Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 56
40 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Yesmine Olson og Kristjana
Thors Brynjólfsdóttir hafa verið
valdar til að taka þátt í keppninni
Fitness Woman – World Champ-
ionships Finals 2005. Keppnin er
haldin ár hvert og verður að þessu
sinni í Malasíu dagana 29. til 31.
júlí. Aðeins sextán konur taka þátt
í keppninni og er þetta því mikill
heiður fyrir stúlkurnar.
„Fulltrúi keppninnar sá mig
dansa á Akureyri og bauð mér að
taka þátt,“ segir Yesmine. „Hún
var reyndar búin að hringja
nokkrum sinnum og tókst loks að
sannfæra mig um að koma því ég
var eiginlega hætt í fitness,“ seg-
ir hún og ákvað bara að slá til.
Kristjana var svo valin úr stórum
hópi umsækjenda.
Yesmine segir keppnina ekki
byggja á mjög stæltum líkama
heldur kvenlegum línum, fegurð
og dansi. Mikil áhersla er lögð á
dansinn og undanfarin ár hefur
nokkuð verið um að fimleikakon-
ur taki þátt. „Ég er engin fim-
leikakona en umsjónarmenn
keppninnar vildu einmitt fá nýja
stefnu í dansinu. Við Kristjana
komum inn með meira fönk og
kraft í dansinn.“
Kristjana segir þær stöllur
hafa þurft að hafna verkefnum til
að undirbúa sig fyrir keppnina.
„Við erum samt búnar að fá góðan
stuðning, meðal annars frá Trim-
formi Berglindar og Henson sem
hefur sérsaumað á okkur búning-
ana,“ segir Kristjana.
Stúlkurnar verða í tvær vikur í
Asíu þar sem þær ferðast um og
upplifa ævintýri. „Keppnin er
hluti af tveggja vikna alþjóðlegri
ráðstefnu um hreysti og við för-
um út í boði samtakanna. Það er
þó skilyrði að vera ekki í öðrum
fitness-samtökum þegar tekið er
þátt í keppninni,“ segir Yesmine.
Tíu stúlkur komast í úrslit í
keppninni og verður þeim sjón-
varpað á íþróttastöðinni
Eurosport. Keppnin hefur lengi
verið eitt vinsælasta sjónvarps-
efnið á þeirri stöð og nú er bara að
vona að stúlkurnar komist í úrslit-
in svo hægt verði að fylgjast með
gengi þeirra í sjónvarpinu. ■
Undirbúningur Máls og menning-
ar vegna útgáfu sjöttu Harry Pott-
er bókarinnar er í fullum gangi.
Bókarinnar hefur verið beðið með
gríðarlegri eftirvæntingu en tvö
ár eru síðan fimmta bókin kom út.
Þrjár bókabúðir munu vera með
viðhafnaropnun á föstudagskvöld
klukkan eina mínútu yfir tólf en
það eru Mál og menning, Lauga-
vegi; Penninn Eymundsson, Aust-
urstræti og Penninn Bókval á Ak-
ureyri.
„Það er bara allt að verða brjál-
að,“ segir Óttar Proppé deildar-
stjóri erlendra bóka hjá Máli og
menningu. „Mestu lætin eru búin
að vera þau að tryggja að bækurn-
ar komi til landsins og það hefur
tekist. Fyrstu eintökin er læst í
geymslu hér á landinu og enginn
má opna kassana fyrr en seint á
föstudagskvöld.“
Fjölmargir Harry Potter-aðdá-
endur eru á Íslandi og er búið að
taka frá bækur. „Ég hef ekki ná-
kvæma tölu yfir pantanirnar en
þær skipta hundruðum. Það er
alltaf svona ákveðin festival-
stemmning í kringum útgáfu
Harry Potter bókanna og mikil
spenna í loftinu.“
Þegar síðasta Harry Potter bók-
in kom út voru duglegustu aðdá-
endurnir búnir að bíða í hálfan sól-
arhring. Óttar segir reynsluna
sýna að mikið líf og fjör myndist í
röðinni en eitthvert húllumhæ
verði á vegum bókabúðanna til að
stytta viðskiptavinunum stundir.
„Við ætlum að vera með létta
skemmtun og hressingu á meðan
fólk bíður eftir því að búðirnar
opni.“
Starfsmenn Máls og menning-
ar hafa einnig séð um að skreyta
verslunina í anda Harry Potter.
„Það eru gallharðir aðdáendur að
vinna hérna hjá okkur og við höf-
um gefið þeim þónokkurt sjálf-
stæði í útfærslum sínum á skreyt-
ingum,“ segir Óttar.
Búðirnar verða allar þrjár opn-
ar svo lengi sem fólk streymir að
og ættu því allir að taka föstu-
dagskvöldið frá til að geta nælt
sér í eintak af eftirsóttustu bókYESMINE OG KRISTJANA Verða í flottum búningum sem þær hönnuðu sjálfar með
góðri hjálp frá Jenný í Henson.
Yesmine og Kristjana á heims-
meistaramót í fitness-fegur›
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Harry Potter kemur á morgun
ÓTTAR PROPPÉ Sjötta bókin um Harry Potter, Harry Potter and the Half-Blood Prince, á að vera sú næstsíðasta en það er aldrei að vita
nema J. K. Rowling detti einhver fleiri ævintýri í hug fyrir litla galdrastrákinn.