Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 29
5LAUGARDAGUR 8. janúar 2005
Gylltir munir eru tákn um vel-
gengni, völd og munað. Mikið
er til af gylltum munum sem
standast tímans tönn.
Gullæði hefur gripið um sig í tísku-
heiminum og því spurning hvort
það muni ná inn á heimilið. Gull er
dýrmætasti málmurinn og í Eg-
yptalandi til forna var gull talið
vera hold guðanna. Trúabrögð hafa
jafnan tengt gull við sólina eins og
silfur tengist tunglinu. Þeir sem
velja gull eru jafnan taldir vera já-
kvæðir, auk þess sem gull á að
auka á velgengni og viðhalda
heilsu. Augljós merking gulls er
auður og völd og hefur það ætíð
þótt merki um munað.
Gullið hefur ekki átt mikið upp
á pallborðið í nýrri hönnun en mik-
ið er til af fallegum gömlum gyllt-
um munum sem standast tímans
tönn og eru alltaf í tísku eins og
þessir glóandi fallegu munir sem
finnast hjá Fríðu frænku.
Gullæði grípur um sig Skemmtilegar
veggskreytingar
ÞAÐ MÁ SKREYTA VEGGI HEIMILIS-
INS MEÐ ÝMSU ÖÐRU EN MYND-
UM OG LISTAVERKUM.
Hægt er að hengja gamlan, út-
saumaðan borðdúk á vegginn
eins og veggteppi. Fallegir
blúndudúkar koma einkar vel
út.
Það má skreyta veggina
með fatnaði, t.d. gömlum
barnakjól.
Gömul plötuumslög
koma vel út á vegg.
Hljóðfæri eru skemmti-
legt veggskraut. Ef maður á
nokkur má hengja þau upp saman
og fylla upp í bilið á milli þeirra
með gömlum nótnablöðum.
Hengdu diska á vegginn. Safnaðu
saman ólíkum diskum í öllum
stærðum og gerðum og búðu til fal-
lega veggmynd með því að raða
þeim saman.
Gullbikar í Fríðu frænku. Skyldi vökvinn úr
þessum veita manni eilíft líf?
Einstaklega glæsilegur kerta-
lampi í Fríðu frænku. Kertastjaki í Art deco stíl í Fríðu frænku.
Vígaleg og aristókrataleg klukka í Fríðu
frænku.
Gyllt og glamúrleg ljósakróna
prýdd kristölum Í Fríðu frænku.
Gaman er að hafa barnaherbergi glaðleg og full af lífi. Margir bregða á það
ráð að mála herbergið í skemmtilegum litum en punktinn yfir i-ið er hægt að
setja með sniðugum vegglímmiðum. Verslunin Einu sinni var býður upp á
fjölbreytt úrval af allavega límmiðum fyrir börn á öllum aldri sem hægt er að
skreyta herbergið með. Það skemmtilega við límmiðana er að það er einfalt
að setja þá upp og ekkert mál að taka þá af, og þeir skilja ekkert eftir sig á
veggnum. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í límmmiðagerð ættu að geta útbúið sér-
sniðna límmiða fyrir þá sem það kjósa. Vegglímmiðar lífga upp á herbergið
og hægt er að skipta límmiðum út eftir því sem barnið stækkar og áhugamál-
in breytast.
Fjörugir veggir
LÍMMIÐAR Í STAÐ VEGGFÓÐURS.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
/G
ET
TY
Hægt er að láta útbúa fyrir sig doppur til að líma á veggi.