Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 48
Fjórar ungar listakonur bjóða upp á tónlistarveislu Strengjakvartettinn Loki ætlar að halda lokatónleika sína í Lista- safni Sigurjóns á Laugarnesinu klukkan 20 á föstudagskvöld. Tón- leikarnir eru lokahnykkurinn á sex vikna starfi Loka fyrir Skap- andi sumarstarf Hins hússins og er ókeypis inn. Fjórar ungar lista- konur skipa Loka, en það eru þær Auður Agla Óladóttir, Gunnhildur Daðadóttir, Gróa Margrét Valdi- marsdóttir og Júlía Mogensen. Flutt verða tvö verk, annars vegar Strengjakvartett eftir Beet- hoven Opus 132 og hins vegar Strengjakvartett númer þrjú eftir Béla Bartok. „Við erum búnar að starfa sam- an í Listaháskólanum í nokkur ár og útskrifumst af tónlistardeild- inni næsta vor. Á tónleikunum spil- um við kammertónlist en hana höf- um við lagt stund á hjá Gunnari Kvaran,“ segir Auður Agla. Markmið Loka hefur í sumar verið að kynna klassíska tónlist fyrir fólki og sýna að hún væri ekki eingöngu flutt í hátíðlegum tónlistarsölum. „Við vildum höfða til breiðari hóps og æfðum upp mjög fjölbreytta dagskrá, allt frá sextándu aldar tónsmíðum til verka sem voru samin í vor. Svo fórum við á ýmsar stofnanir og opinbera staði, þar á meðal elli- heimili, leikskóla, sjúkrahús og fangelsi.“ Auður segir að þeim þyki skemmtilegast að spila fyrir fólk sem sýni áhuga á tónlistinni hvort sem það kunni að meta hana eða ekki. „Það er skemmtilegast þeg- ar fólk leggur við hlustir og myndar sér skoðun. Fangarnir eru til dæmis mjög hreinskilinn hlustendahópur og stundum voru viðbrögðin allt frá því að vera „rosalega er þetta falleg tónlist“ í „þetta er ekki skemmtilegt“. ■ 32 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ...hádegis- tónleikum í Hallgríms- kirkju klukkan 12 í dag þar sem Douglas A. Brotchie leikur á Klais- orgelið. ...kvöldgöngu um slóðir ís- lenskra glæpasagna í Reykjavík í bókmenntagöngu Borgarbóka- safnsins sem hefst klukkan 20 fyrir utan gamla Geysishúsið, Vesturgötumegin. ...tónleikunum í Stúdentakjall- aranum klukkan 21 í kvöld með Skakkamanage, Glasamar Further Than Far Far og Markúsi Bjarnasyni. Tónlistarhópurinn Gestalæti heldur tón- leika í Dómkirkjunni klukkan 20 í kvöld. Hópurinn samanstendur af fimm stúlkum sem allar stunda tónlistarnám í Reykjavík. Hópinn skipa: Anna Helga Björnsdóttir píanóleikari, Arnbjörg María Danielsen sópran, Björg Magnúsdóttir píanóleikari, Guðbjörg Sandholt mezzósópran og Guðný Þóra Guðmundsdóttir fiðluleikari. Á tónleikunum í Dómkirkjunni verða flutt verk eftir Bach, Vivaldi, Handel, Mozart, Verdi, Jón Nordal og Bizet. Hópurinn hefur haldið fjölda tónleika í Iðnó og Dómkirkjunni í sumar og er hluti af sumardagskrá Hins Hússins. Tónleik- arnir í Dómkirkjunni í kvöld eru síðustu kvöldtónleikarnir en Gestalæti halda einnig hádegistónleika í Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. júlí kl 12.15. