Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 26
Bjarnagreiði í KB banka? Bjarni Ármannsson var með 1,3 milljarða á gjalddaga í gær vegna hlutabréfakaupa í Íslandsbanka. Bjarni reynd- ist viðskiptavinum sínum góð fyrirmynd og greiddi á réttum tíma. Jafnvel þótt menn hafi ýmsar klær úti og standi traustum fótum í til- verunni er ekki auðvelt að reiða fram slíkt fé si svona. Bjarni hefur því þurft að leita til banka- stjóra og fá fyrirgreiðslu. Hann hefur ekki viljað gefa upp hver lánaði, en ólíklegt verður að telja að Landsbankinn hafi lánað og því frekar veðj- að á að Bjarni hafi farið á biðstofu Hreiðars Más í KB banka. Bjarni hefur yfir fleiru að gleðj- ast því að Fjármálaeftirlitið hefur gefið Íslands- banka grænt ljós á sölu meirihluta Sjóvár til fé- lags í eigu Karls Wernerssonar, en þeir Bjarni hafa staðið saman í fararbroddi Íslandsbanka. Baugur í klemmu Breskir fjölmiðlar hafa mikið spurst fyrir á Ís- landi vegna ákærunnar á hendur forsvars- mönnum Baugs. Bresku blöðin hafa fjallað mikið um málið og velt fyrir sér stöðu Jóns Ásgeirs í komandi stórviðskiptum. Niður- staða þeirra er sú að Jón Ásgeir sé í klemmu. Hann geti ekki stigið til hliða vegna ákærunnar, þar sem nafn hans sé tryggingin sem breskir bankar vilji fyrir stór- viðskiptum við Baug. Hins vegar muni ákæra á hendur honum hugsanlega gera bankana órólega og hikandi við að setja tugmilljarða í hendur honum. Þá er bent á að vitað hafi verið um rannsóknina um langt skeið og Baugur á þeim tíma landað stórum viðskiptum með fulltingi breskra banka. Verkefnið nú sé að sannfæra breska bankamenn um að allt verði í lagi og hringekjan haldi áfram jafn litskrúðug og hljómfögur sem fyrr. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.141 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 278 Velta: 8.947 milljónir +0,22% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Árni Geir Pálsson, framkvæmda- stjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandic Group, mun láta af störfum hjá félaginu nú um miðj- an mánuðinn. Þessi breyting er samkomulag milli Árna Geirs og félagsins. Kauphöll Íslands hefur aðvarað FL Group og Kögun um að félög- in muni ekki koma til greina í Úr- valsvísitöluna nema að þau taki sig á í birtingu frétta á ensku. Kauphöllin gerir kröfur um að 90 prósent tilkynninga í höllinni séu á ensku. Og Vodafone datt út úr vísitöluni við síðasta val vegna þessa skilyrðis. Krónan veiktist um 0,18 prósent í gær. Gengisvísitalan byrjaði í 110,00 en var 110,20 í lok dags. Dollarinn kostaði 65,82 krónur í lok dags, evran 78,35 krónur og pundið 115,79 krónur. 18 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR FL Group eykur hlut sinn í easyJet. Keypti sama dag og miklar breytingar urðu á eignarhaldi og stjórnun félagsins. Rætt hefur verið við Stelios Haji-Ioannou um nánara samstarf. Boðað hefur verið til hluthafa- fundar í FL Group næstkomandi laugardag þar sem ný stjórn verð- ur kosin. Auk Hannesar Smára- sonar stjórnarformanns hafa eft- irtaldir gefið kost á sér til setu í stjórn: Einar Ólafsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Sigurður Bollason, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Þorsteinn M. Jónsson. Hér eru á ferðinni eig- endur og fulltrúar þeirra eigenda sem eiga stærstan hlut í félaginu. Jafnframt var tilkynnt um að Katla Holding (Magnús og Sigurð- ur), Eignarhaldsfélagið Oddaflug (Hannes), Baugur Group (Jón Ás- geir og Skarphéðinn), hefðu keypt 27 prósenta hlut Landsbankans sem áður voru í eigu félaga stjórn- armanna sem láta senn af störf- um. Í yfirlýsingu Hannesar Smára- sonar, sem send var út á föstudag- inn, kemur fram að mörg tæki- færi bíði nýrra eigenda á sviði fragt- og farþegaflutninga, fjár- festingastarfsemi og flugvélavið- skipta. FL Group jók hlut sinn í easy- Jet, breska lággjaldaflugfélaginu, fyrir helgi eins og greint var frá í Fréttablaðinu um helgina. Félagið hefur tilkynnt til bresku kauphall- arinnar að það hafi aukið hlut sinn um hálft prósent. Kaupin fóru fram sama dag og tilkynnt var um afsögn þriggja stjórnarmanna í FL Group og að Saxbygg, næst- stærsti hluthafinn, og félög í eigu annarra stjórnarmanna hefðu selt allan sinn hlut. FL Group er næststærsti hlut- hafinn í breska félaginu með 11,5 prósenta hlut á eftir stofnandan- um Stelios Haji-Ioannou og systk- inum hans. Stjórnendur FL Group hafa haft augastað á easyJet undan- farnar vikur og hefur mikill tími farið í að kanna þau mál sam- kvæmt heimildum. Greint var frá því á föstudaginn að forsvars- menn FL Group hefðu rætt við Stelios Haji-Ioannou um nánara samstarf. Þegar félagið keypti fyrst í easyJet í október árið 2004 var sagt að kaupin væru langtíma- fjárfesting. