Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
65,55 65,87
115,28 115,84
78,22 78,44
10,465 10,527
9,897 9,955
8,23 8,278
0,5877 0,5911
94,71 95,27
GENGI GJALDMIÐLA 04.07.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
110,02 -0,145%
4 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Fíkniefnasali í gæsluvarðhaldi fram í miðjan mánuðinn:
Fundu eiturlyf, umbú›ir og búna›
LÖGREGLA Lögregla fann þrjú kíló af
hassi og 400 grömm af amfetamíni
við húsleit á lögheimili manns í
Reykjavík síðasta þriðjudag. Þá
fundust fyrr um morguninn ætluð
íblöndunarefni, umbúðir og búnað-
ur sem lögregla ætlar að notaður
hafi verið til að pakka fíkniefnum á
dvalarstað mannsins.
Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Reykjavík, staðfest-
ir að farið hafi verið fram á gæslu-
varðhald yfir manninum síðasta
miðvikudag en það rennur út mið-
vikudaginn 13. júní. „Málið er í
rannsókn og lítið hægt að segja um
það meira að svo komnu máli,“
sagði Ásgeir þegar hann var spurð-
ur hvort fleiri væru viðriðnir málið.
Í gæsluvarðahaldsbeiðninni kemur
fram að fyrir liggi öflun frekari
gagna sem varpað gætu ljósi á
meinta vitorðsmenn mannsins. Brot
hans þykir alvarlegt.
Maðurinn kærði gæsluvarð-
haldsúrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur, en Hæstiréttur staðfesti úr-
skurðinn á föstudag. Hann hefur
viðurkennt vörslu á hluta af efnun-
um sem fundust, en kannast ekki
við önnur. -óká
Bei› bana í bílslysi í Grímsnesi
Ökuma›ur pallbíls lést eftir árekstur vi› rútu á gatnamótum vi› Minni-Borg í Grímsnesi í gærdag.
Rúmlega fjörutíu farflegar voru í rútunni, auk ökumanns og lei›sögumanns. firír voru fluttir líti› slasa›ir
á slysadeild í Reykjavík en ö›rum var sinnt á Selfossi.
BANASLYS Eldri maður lést í
árekstri pallbíls og rútu við
Minni-Borg í Grímsnesi laust eft-
ir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír
farþegar rútunnar meiddust og
voru fluttir á slysadeild Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss í Reyka-
vík til skoðunar. Maðurinn sem
lést ók pallbílnum og var einn á
ferð. Talið er að hann hafi látist
samstundis.
Í tilkynningu lögreglunnar á
Selfossi kemur fram að í rútunni
hafi verið 42 farþegar auk öku-
manns og leiðsögumanns. Lög-
regla taldi meiðsli farþeganna
ekki alvarleg, en þeir sem ekki
voru fluttir til Reykjavíkur strax
fengu aðhlynningu, fyrst á sjúkra-
húsi á Selfossi og síðan í Reykja-
vík. Lögreglu- og sjúkraflutninga-
menn frá Selfossi fóru á vettvang
ásamt fjölmennu liði lækna frá
Sjúkrahúsi Selfoss. Einnig var
lögreglubifreiðum frá Kópavogi
og Hvolsvelli stefnt að vettvangi,
segir í tilkynningu lögreglu, og
einnig var kölluð út þyrla Land-
helgisgæslunnar en hún var fljót-
lega afturkölluð.
Tildrög slyssins eru í rannsókn
lögreglu, en á vettvangi báru far-
þegar rútunnar að ökumaður pall-
bílsins hafi ekki tekið eftir rút-
unni þar sem hann ók inn á Bisk-
upstungnaveg í veg fyrir hana.
Við áreksturinn kastaðist maður-
inn út úr bílnum.