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika Gestaláta. Reykholtshátíð verður haldin í níunda sinn dagana 22. til 24. júlí í Reykholts- kirkju. Það verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá á hátíðinni sem hefur að leiðarljósi að flytja sígilda tónlist í sögulegu umhverfi. menning@frettabladid.is Gestalæti í Dómkirkjunni Lokatónleikar Loka ! TIL STYRKTAR UNGUM FORELDRUM Í SVÖRTUMSKÍTA ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA HÚSIÐ OPNAR KL. 21.00 MIÐAVERÐ AÐEINS 1000 KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ AÐEINS 1000 KR. SÁLIN FRÆBBLARNIR Á MÓTI SÓL HEIÐA ÚR IDOLINU LÍKN NÁNARI UPPLÝSINGAR FIMMTUD. 14. JÚLÍ LAUGARD. 16. JÚLÍ FÖSTUD. 15. JÚLÍ GAY PRIDE STYRKTARBALL MÓRALL STÓRTÓNLEIKAR KALL INN AÐEINS K Ö H Ö N N U N / A 3 FÖNKHLJÓMSVEITIN LLAMA Heldur tónleika í Norræna húsinu klukkan 12:15 í dag. Danshópurinn Svið-group spinnur dans í takt við tónlistina. Llama í Nor- ræna húsinu Fönkhljómsveitin Llama heldur tónleika í Norræna húsinu klukkan 12:15 í dag. Llama hef- ur verið nokkuð áberandi á göt- um borgarinnar í sumar, og hefur margoft komið fram á Lækjartorgi, Austurvelli, Ing- ólfstorgi og Laugavegi. Hljóm- sveitin einbeitir sér að flutningi hrynheitrar tónlistar hvaðan- æva að úr heiminum, hvort sem um er að ræða fönk, djass eða latin. Hljómsveitina skipa Steingrímur Karl Teague á pí- anó, Snorri Haraldsson á tenór- saxófón, Magnús Trygvason El- íasen á trommur, Andri Ólafs- son á kontrabassa og Finnur Guðmundsson á trompet. Á sama tíma spinnur dans- hópurinn Svið-group dans í takt við tónlist hljómsveitarinnar. Svið-group skipa Ásgerður Gunnarsdóttir, Melkorka S. Magnúsdóttir, Vigdís Eva Guð- mundsóttir og Katrín Gunnars- dóttir. Aðgangur er ókeypis. ■ GESTALÆTI Tónlistarhópurinn Gestalæti heldur tónleika í Dómkirkjunni klukkan 20 í kvöld. STRENGJAKVARTETTINN LOKI heldur ókeypis lokatónleika á föstudagskvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sumartónleikar í Sigurjónssafni „Þetta er 17. sumarið sem sum- artónleikaröðin er haldin í Sig- urjónssafni. Þegar við byrjuðum með þetta stíluðum við inn á að aðgangseyrir væri ekki hærri en í bíó sem á þeim tíma var 400 krónur en svo höfum við þurft að hækka verðið og nú kostar 1500 krónur inn á tónleikana,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari og listrænn stjórnandi sumartónleikaraðarinnar í Sig- urjónssafni. Fjórðu tónleikarnir í röðinni voru á þriðjudaginn og þeir síð- ustu verða haldnir hinn 6. septem- ber. Hlín segir að almennt hafi um 40 til 60 manns verið að mæta á tónleikana það sem af er sumri. „Við auglýsum í janúar eftir umsækjendum sem vilja koma fram á tónleikaröðinni. 30 hópar sóttu um fyrir sumarið en við gát- um einungis valið 12 af þeim sem sýnir að þörf er á slíkri tónleika- röð,“ segir Hlíf og bætir við að stílað sé inn á mikinn fjölbreyti- leika við val á flytjendum en að allir séu þeir klassískt menntaðir í tónlist. Næstu tónleikar í sumartón- leikaröðinni verða í Sigurjóns- safni á þriðjudaginn 19. júlí klukkan 20:30 þegar Kristján Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Eva Zöllner harmonikkuleikari flytja nútímatónlist eftir íslensk, þýsk og bandarísk tónskáld. ■ KONTRABASSI OG HARMONIKKA Kristjáni Orri Sigurleifsson kontrabassaleikari og Eva Zöllner harmonikkuleikari leika nútímatónlist eftir íslensk, þýsk og bandarísk tónskáld á næstu tónleikum í sumartónleikaröð í Sigurjónssafni á þriðjudaginn klukkan 20:30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.