Vesturlöndum eru fjórum sinnum hærri en gilda milli efnaðra ríkja og kosta þróunarríkin helmingi meira en þau þiggja í þróunaraðstoð. Þetta er stórmannlegt, eða hitt þó held- ur. Aðstoð efnuðu ríkjanna aðstoðar mest og best þau sjálf. ■ 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Það ríkir aumkunarverð tvöfeldni í þróunaraðstoð í heiminum. Fátækt af völdum ríku fljó›anna FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG LAUNAJAFNRÉTTI OG BAUGSMÁL VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Málarekstur flessi hvílir eins og mara á borgurunum flví hvort sem mönnum líkar betur e›a verr flá hafa vakna› grun- semdir um a› ekki sé allt me› felldu í honum. Um ljóskur og réttvísi Ekki áberandi Það hefur ekki farið mikið fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur eftir að hún var í vor kjörin formaður Samfylkingarinnar. Vantar þó ekki að ýmis stór mál hafa komið upp sem ættu að skapa stjórnmálaforingja tækifæri til að láta í sér heyra og marka sér sér- stöðu. Líklega hefur hún tekið þann pól í hæðina að fara hægt og varlega af stað. Það má líka teljast skynsamlegt; sagan sýnir að upphlaupsstefna er ekki alltaf besta leiðin til ávinnings í stjórnmálum. Það er ekki mikilvægast að vera stöðugt í sviðsljósinu: mikilvægara er að hafa eitthvað fram að færa. Það er list sem til dæmis Davíð Oddsson kann öðrum stjórnmálamönnum betur. Byggja brú? Undantekning frá þessari þögn er langt viðtal við Ingibjörgu Sól- rúnu í Viðskiptablaðinu á föstudaginn. Það er Ólafur Teitur Guðnason sem talar við hana og vekur athygli að það er ekk- ert verið að sauma að henni eða reynt að finna snögga bletti í anda þeirrar pólitísku blaðamennsku sem Ólafur Teit- ur er gjarnan tengdur við. Frekar eins og þetta sé skref í þá átt að reyna að byggja brú yfir til Samfylkingarinnar frá aðilum í viðskiptalífinu sem tengdir eru Sjálfstæðisflokknum og þreyttir eru orðnir á Framsóknarflokknum, eða sjá fyrir sér að núverandi stjórn muni ekki hafa nægilegan þingstyrk til að halda áfram eftir næstu alþingiskosningar. Frjálshyggja Haldi einhver að Samfylk- ingin ætli að afnema það frjálsræði í viðskiptum sem núverandi ríkisstjórn hefur skapað er það misskilningur. Ef eitthvað er sýnist formaður Samfylking- arinnar enn meiri frjálshyggjumaður en Davíð, Geir, Halldór og Valgerður. Ingi- björg Sólrún talar eins og hún sé ný- komin af námskeiði hjá Hannesi Hólm- steini. Hún segir að það sé „röng hugs- un“ að stjórnvöld eigi að skaffa einhver úrræði þegar stóriðjuframkvæmdum lýk- ur eftir tvö ár. „Við eigum auðvitað að sinna stefnumótum og hafa skýra fram- tíðarsýn en ég held að atvinnulífið, ein- staklingarnir og fyrirtækin, séu alveg þess umkomin að skapa ný tækifæri ef umgjörðin er í lagi; ef hér væri stöðug- leiki í gengismálum, ef hér væru lægri vextir og almennur stöðugleiki í efna- hagslífinu. ... Ríkið á að reyna að tryggja þetta umhverfi og einnig að huga að grunngerð samfélagsins og almennum leikreglum.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.