Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 5. júlí, 186. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.14 13.32 23.49 AKUREYRI 2.14 13.17 00.16 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Davíð Smári Harðarson, Idol-stjarna og tónlistarmaður, hefur tekið sig rækilega í gegn síðan Idol-keppninni lauk og hefur svo sannarlega breytt um lífsstíl. „Ég byrjaði í heilsuátaki fyrir um það bil þremur mánuðum. Ég tek þetta rólega enda vil ég ekki grennast of mikið á skömmum tíma. Þá bæti ég öllum kílóun- um bara strax aftur á mig og meiru til. Ég reyni að fara tvisvar á dag en hef ekki komist mikið vegna plötunnar sem ég var að gefa út,“ segir Davíð Smári. „Ég hjóla mikið í ræktinni. Síðan á frændi minn Fitness Sport-verslanirnar þannig að ég hitti hann mjög mikið í ræktinni og við lyftum saman. Ég er að reyna að styrkja mig, byggja mig upp og tálga af mér í leiðinni. Ég er búinn að missa sextán til sautján kíló og það er vissulega þægilegra. En ég ætla að missa tuttugu í viðbót og ná mér niður í sama form og pabbi gamli var í – niður í tveggja stafa tölu,“ segir Davíð Smári en hann hlýtur að þurfa að endurnýja fata- skápinn í hverjum mánuði. „Já, það ligg- ur við því en ég ræð við það.“ Davíð Smári spáir ekki of mikið í mataræðið en hefur samt tekið sig tals- vert á í því. Áður en ég fer í ræktina á morgnana þá borða ég ekkert. Þegar ég er búinn fæ ég mér skyr og síðan kjúkling í hádeginu. Ég drekk líka ógrynni af Kristal plús. Ég borða mig aldrei saddan og borða rosalega mikið af kjúklingi, fiski og skyri. Síðan stelst ég endrum og eins í lifrarpylsu en það er það besta sem ég fæ,“ segir Davíð Smári og hlær og þarf að kveðja blaðamann þar sem hann er á leiðinni á hestbak. „Pabbi og mamma eiga hesta og ég reyni að fara á hestbak þegar ég kemst.“ lilja@frettabladid.is Ætlar að komast niður í tveggja stafa tölu heilsa@frettabladid.is Landlæknisembættið hefur látið útbúa svonefnda lífskrá. Um er að ræða skjal sem greinir frá óskum fólks um meðferð við lífslok, geti það ekki sjálft tekið þátt í ákvörðun um um meðferðina vegna and- legs eða líkamlegs ástands. Í lífsskrá eru tvö mikilvæg atriði, annars vegar óskir um meðferð við lok lífs og hins vegar tilnefning umboðsmanns sem hefur umboð til að koma fram fyrir hönd viðkomandi. Í lífskránni getur fólk einnig tekið afstöðu til þess hvort það vilji að líffæri þess séu notuð öðrum til hjálp- ar. Smábörn sem hrjóta eru lík- legri til að greinast ofvirk seinna meir. Þetta staðfesta rannsakendur við háskólann í Michigan sem hafa undanfarin fjögur ár fylgst með svefnvenj- um 229 smábarna. Smábarn sem hrýtur er fjórum sinnum líklegra til að verða ofvirkt en barn sem ekki hrýtur. Niður- stöðurnar styðja þá tilgátu sem lengi hefur verið uppi um að svefntruflanir á unga aldri geti leitt til of- virkni seinna meir. Skorpulifur er oftast tengd alkóhólisma. Nú hefur hins vegar kom- ið í ljós að offita getur einnig leitt til skorpulifur. Þeir sem ekki drekka áfengi eru því ekki óhultir og verða að passa upp á mataræðið. Það er þó engin ástæða til að óttast því þótt slæmt mataræði og offita geti leitt til lifrarvandamála eru til- tölulega litlar líkur á að slík vandamál þróist yfir í skorpulif- ur. Davíð Smári reynir að borða mikið af skyri og hollum mat. LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Fyrst trúlofast fólk og svo þegar það heldur ekki út lengur þá giftir það sig! Kjóllinn pantaður mrð fyrirvara BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H H

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.