Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 18
Heilsubótarvinna Líkamleg vinna gerir líkamanum gott og yfir sumar- tímann má sinna ýmsum störfum sér til heilsubótar. Maður brennir til dæmis ófáum kalóríum við það að raka garðinn, reita arfa, sópa stéttina og klippa runna. Svo ekki sé nú minnst á hvað útiveran gerir manni gott.[ Ný tæki - Betra verð! 17.900.-kr. kr. 12.900.- Engin rotvarnarefni! Enginn sykur! Gerlaus! Fæst í öllum helstu matvöruverslunum Erum flutt að Skólavörðustíg 16 í stærra og glæsilegra húsnæði. Margar nýjar vörur og tilboð. *tilbúnir réttir beint í ofninn, *ekta ítalskur ís og margt fleira. Verið velkomin á Skólavörðustíginn Yggdrasill Lífrænt ræktaðar vörur frá 1986 • S: 562 4082 Þekking - reynsla - góð þjónusta Glucosamin HCL 870 mg Með turmeric og engifer Bólgueyðandi og gott fyrir liðamót og bein. Útsölustaðir eru m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi, Lífsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Árnes apótek Selfossi. Sendum í póstkröfu Partý, stuð og sviti í ræktinni Fjörugt fólk í Body Jam-tíma í líkamsrækarstöðinni Hress í Hafnarfirði. Fólk reynir að mæta í gulum og svörtum fötum í tímana enda er gult einkennislitur Body Jams-ins. Líkamsrækarstöðvarnar Bjarg á Akureyri og Hress í Hafnarfirði bjóða nú upp á kennslu í Body Jam. Um er að ræða nýtt líkamsræktar- prógramm sem er um það bil að slá í gegn. Body Jam er skemmtilegt æfinga- kerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega dans- tíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þang- að mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsrækt- arstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Ís- landi „Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið,“ segir Að- albjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt.“ Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. „Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auð- veldum sporum. Þau verða flókn- ari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu.“ Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. „Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp,“ segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, fram- kvæmdarstjóri líkamsrækar- stöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. „Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líf- legasti tíminn í líkamsræktar- stöðvunum. Þessir tímar eru of- boðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með,“ segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda seg- ir að alls konar fólk mæti í tím- ana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. „Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tón- list. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý,“ segir Linda og bæt- ir því við að partýið endi á al- gjörri endorfínvímu. ■ Grænt te hefur verið lofað síðustu misseri því það gagnast vel í baráttunni gegn krabbameini. Nú benda nýjar rannsóknir til þess að grænt te verndi okkur einnig gegn ákveðnum sjálfsofnæmissjúkdómum. Grænt te bælir niður mótefnisvaka sem lík- aminn framleiðir sem getur komið af stað ónæmisviðbrögðum eins og kemur fram í rannsókn prófessor Stephen Hsu við School of Dentistry at the Medical College of Ge- orgia í Augusta í Bandaríkjunum. Hsu einblíndi á EGCG, efni sem finnst í grænu te og er þekkt fyrir að bæla niður bólgu og áhrif sín á húð og frumur í munn- vatnskirtlum. Hsu einangraði 130 sjálfsó- næmisvaka úr frumum og kom þeim í snertingu við EGCG. Sjálfsónæmisvakar eru sameindir í líkamanum með nytsamlega virkni samkvæmt Hsu en breytingar á magni þeirra eða staðsetningu geta leitt til óæskilegra ónæmisviðbragða. Flestir þess- ara 130 sjálfsónæmisvaka breyttu ekki stað- setningu eða magni þegar þeir komust í snertingu við EGCG. Þó að rannsókn Hsu sé á undirbúningsstigi þá gæti grænt te hjálpað til við að vernda frumu frá árás sjálfsofnæmisvakanna. Grænt te á rætur sínar að rekja til Asíu og er meðal annars vinsælasti drykkur- inn í Kóreu. Grænt te gegn sjúkdómum Grænt te hefur áhrif gegn krabbameini og nýjar rannsóknar sýna fram á að það nýtist gegn ákveðnum sjálfsofnæmissjúkdómum. ] 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.