Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 38
30 5. júlí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Nú styttist í að ný Idol-stjörnuleitfari í gang á Stöð 2. Eins og kunnugt er hætti Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem yfirdómari en í hans stað koma þeir Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson, sem jafnframt er umboðsmaður Hild- ar Völu sem sigr- aði í keppninni í fyrra. Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, verða að sjálfsögðu á sínum stað sem kynnar enda margir sem telja þá hinar sönnu stjörnur þáttanna. Mörg fyrirtæki hafa falast eftir starfskröftum þeirra og nú er svo komið að Björgólfur Guðmundsson og fé- lagar í Landsbank- anum hafa fengið Jóa til liðs við sig í markaðsdeild Landsbankans. Jói hefur stundað nám í Tækniháskól- anum meðfram stjörnuleitinni og þykir góður fengur enda hugmynda- ríkur með eindæmum. Simmi hefur hins vegar gefið sig á fullt í Idolið en hann hefur unnið að þróunar- starfi fyrir þáttinn síðustu mánuði. Steinþór Guðbjartsson, ritstjóriLögbergs-Heimskringlu, mun vera á heimleið frá höfuðvígi Vestur- Íslendinga í Gimli. Steinþór hefur sinnt miklu uppbyggingarstarfi fyrir þetta elsta blað þjóðarbrots í Norð- ur-Ameríku og þykir mikil eftirsjá af honum. Steinþór mun hefja störf hjá sínum gamla vinnuveitanda, Morgunblaðinu, en þar var hann um árabil blaðamaður. Enginn arf- taki hefur fundist í Vesturheimi. Lárétt: 1 ríki, 6 snák, 7 á fæti, 8 ónefnd- ur, 9 drykkjartegund, 10 eldur, 12 í röð, 14 skartgripir, 13 stafur, 16 málmur, 17 þvaður, 18 lélega. Lóðrétt: 1 borg í þýskalandi, 2 sprækur, 3 í röð, 4 tungumál, 5 í röð, 9 dropi, 11 leyna, 13 skýjahula, 14 mælieining eða ílát, 17 skóli. LAUSN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Stór Humar Strákarnir í hljómsveitunum Foo Fighters og Queens of the Stone Age, sem halda tónleika í Egils- höll í kvöld, skelltu sér í Bláa lón- ið í góða veðrinu í gær. Fjölskyldur liðsmanna Foo Fighters eru með á tónleikaferða- laginu og kom fjölskylduferðin í lónið í gær því ekki á óvart. Þetta er í annað sinn sem Foo Fighters koma til landsins og hafa þeir far- ið lofsamlegum orðum um land og þjóð. Vilja þeir að sem flestir að- dáendur þeirra kynnist þessari þjóð í miðju Atlantshafi og þeirri stemmningu sem er hér á tónleik- um. Á vegum sveitarinnar var því nýverið haldin verðlaunasam- keppni þar sem tuttugu aðdáend- ur gátu unnið sér inn ferð, uppi- hald og miða á tónleikana auk þess að fá að hitta hljómsveitina. Það er því greinilegt að Foo Fighters ætla að gera sitt til þess að verða Íslandsvinir nr. 1. freyrgigja@frettabladid.is Skelltu sér í Bláa lóni› Í BLÁA LÓNINU Strákarnir í Foo Fighters og Queens of the Stone Age höfðu það náð- ugt í Bláa lóninu í gær. Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, er lengst til hægri. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir. Gísli Tryggvason. Sjö stærstu iðnríki heims og Rússland. Miklar vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um hver muni taka við karlablaðinu bogb en eins og kunnugt er hætti Björn Jör- undur Friðbjörnsson sem ritstjóri blaðsins fyrir nokkru. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt í bili því Þórarinn Jón Magnússon, sem þekktastur hefur verið fyrir út- gáfu á blaðinu Samúel, hefur ver- ið fenginn til þess að ritstýra næstu tveimur blöðum. Þórarinn var að enda við að klára fyrra blaðið og reiknaði með því að ráðast í það næsta strax. „Ég var fenginn til þess að fylgja tveimur blöðum úr hlaði en meira er ekki búið að fastsetja þetta,“ segir Þórarinn en útilokar þó ekki að hann muni taka við tímaritinu í komandi framtíð. „Ég er um- kringdur gömlum vinum hér uppi á Fróða og mér líður ákaflega vel,“ bætir hann við en Þórarinn hefur að undanförnu sinnt útgáfu- starfsemi fyrir MasterCard. Hann segist þó alls ekki vera í atvinnuleit en að það hafi ver- ið eilítið rólegt að undan- förnu. „Ég myndi glaður bæta að- eins ofan á verkefnin mín,“ segir hann og þyrstir augljóslega í að komast aftur í hasarinn. Bleikt og Blátt, eins og tímarit- ið hét í fyrstu, hefur tekið miklum breytingum síðan það kom fyrst út. Í vetur var því breytt í bogb og gert að karlatímariti. Þórarinn s e g i r l e s - endur blaðsins ekki mega búast við miklum breytingum. „Ég tek bara við blaðinu eins og það er núna,“ segir hann. „Það þýðir ekk- ert að byrja að breyta öllu í einum rykk.“ Hann er þó ekki ókunnugur þessum slóðum því hann ritstýrði Bleiku & Bláu fyrir þó all- nokkrum árum en þá hafi blaðið verið skrifað fyrir pör. „Í einni lesendakönnun sem Gallup gerði 1992 kom fram að 80 prósent les- enda hafi verið konur.“ Það er því af sem áður var, því bogb blaðið í núverandi mynd hefur verið skot- spónn feminista í vetur. „Þær minna okkur á að fara gætilega í sakirnar,“ segir hann en er þó al- veg óhræddur. Þórarinn er búinn að vera lengi að, í rúm tuttugu og fimm ár. Hann segir tímaritafjöldann ekki hafa mikið breyst en meira fram- boð sé orðið af ókeypis miðlum, samkeppnin sé þó harðari. „Sum blöð hér á landi eru enginn eftir- bátur gulu pressunnar í Englandi.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRARINN JÓN Er kominn aftur í ritstjórastól bogb eftir nokkura ára fjarveru en tímaritið var metsölutímarit þegar hann var við stjórnvölinn. ÞÓRARINN JÓN: TEKUR VIÐ BOGB Hræðist ekki femínista FRÉTTIR AF FÓLKI Dótið?Rhoades Car. Sem er? Bílhjól eða fótknúinn bíll. Bílarnir virka nánast eins og bílarnir sem Fred Flinstone og fé- lagar keyra um á í teiknimyndaseríunni um Stein- aldarmennina. Það er hægt að fá bíla fyrir tvo, fjóra og upp úr og það sem meira er þá er hægt að kaupa nokkurs konar fótstiginn flutningabíl. Þeir sem sitja aftur í fjögurra manna bílunum geta þó ekki létt undir með bílstjóranum og þeim sem situr í framsætinu þar sem engir pedalar eða fót- stig eru fyrir þá. Gírarnir á bílnum eru fleiri en ger- ist á venjulegu gírahjóli eða frá einum og upp í 36. Þægindin sem fylgja bílnum eru gríðarleg því það er afar auðvelt að komast um á bílnum og það er auðveldara að knýja hann áfram en hjól. Hægt er að fá sæti fyrir fjóra fullorðna sem og börn þannig að bílllinn ætti að henta öllum. Bíllinn er þar að auki mun stöðugri en reiðhjól og það krefst tals- verðar lagni að velta honum. Einmenningsbíllinn, 4W1P, tekur allt um 170 kíló, það er fullvaxta karlmann og dót. Kostir? Bíllinn er að sjálfsögðu algjörlega um- hverfisvænn þar sem hann gengur ekki fyrir öðru en þínu eigin afli. Hjólið fellur væntanlega undir reglugerðir um hefðbundin reiðhjól en þess ber að geta að hægt er að kaupa vél í hann. Bíllinn hentar innan sem utan bæjar og það er meira að segja hægt að nota hann sem golfbíl. Gallar? Einn stærsti gallinn við bílinn er að það er ekki hægt að komast lengra á honum en orka þín leyfir. Þá er að vísu alltaf hægt að taka sér smá hvíld eða bara skiptast á nema þú hafir krækt þér í eitt stykki vél. Fylgihlutir? Hægt er að fá ýmiss konar fylgihluti með á allar týpurnar, ljós, stuðara, kerrur og svo mætti lengi telja. Upplýsingar? Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á heimasíðunni www.rhoadescars- howroom.com/jumpshow.htm DÓTAKASSINN ... fær lögreglan fyrir að standa sig vel í gæslu á vegum úti um helgina. HRÓSIÐ Lárétt: 1belgía,6orm,7tá,8nn,9tab, 10bál,12rst,14men,15ká,16ál,17 mas,18laka. Lóðrétt: 1bonn,2ern,3lm,4ítalska,5 aáb,9tár, 11fela,13tása,14mál,17 ma. G O T T F Ó LK M cC A N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.