Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.07.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 05.07.2005, Qupperneq 35
Grohl vill flytja út íslenska brennivíni› Rokkararnir í Foo Fighters og Queens of the Stone Age eru komnir til landsins og héldu blaðamannafund á 1919 Hótel í gær. Hljómsveitirnar spila saman í kvöld í Egilshöllinni á tónlistar- hátíðinni Reykjavík Rocks. Hljómsveitameðlimirnir eru góðir vinir og því mátti búast við að léttur andi svifi yfir vötnum sem varð og raunin. Þeir göntuð- ust sín á milli á meðan þeir svör- uðu spurningum blaðamanna eftir bestu getu. Þeir létu reyndar bíða aðeins eftir sér, eins og sönnum rokkur- um sæmir. Tveir hljómsveitar- meðlimir úr Queens of the Stone Age komu reyndar aðeins fram í sal en voru fljótir að láta sig hverfa með spurningunni: „Hvar er barinn?“ Þeir komu loks, allir sem einn, og ljóst að vel lá á þeim. Homme og Grohl voru þó augljóslega í sviðsljósinu. Þegar þeir höfðu komið sér vel fyrir sagði Grohl fé- lögum sínum frá því að það væru litlar flöskur með íslensku brenni- víni á minibarnum uppi á her- bergi. Josh Homme var fyrstur fyrir svörum þegar hann var inntur eftir því hvernig hans fyrstu kynni af landinu væru. „Við vor- um mjög spenntir því við vissum ekki við hverju var að búast,“ sagði Homme sem keðjureykti allan fundinn og líkti landslaginu við tunglið. Hann sagðist reikna með því að þeir myndu spila sitt lítið af hvoru og þegar upplýst varð að Queens of the Stone Age myndi fá um einn og hálfan tíma á sviðinu sagðist Homme geta lofað þéttri dagskrá. Eins og áður segir eru meðlim- ir Queens of the Stone Age og Foo Fighters miklir vinir innbyrðis og það er meðal annars ein af ástæð- um þess að þeir ferðast svona mikið saman. „Við verðum að hafa eitthvað til þess að deila hvor með öðrum,“ sagði Tyler Hawkins, trommuleikari Foo Fighters. „Geta átt eitthvað sameiginlegt þegar við erum orðnir gamlir menn,“ útskýrði hann. „Ég nenni ekki alltaf að vera að hringja í fé- laga mína og segja þeim frá öllum þessum frábæru stöðum sem ég hef verið á,“ bætti Grohl við sem í kjölfarið rifjaði upp sína fyrstu heimsókn hingað til lands. „Það var besti dagurinn í öllu ferðalag- inu,“ sagði hann og útskýrir að þá hafi þeir einungis haft einn dag hér á landi en nú fái þeir þrjá. „Við gerðum helling af svona ferðamannahlutum þá,“ sagði hann. Mikil spenna hefur myndast í kringum lag Queens of the Stone Age, No one Knows, sem varð gríðarlega vinsælt á sínum tíma. Ástæðan er sú að Dave Grohl spil- aði á trommurnar í því lagi. Grohl gaf ekkert út hvort hann myndi spila í því lagi á tónleikunum í kvöld. Það yrði bara að koma í ljós. Í kjölfarið gerði Grohl að um- talsefni aðdáun sína á íslensku brennivíni. „Ég get hvergi fengið þetta erlendis svo að ég panta þetta af netinu, tíu flöskur eða svo. Held síðan partí og gef vinum mínum þetta að drekka. Mig lang- ar til þess að flytja þetta út til Bandaríkjanna,“ sagði Grohl. „Er kominn með hugmyndir að aug- lýsingum,“ útskýrði hann og lék eina við mikla kátínu viðstaddra. freyrgigja@frettabladid.is DAVE GROHL Langar til þess að flytja út íslenska brennivínið. Var kominn með hug- myndir að auglýsingum og markaðssetn- ingu. JOSH HOMME Sagðist geta lofað aðdá- endum sínum þéttri dagskrá. TROMMUSPIL Dave Grohl spilaði á litla trommusettið sem er í þættinum „Strákarnir“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.