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,30 +0,25% ... Bakkavör 39,30 +0,26%... Burðarás 15,70 +1,95%... FL Group 15,10 +0,00% ... Flaga 4,50 +0,22% ...Grandi 8,50 +0,00 ... Íslandsbanki 13,50 +0,00% ... Jarðboranir 22,00 +0,00 ... KB banki 536 -0,740% ... Kögun 58,80 - 1,01% ... Landsbankinn 17,00 -0,58% ... Marel +0,00% ... SÍF 4,90 +0,00 ...Straumur 12,15 +0,00% ... Össur 79,00 +0,64% Tilkynnt um nýja stjórn í FL Group Burðarás +1,95% Össur +0,64% Bakkavör +0,26% Kögun -1,06% KB banki -0,74% Mosaic Fashions -0,71% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús FRANCEP U IL VLI YT Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 45 EINN ÚR GÖMLU STJÓRNINNI Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group og eig- andi Oddaflugs, er eini stjórnarmaðurinn úr gömlu stjórninni sem heldur áfram að lokn- um hluthafafundi á laugardaginn. FL Group hefur bætt stöðu sína í easyJet. KB banki áætlar að hagn- aður þeirra félaga sem hann spáir fyrir verði 40 milljarðar fyrir annan árs- hluta. Burðarás mun setja met gangi spáin eftir. Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir því að á öðrum ársfjórðungi hafi þau fyrirtæki, sem bankinn spáir fyrir um, hagnast um 40 millj- arða króna. Hagnaðurinn var um tólf milljarðar á sama tímabili í fyrra og er aukningin yfir 230 pró- sent. Til samanburðar var hagnaður þessara sömu félaga um 27 millj- arðar á fyrsta ársfjórðungi. Bankar og fjárfestingafélög munu sem fyrr skila bestri afkomu. KB banki reiknar með að Íslands- banki, Landsbankinn og Straumur skili samanlagt tæpum þrettán m i l l j a r ð a hagnaði á árshlutanum en Burðarás hagnist eitt og sér um átján millj- arða. Vegur þar þyngst h a g n a ð u r vegna sölu á Eimskipafé- laginu til Avions Group. Þar með myndi Burðarás setja met fyrir hagnað fé- lags á einum ársfjórðungi. Gamla metið á KB banki frá fyrsta árs- fjórðungi þessa árs en þá græddi bankinn um tólf milljarða króna. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að innan skamms fari fréttir að ber- ast af kaupum innlendra félaga á er- lendum félögum. - eþa Spáir Bur›arási átján milljar›a hagna›i SPÁÐ 18 MILLJÖRÐ- UM Í HAGNAÐ Gangi spá KB banka eftir setur Burðarás nýtt met fyrir hagnað félags á einum ársfjórðungi. Samskip hafa fest kaup á breska skipafélaginu Seawheel og hyggj- ast sameina reksturinn gáma- flutningastarfsemi Samskipa í Evrópu. Áreiðanleikakönnun vegna kaupanna er nú lokið og einungis beðið eftir samþykki samkeppnis- yfirvalda. Kaupverð fæst ekki gefið upp. Seawheel hefur yfir að ráða tólf gámaskipum sem sigla milli Bretlands, Spánar og fleiri hafna í Norður-Evrópu. Starfsmenn fyrir- tækisins eru um 200 og eru höfuð- stöðvarnar í Ipswich á Englandi. Velta Seawheel var á síðasta ári um 13 milljarðar króna. Eftir sameininguna hefur Eim- skip yfir 36 gámaflutningaskipum að ráða. Velta sameinaðs félags er 58 milljarðar og starfsmanna- fjöldi 1550. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Eimskips, segir kaupin rökrétt framhald þeirrar stefnu sem mót- uð hafi verið hjá Eimskip, en fé- lagið keypti fyrr á árinu hollenska flutningafyrirtækið Geest: ,,Með því að sameina flutningakerfi þessara tveggja stærstu félaga sem áður kepptu í sjóflutningum milli Bretlandseyja og megin- landsins verður til öflug eining með geysilega sterka markaðs- stöðu“. -jsk ARNARFELLIÐ Eftir kaupin á Seawheel er Arnarfellið eitt 36 gámaflutningaskipa Samskipa. Sameinað félag flytur árlega 1,1 milljón gámaeininga milli hafna í Evrópu. Samskip kaupa Seawheel Samskip hafa keypt breska skipafélagið Seawheel. Ársvelta sameinaðs fyrirtækis er 58 milljarðar króna, gámaflutningaskip eru 36 og starfsmannafjöldi 1550.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.