Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2005 13 LEIÐRÉTTING Ferðataskan í sumar Léttur öllari Besti ferðafélaginn Fékk mánaðardóm: Bar›i ni›ur bílstjóra DÓMSTÓLAR 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í mánaðarfang- elsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað snemma á laugardagsmorgni í febrúar í fyrra. Ungi maðurinn sló niður sér sjö árum eldri mann og veittist að hon- um með spörkum. Hann játaði, en taldi fórnarlambið bera sök að hluta með því að hafa ekið sendi- bifreið utan í félaga sinn. Annar fé- lagi sparkaði þá í bílinn og bílstjór- inn vatt sér út reiður. Hann sagði félaga árásarmannsins hafa í leik- araskap kastað sér á bílinn. Dómurinn, sem er skilorðsbund- inn í tvö ár, var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjaness. -óká Júní var óvenju vætusamur á Akureyri: Mesta úrkoma í flrjá áratugi VEÐUR 33 ár eru síðan Akureyringar máttu þola vætusamari júnímánuð en þann sem er nýliðinn. Úrkoman mældist 55 millímetrar í síðasta mánuði og er það tvöfalt meira en meðalúrkoman á þessum árstíma. Fara þarf aftur til ársins 1972 til að finna dæmi um meiri úrkomu á Ak- ureyri í júní, þá var úrkoman 112 millímetrar. „Það er búið að blóta veðrinu töluvert á mínu svæði,“ segir Gest- ur Einar Jónasson, útvarpsmaður á Akureyri og mikill áhugamaður um veður. Hann segir þó þann kost við rigninguna að bæði hafi allt verið orðið skraufaþurrt og því gott að fá rigningu og hitt að þó rigningin á Akureyri sé jafn blaut og annars staðar komi hún beint niður. Athygli vekur að þessi óvenju mikla rigning á Akureyri er aðeins rétt rúmlega í meðaltali þess sem Reykvíkingar eiga venjast. „Það er vont að bera þetta saman við Reykjavík, það mikla rigningar- bæli,“ segir Gestur Einar og hlær. Reykvíkingar fengu þó heldur betra veður í júní en Akureyringar, meðalhiti í Reykjavík var 10,5 gráður, það er hálfri annarri gráðu meira en í meðallagi og einni gráðu heitara en á Akureyri í síðasta mánuði. -bþg Í fyrirsögn í blaðinu í gær sagði að fasteignasalar ætluðu í mál gegn ríkinu. Það er ekki rétt. Það eru eigendur fasteignasalna, menn sem ekki eru löggiltir fast- eignasalar. CAFÉ AMOR Þolmiklir næturhrafnar og árrisulir morgunhanar geta gengið að opn- um dyrum skemmtistaða á Akureyri til klukkan 6 að morgni um verslunarmanna- helgina. Verslunarmannahelgin: Opi› fram á morgun AKUREYRI Að ósk átta skemmti- staða á Akureyri hefur bæjarráð heimilað þeim rýmri opnunartíma um komandi verslunarmanna- helgi. Mega allir skemmtistaðirn- ir hafa opið til klukkan 2 aðfara- nótt föstudags en aðfaranætur laugardags, sunnudags og mánu- dags mega þrír skemmtistaðir hafa opið til klukkan 4, tveir til klukkan 5 og tveir til klukkan 6 að morgni. Samkvæmt samþykkt bæjar- ráðs eiga forsvarsmenn skemmti- staðanna að koma sér saman um hvernig breytilegur opnunartími færist innbyrðis á milli staðanna. kk SÓLHEIMAKIRKJA Í samræmi við stefnu Sólheima var áhersla lögð á vistvæn efni í byggingu kirkjunnar, en meðal annars er límtré og rekaviður í kirkjunni og eru vegg- ir með torfhleðslu að utan. Langþráð kirkja: Sólheima- kirkja víg› KIRKJUVÍGSLA Sólheimakirkja í Grímsnesi var vígð á sunnudag en bygging hennar hófst í ágúst 2002. Kirkjan er eign Sólheima og var skuldlaus á vígsludegi, en hún var fjármögnuð af styrktarsjóði Sól- heima og peningagjöfum einstak- linga og fyrirtækja. Séra Helga Helena Sturlaugsdóttir var ráðin prestur kirkjunnar í nóvember 2004 sem tilheyrir Mosfellssókn. Arkitekt Sólheimakirkju er Árni Friðriksson og rúmar hún 168 manns í sæti. UNNIÐ Í RIGNINGU Á Akureyri rigndi tvöfalt meira en í meðaljúnímánuði. Í Reykjavík var rigningin undir meðaltali.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.