Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 2
2 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Breyttur framburður vitnis ekki tekinn til greina: Eitt og hálft ár fyrir nau›gun DÓMSTÓLAR Maður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hér- aðsdómi Vestfjarða í gær fyrir að nauðga ungri stúlku á heimili hennar á Ísafirði eftir sam- kvæmi síðasta sumar. Stúlkan hafði lagst til svefns með vini sínum, en maðurinn vakti hann og vísaði burt áður en hann hóf samfarir við stúlkuna sem þá vaknaði. Hún gat ekki spornað við sökum ölvunar og svefn- drunga. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur. Vinurinn sem stúlkan hafði lagst til svefns með breytti fyrir dómi framburði sínum hjá lögreglu. Nauðgarinn hélt því fram að stúlkan hefði vaknað um leið og vinurinn, þau rætt saman um stund og síðan hefði allt gerst með vilja stúlkunnar. Hjá lögreglu sagði vinurinn þetta fráleitt, en fyrir dómi, eft- ir að nauðgarinn hafði rætt við hann, tók hann undir framburð hans. Dóminn kváðu upp héraðs- dómararnir Hervör Þorvalds- dóttir og Símon Sigvaldason, en Erlingur Sigtryggsson dóm- stjóri skilaði sératkvæði. Hann vildi sýkna manninn því vafi léki á hvert raunverulegt ástand stúlkunnar hefði verið. -óká Þúsundir öryrkja krafðir um gömul skattframtöl: Vilja framtöl frá áttunda áratugnum FÉLAGSMÁL Landssamtök Lífeyris- sjóða hafa sent um þúsund öryrkj- um bréf þar sem óskað er eftir skattframtölum síðustu þriggja ára fyrir örorkumat þeirra. Í ein- hverjum tilvikum er beðið um skattframtöl frá áttunda ára- tugnum en einstaklingum er að- eins skylt að geyma skattframtöl í sex ár. „Mér finnst sem lífeyrissjóð- irnir hafi þarna hlaupið á sig og þeir eigi að draga þetta bréf til baka,“ segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalags Íslands. „Þeir ættu ekki að fara lengra aftur með kröfu um tekjuupplýsingar en lög leyfa.“ Öryrkjabandalagið lítur málið mjög alvarlegum augum og sendi í gær bréf til Landssamtaka líf- eyrissjóða þar sem óskað var eft- ir fundi vegna málsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru bréfin send vegna væntanlegs endurreiknings á ör- orkubótum. Innan ÖBÍ hafa menn áhyggjur af því að þeir bóta- lægstu detti í kjölfarið út af bótum. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Landssamtaka lífeyrissjóða í gærkvöldi. -grs Hæstiréttur: Gæsluvar›- hald sta›fest DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sí- brotamanni sem farið hafði verið fram á að yrði fellt niður eða stytt. Féllst Hæstiréttur ekki á rök mannsins sem dæmdur var hinn 8. júlí síðastliðinn í Héraðsdómi Norð- urlands eystra en gæsluvarðhaldið tók mið af stórfelldum brotaferli mannsins. Var honum gefið að sök að eiga hlut í fjölmörgum ránum og innbrotum auk allnokkurra fíkni- efnabrota. -aöe SPURNING DAGSINS Gu›rí›ur, óttastu íslenska veitingamenn? Nei, ég hef engar áhyggjur því að spáin mín klikkar aldrei. Eða þannig. Rúmenskir veitingamenn ætla að lögsækja þar- lenda veðurfréttamenn vegna rangra spáa. Guðríður Arnardóttir er veðurfréttamaður á Fréttablaðinu og Stöð 2. ÍSAFJÖRÐUR Ungri stúlku var nauðgað á heimili hennar á Ísafirði að morgni sunnu- dagsins 20. júní í fyrra. Hún hafði boðið til samkvæmis heima hjá sér eftir að hafa kvöldið áður skemmt sér á dansleik í Súðavík og síðar um nóttina á skemmti- staðnum Sjallanum á Ísafirði. M YN D /V IL M U N D U R H AN SE N DÍSILOLÍA „Verðhækkanir á dísilol- íu hafa í för með sér gríðarlegan kostnaðarauka,“ segir Hlynur Snæland Lárusson, deildarstjóri bílaútgerðar hjá ferðaskrifstof- unni Snæland Grímssyni. „Sér- staklega er um mikla kjaraskerð- ingu að ræða fyrir þröngan kjarna manna sem lifa á bílaútgerð.“ Hlynur hefur áhyggjur af því hvaða áhrif verðhækkanir á díselolíu um síðustu mánaðamót hafa á ferðaþjónustu sem byggir á jeppa- og rútuferðum. „Ferðirnar eru dýrar og þess vegna er erfitt að hækka verðið,“ segir Hlynur. „Verðhækkanir koma í það minnsta til með að draga mikið úr jeppaferðunum, jafnvel ganga að þeim dauðum.“ Hlynur segir einnig fyrirsjáan- legt að verr gangi að selja erlend- um fyrirtækjum hvataferðir. „Það er slæmt þar sem þessar ferðir eru seldar utan háannatíma og skilja yfirleitt mjög mikið eftir sig.“ Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um framhald jeppa- og rútuútgerðar hjá fyrirtækinu að sögn Hlyns. „Það er ljóst að grundvöllurinn fyrir þessum ferðum hefur versnað mjög mikið.“ Skúli H. Skúlason, formaður Ferðaklúbbsins 4x4, segir dæmi þess að fólk í þeirra hópi hafi skipt dísilbílum sínum út fyrir bensínbíla. „Það er ekki ódýrara að reka bensínbíl en fólk fær ann- að í staðinn sem það sækist eftir, snarpari vélar og léttari bíla til dæmis,“ segir Skúli. „Ekki síst slæmt í ljósi þess að þeir sem mest ferðast hafa hingað til verið sá hópur almennings sem helst hefur notað dísilolíu.“ Skúli segir að klúbburinn gæti sætt sig við breytingar á verði dísilolíu út frá umhverfissjónar- miðum ef þær ýttu undir aukna notkun á dísilbílum. „Þegar lítrinn af dísilolíu er hins vegar orðinn jafndýr og jafnvel dýrari en bensín sjáum við alls ekki að þessi umhverfissjónarmið náist fram.“ helgat@frettabladid.is Hækkanirnar gætu gengi› af jeppafer›um dau›um Hlynur Snæland Lárusson segir hækkanir á dísilolíu hafa veruleg áhrif á bílaútger› í fer›afljónustu. Dæmi eru um jeppaeigendur sem skipt hafa dísilbílum út fyrir bensínbíla eftir ver›hækkanirnar. JEPPAFERÐIR Erfitt verður að mæta auknum kostnaði sem verðhækkanir á dísilolíu hafa í för með sér fyrir skipuleggjendur jeppaferða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N Gagnrýnandi Pútíns: Kasíanov í rannsókn MOSKVA, AP Saksóknarar í Rúss- landi hófu á mánudag rannsókn á meintum fjársvikum Mikhail Ka- síanov, forsætisráðherra Rúss- lands árin 2000-2004. Eftir að Pútín Rússlandsforseti rak hann úr emb- ætti á síðasta ári gerðist Kasíanov einn harðasti gagnrýnandi hans og hafði hann ekki útilokað að bjóða sig fram í forsetakosningum þar árið 2008. Kasíanov hafði einkum beitt sér fyrir efnahagsumbótum á ferli sín- um og var síðasti fulltrúinn úr innsta hring Boris Jeltsín í ríkis- stjórnum Pútíns og hafði varið hina umdeildu stétt auðkýfinga í Rússlandi. ■ Reykjanesbraut: Tekinn á 164 kílómetra hra›a LÖGREGLUMÁL Ökumaður á yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda eftir að bifreið hans mældist á 164 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Hámarks- hraði þar er 70 kílómetrar á klukku- stund og keyrði ökumaðurinn því meira tvöfalt hraðar en lög leyfa. Lögregla stöðvaði ökumanninn og fékk hann að halda för sinni áfram eftir að af honum var tekin skýrsla að sögn lögreglu. Hann verður auk ökuréttindamissisins krafinn um háa sekt. -ht ARNÞÓR HELGASON Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Sprengt í Bagdad: Börn me›al fórnarlamba ÍRAK, AP 25 manns létu lífið í sjálfs- morðs-bílsprengjutilræði í Bagdad í gær, sem beindist gegn bandarísk- um hermönnum sem voru að deila út sælgæti til barna. Þar af á annan tug barna á aldrinum fjögurra til þrettán ára. Einn her- maður dó. Að minnsta kosti 70 manns særðust. Tilræðið átti sér stað í fátækrahverfi þar sem flestir íbúanna eru sjía-múslimar. „Megi Guð fordæma uppreisnar- mennina,“ hrópaði móðir á sjúkra- húsi þar sem hlúð var að hinum særðu, þar á meðal fjögurra daga gömlu barni. ■ Mál Arons Pálma: Gó›ar líkur á heimför DÓMSMÁL Lögfræðingur stuðnings- hóps Arons Pálma, Vestur-Íslend- ingurinn Knut S. Johnsson, átti í gær ítarlegar viðræður við aðstoð- armann ríkisstjórans í Texas. Að fundi loknum var það mat hans að góðar líkur væru á að orðið yrði við óskum um að Aron yrði leystur úr stofufangelsi og honum leyft að fara til Íslands. Ríkisstjórinn tekur ákvörðun innan sex vikna. Aron Pálmi verður 22 ára í dag. ÓNÝTT GÓLFEFNI Talið er að viðgerð á húsnæði aldraðra í Neskaupstað taki um hálfan mánuð og á meðan geta íbúarnir ekki snúið til síns heima. Vatnstjón í íbúðum aldraðra: Níu íbú›ir r‡mdar NESKAUPSTAÐUR Milljónatjón varð í íbúðum aldraðra í Breiðabliki í Nes- kaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía við vatnsinntak í kjallara gaf sig og kalt vatn flæddi um 350 fermetra gólfflöt kjallarans. Húsnæðið er í eigu Fjarðabyggðar og segir Guðmundur Y. Hraunfjörð, húsnæðisfulltrúi bæjarins, að um 10 sentímetra djúpt vatn hafi verið á öllum gólfum í kjallaranum þegar vatnslekinn uppgötvaðist. „Slökkvilið Fjarðabyggðar vatnstæmdi kjallarann en rýma þurfti allar níu íbúðirnar. Nokkrum íbúanna var komið fyrir á sjúkra- húsinu en aðrir fóru til aðstand- enda,“ segir Guðmundur. - kk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.