Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 1
Ver›ur bak vi› lás og slá til mi›nættis á morgun SJÖTTA BÓKIN UM GALDRASTRÁKINN ER KOMIN TIL LANDSINS: ▲ BÆKUR HARRY POTTER MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 NEYTENDAMÁL „Hrefnukjötið rýkur út eins og heitar lummur og eftir- spurnin fer ört vaxandi,“ segir Sólmundur Oddsson, innkaupa- stjóri Kaupáss sem rekur Nóa- túnsverslanirnar. „Um síðustu helgi fóru 350 kíló,“ bætir Sólmundur við en hann er ekki í nokkrum vafa um að markaður sé fyrir því hrefnu- kjöti sem fellur til við veiðarnar sem nú eru hafnar. „Við höfum í kjötborðum okkar hrefnulundir, besta kjötið af hrefnuni og það hefur komið fólki á óvart hvað þetta er gott kjöt. Til dæmis er þetta sérlega gott í sushi-rétti en þá er kjötið skorið í örþunnar sneiðar og borðað hrátt með wasabi-kremi og sojasósu. Einnig er hvalkjötið gott á grillið en ber að hafa í huga að best er að grilla það við mikinn hita í stutta stund,“ segir innkaupastjórinn. Einnig er boðið upp á hvalkjöt í neytendapakkningum og segir Sólmundur að salan í því sé nokkuð góð enda er verð á hrefnu- kjöti afar hagstætt. -jse Kaupmenn segja markað fyrir hrefnukjöt: Hrefnukjöti› selst grimmt BJARTVIÐRI um mest allt land. Hætt við þokubökkum með norður-ströndinni. Þykknar upp vestan til i kvöld. Hiti 10-20 stig, hlýjast til landsins en svalast á annesjum fyrir norðan. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 14. júlí 2005 - 188. tölublað – 5. árgangur Endurminningar Sú var tíð, og það er ekki ýkja langt síðan, að saga þjóðanna var í fyrsta og síðasta lagi stjórnmálasaga. Slíkt var ofríki stjórnmál- anna í uppvexti þjóð- ríkjanna á rústum lénsveldis á 19. öld. Í DAG 18 Ómetanlegur leikmaður Steven Gerrard reyndist betri en enginn fyrir Liverpool í gær þegar hann skoraði öll mörk liðsins í 3-0 sigri á TNS frá Wales í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Án hans er alls ekki víst að Liverpool hefðu náð að skora á Anfield í gær. ÍÞRÓTTIR 42 Rómeó ruddi brautina Gísli Örn Garðarson hefur fengið sjálfan Nick Cave til þess að semja tónlist við Woyzeck eftir George Buchner. Aðgangur Gísla að Cave var óvenju greiður og meistarinn vildi endilega vinna með honum enda meðvit- aður um velgengni uppfærslu Gísla á Rómeó & Júlíu. FÓLK 46 Einn kjóll stendur upp úr MARÍA SIGRÚN HILMARSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ▲ Var myrtur flegar hann kom frá Bandaríkjunum Ma›urinn sem myrtur var í Su›ur-Afríku fyrir rúmum fimm vikum var a› koma úr heimsókn frá systur sinni í Bandaríkjunum. fiar hitti hann uppkominn son sinn sem hann bau› flanga› til a› hitta sig. Líki› ver›ur flutt til Íslands til jar›setningar. MORÐMÁL „Þetta er allt svo hræði- legt að maður er enn þá í algjöru sjokki,“ segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrt- ur í Suður-Afríku síðasta sunnu- dag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnu- rekstur. „Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höf- um alltaf haldið sambandi,“ segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. „Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afr- íku,“ segir hún. Gísli notaði tæki- færið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. „Þeir áttu hér saman innilegan tíma,“ sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. „Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman.“ Samkvæmt upplýsingum lög- reglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesar- borg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að kom- ast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá land- inu eða eitthvað slíkt. „Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það.“ Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafn- skjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar. -óká Sjá einnig síðu 6 Nýtt kortatím abil í BT KJÖTVINNSLUMAÐUR MEÐ HREFNUKJÖT Þessar hrefnulundir eru kallaðar naut hafs- ins og rokseljast í Nóatún verslununum. Þær eru að sögn kjötvinnslumanns hentug- ar í súsírétti eða bara á pönnuna eða grillið. 40 VEÐRIÐ Í DAG GÍSLI ÞORKELSSON Gísli, sem búsettur var í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, var fórnar- lamb ránsmorðs. Lík hans fannst um síðustu helgi falið í ruslatunnu sem fyllt hafði verið með steypu. Deilan í Garðasókn: A›för a› prest- inum mótmælt GARÐASÓKN Um tvö hundruð sóknar- börn mættu á fund í gærkvöld til stuðnings séra Hans Markúss Árna- syni, sóknarpresti í Garðasókn. Á fundinum var samþykkt samhljóða ályktun til stuðnings Hans Markúsi. „Það voru þrjú efni sem tekin voru fyrir á fundinum,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. „Á honum var mótmælt aðför hluta sóknarnefndar og hluta starfs- manna að sóknarpresti, enda er mikil ánægja með hans störf. Þá var þeim tilmælum beint til dóms- og kirkjumálaráðherra að hafnað al- farið öllum tillögum um flutning hans í starfi. Að lokum var þeirri áskorun beint til sóknarnefndar að halda aðalsafnaðarfund sem fyrst til að lýðræðisleg umræða gæti farið fram um þetta mál.“ -grs PRESTUR Í HÓPI STUÐNINGSMANNA SINNA Fjöldi fólks lagði leið sína á fund stuðningsmanna Hans Markúsar Árnasonar, sóknarprests í Garðasókn, í gærkvöldi. Fundarmenn kröfðust þess að haldinn yrði aðalsafnaðarfundur svo tækifæri gæfist til að ræða málið á vettvangi sóknarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.