Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 12
5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
NEYTENDUR Félag íslenskra bifreiða-
eigenda ætlar að fara fram á það við
íslensk stjórnvöld að dregið verði
úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi
síhækkandi heimsmarkaðsverðs.
Þykir það eðlileg krafa bifreiða-
eigenda að mati FÍB að ríkið minnki
sinn hlut meðan heimsmarkaðsverð
er jafn hátt og raun ber vitni en sem
kunnugt er hefur verð á tunnu af
olíu aldrei verið hærra en það hefur
verið síðustu vikurnar. Eru margir
erlendir sérfræðingar á því að ekki
sé enn séð fyrir endann á þeim
verðhækkunum sem orðið hafa og
verð muni hækka enn meira næstu
misserin.
Fréttablaðið hefur um tveggja
vikna skeið reynt að ná tali af Geir
H. Haarde fjármálaráðherra til að
fá álit hans á því hvort lækkun komi
til greina en hann engu svarað. For-
dæmi eru þó fyrir slíkum aðgerðum
ríkisvaldsins á sérstökum tímum
eins og þegar vörugjald var lækkað
tímabundið vegna hækkana á mark-
aði fyrir ekki svo löngu. - aöe
Félag íslenskra bifreiðaeigenda:
Skattar lækki á eldsneyti
LÆKKUN SKATTA Íslenska ríkið tekur til sín um 60 prósent af verði hvers eldsneytislítra.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur að lækka megi hlutfallið meðan holskefla verð-
hækkana á heimsmarkaði gengur yfir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
DANMÖRK Rikke Hvilshøj, innflytj-
endaráðherra í dönsku stjórninni,
ætlar að berjast fyrir því að senda
kósóvó-albanska konu sem á við
geðræn vandamál að stríða og
fjölskyldu hennar aftur til heima-
landsins. Þetta gerir hún þrátt
fyrir að Danir hafi skuldbundið
sig til að senda geðsjúka flótta-
menn ekki aftur til síns heima sé
ekki hægt að annast þá þar.
Innflytjendaráðherrann er óá-
nægður með að Sameinuðu þjóð-
irnar hafi tvisvar síðustu fjóra
mánuði bannað Dönum að vísa
fjölskyldunni úr landi. Fyrir vikið
hefur hún nú sett sig í samband
við yfirmann bráðabirgðastjórnar
Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó og
segir það mjög bagalegt fyrir
dönsk stjórnvöld að fá ekki að
senda fjölskylduna úr landi.
Konan er mjög illa haldin sök-
um áfalls sem hún varð fyrir í
heimalandinu og lýsir sjúkdómur-
inn sér svo að hún fær endurlit.
Hún hefur margsinnis verið lögð
inn á geðdeild í Danmörku vegna
sjúkdómsins. Hún er ófær um að
sjá um börnin sín og hafa dönsk
félagsmálayfirvöld tekið þau af
henni. Þrátt fyrir þetta á að senda
konuna og börnin aftur til síns
heima. Lögmaður fjölskyldunnar
segir morgunljóst að verið sé að
brjóta sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna sem bannar að geðsjúkir séu
sendir til síns heima ef ekki eru
aðstæður þar til að meðhöndla
sjúkdóminn.
Skrifstofustjóri skrifstofunnar
í Kósóvó sem sér um að taka við
þeim flóttamönnum sem sendir
eru heim segist í Politiken ekkert
skilja í danska ráðherranum.
Hann segir að þótt mikið vatn hafi
runnið til sjávar þegar kemur að
því að bæta heilbrigðiskerfið í
Kósóvó sé umræddur sjúkdómur
enn á lista yfir þá sjúkdóma sem
heilbrigðiskerfið hefur ekki bol-
magn til að fást við. Hann segir
það ósk sína að bráðabirgða-
stjórnin verði ekki þvinguð til að
gera neitt sem hægir á uppbygg-
ingu heilbrigðiskerfisins. ■
Vill reka ge›sjúkan
flóttamann úr landi
Innflytjendará›herra Danmerkur vill senda kósóvó-albanska fjölskyldu flar sem mó›irin
er ge›sjúk úr landi. Danir hafa undirgengist sáttmála Sameinu›u fljó›anna sem bannar
a› ge›sjúkir flóttamenn séu sendir til landa flar sem ekki er hægt a› annast flá.
RIKKE HVILSHØJ Innflytjendaráðherra Danmerkur segir það bagalegt fyrir dönsk stjórnvöld
að fá ekki að senda fjölskyldu geðsjúkrar konu úr landi.
NEYTENDUR „Það vakna eðlilega
spurningar um hvað þeir hafa að
fela og þessi viðbrögð koma á
óvart,“ segir Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu. Frétta-
blaðinu hefur verið meinað að
gera verðkönnun í fríhafnarversl-
unum í Leifsstöð samkvæmt
ákvörðun Höskuldar Ásgeirsson-
ar, framkvæmdastjóra stöðvar-
innar. Hann vill heldur fá til þess
sérfræðinga frá ráðgjafarfyrir-
tækjum eins og gert hafi verið
áður.
Samtök verslunar og þjónustu
segja að verðlag í verslunum í frí-
höfninni sé almennt ekki lægra en
á höfuðborgarsvæðinu. Höskuld-
ur vísar þessu til föðurhúsanna og
bendir á verðkönnun sem gerð
var í nóvember 2002. Þar kom
fram að vörur á höfuðborgar-
svæðinu væru að meðaltali tæp-
lega 50 prósent dýrari en sömu
vörur í fríhöfninni. IBM
Consulting, sem gerði þá könnun,
setti nokkra fyrirvara við niður-
stöðurnar. Í fyrsta lagi ákvað
verkkaupi þær fáu vörur sem
kannaðar voru og tvær af stærstu
verslunum Leifsstöðvar þá tóku
ekki þátt. - aöe
ÍSAFJARÐAR
5.199 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.299kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
6. – 12. júlí
EGILSSTAÐA
5.999
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
kr.
GRÍMSEYJAR
3.499 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
4.499
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
88
67
0
6/
20
05
Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum,
greiða 1.940 kr. aðra leiðina.
flugfelag.is
FRÍHAFNARVERSLUNIN Komuverslunin hefur verið stækkuð til muna og innan tíðar bætast fleiri í hóp seljenda í stöðinni. Engar
verðkannanir eru þó leyfðar þar nema um óháða aðila sé að ræða.
Fríhafnarverslunin í Leifsstöð:
Óheimilt a› gera ver›könnun
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
O
LF
O
TO