Að sögn Herdísar Sigurjóns-
dóttur, neyðarvarnarfulltrúa hjá
Rauða krossi Íslands, var lið frá
Rauða krossinum sent á vettvang
vegna árekstur rútunnar og pall-
bílsins. Hún stjórnaði aðgerðum
Rauða krossins í samhæfingar-
miðstöð sem sett var upp vegna
slyssins. „Við veitum sálrænan
stuðning eins og Rauði krossinn
veitir alltaf,“ sagði Herdís.
olikr@frettabladid.is
annat@frettabladid.is
Lögregla:
Margir óku
of hratt
UMFERÐ „Það voru um 60 aðilar
teknir fyrir of hraðan akstur um
síðustu helgi. Annars dró veður
og mikil umferð úr hraðanum en
samt tókum við einn á 139 km
hraða,“ segir Hilmar Hilmars-
son, lögreglumaður á Blönduósi.
„Við tókum 26 aðila fyrir of
hraðan akstur um helgina og sá
sem ók hraðast var á 128 km
hraða,“ segir Theodór Þórðar-
son, yfirlögregluþjónn í Borgar-
nesi.
„Um helgina voru 70 teknir
fyrir of hraðan akstur sem er
óvenjuhá tala,“ segir Sigurður
Sigurðsson, varðstjóri lögregl-
unnar á Akureyri. -íös
Landbúnaðarstofnun:
Tuttugu og flrír
umsækjendur
UMSÓKNIR 23 sóttu um starf for-
stjóra Landbúnaðarstofnunar
áður en frestur til þess rann út
21. júní síðastliðinn. Forstjórinn
á að taka til starfa 1. ágúst næst-
komandi.
Landbúnaðarstofnun tekur til
starfa samkvæmt nýjum lögum
1. janúar 2006, en hún sameinar
stofnanir, embætti og verkefni á
sviði stjórnsýslu og eftirlits inn-
an landbúnaðarins í eina stofn-
un. ■
Landsmót skáta:
Orka jar›ar
SKÁTAR Landsmót skáta 2005 fer
fram á Úlfljótsvatni 19. til 26. júlí
næstkomandi en það er haldið
þriðja hvert ár. Landsmótið er ein
stærsta útisamkoma sem haldin
er á Íslandi og búast skipuleggj-
endur mótsins við um 4-5.000
manns alla vikuna.
Þema Landsmótsins er „Orka
jarðar“ og vísar það í orkuna
innra með skátum sem og í um-
hverfi þeirra. Útvarp, blað, ráð-
hús, sjúkrahús, öryggisgæsla og
verslun eru meðal þess sem starf-
rækt verður á Úlfljótsvatni yfir
mótsdagana og verður fjölbreytt
dagsskrá fyrir gesti. Mótið er
einkum ætlað skátum frá 11 til 18
ára en einnig er búist við ylfing-
um (9 til 10 ára), eldri skátum og
fjölskyldum. -rsg
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
LÖGREGLUFRÉTTIR
VEÐRIÐ Í DAG
M
YN
D
/E
G
IL
L
B
JA
R
N
AS
O
N
HASSMOLI Maður sem grunaður er um
sölu og dreifingu fíkniefna í Reykjavík situr
nú í gæsluvarðhaldi. Í húsakynnum
mannsins fundust þrjú kíló af hassi og 400
grömm af amfetamíni.
Á VETTVANGI VIÐ MINNI-BORG Rúta með fjölda ferðamanna endaði utan vegar eftir árekstur við pallbíl á gatnamótum við Minni-Borg í Grímsnesi í gær. Lögreglu barst tilkynning um
áreksturinn klukkan 13.42 og var viðbúnaður mikill vegna slyssins.
ILLA FARINN PALLBÍLL Við áreksturinn
kastaðist ökumaður pallbílsins út úr bíl sín-
um. Hann var einn á ferð og er talið að
hann hafi látist samstundis, að því er fram
kemur í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi.
M
YN
D
/E
G
IL
L
B
JA
R
N
AS
O
N
SAMEIGINLEGT EFTIRLIT Í ÖXNA-
DAL Sjö voru teknir fyrir of hrað-
an akstur í Öxnadal um helgina.
Þar var mikil umferð, sérstak-
lega á sunnudaginn, sem gekk
annars áfallalaust. Lögregluem-
bættin á Dalvík og Ólafsfirði
stóðu sameiginlega að umferðar-
eftirlitinu.