Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 62
46 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Lárétt:
1 kraft, 5 gott eðli, 6 endalok, 7 öfug röð,
8 grænmeti, 9 sigti, 10 hæð, 12 lín, 13
svækja, 15 samhljóðar, 16 lengra frá, 18
skítur.
Lóðrétt:
1 lystugur maður, 2 tímabils, 3 tveir eins,
4 valdamikill, 6 drepur, 8 glöð, 11 útfall
elds, 14 hátterni, 17 sólguð.
Lausn.
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
Miðasala í Skífunni,
á event.is og í 575-1522
„Vertíðinni er að ljúka, við hætt-
um á toppnum,“ segir Gísli Ein-
arsson, umsjónarmaður sjón-
varpsþáttarins Út og suður sem
er í öðru sæti á eftir fréttum
RÚV samkvæmt könnun IMG
Gallup á sjónvarpsáhorfi í júní.
„Ég er virkilega þakklátur Ís-
lendingum fyrir að fylgjast með
þessu, þó ég taki þetta ekki til
mín því viðmælendurnir eru
auðvitað í aðalhlutverki,“ segir
Gísli. Síðasti þátturinn verður
sýndur á sunnudag en hann var
tekinn upp í vikunni. „Ég held að
ég hafi aldrei gert neitt
skemmtilegra. Þetta var virki-
lega gott tækifæri til að kynnast
landinu upp á nýtt,“ segir Gísli.
Hann tekur vel í að endurtaka
leikinn næsta sumar en segir að
ekkert hafi verið ákveðið um
framhald á þættinum. „Að
minnsta kosti er enginn skortur
á skemmtilegu fólki í landinu.“
Umsjónarmaður Út og suður vill
ekki gera upp á milli þáttanna.
„Allir sem við höfum spjallað
við hafa verið áhugaverðir hver
á sinn hátt, við höfum skemmt
okkur konunglega yfir þessu,“
segir Gísli. ■
Gísli hættir á toppnum
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Um 39 þúsund
Einar Hákonarson
Hálfdán Mörður Gunnarsson
FRÉTTIR AF FÓLKI
AÐ MÍNU SKAPI
BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON LEIKSTJÓRI OG LEIKARI
TÓNLISTIN Núna er ég náttúrlega að
hlusta á tónlistina úr Örlagaeggjunum
sem þeir Höskuldur Ólafsson og Pétur
Benediktsson sömdu. Almennt eltist ég
ekki við neinar sérstakar tónlistarstefnur
en fíla alltaf pottþéttar melódíur og
dramatísk lög.
BÓKIN Ég les nokkuð mikið og uppá-
haldsbókin mín er tvímælalaust Kara-
mazov-bræðurnir eftir Dostojevskíj. Hún
er stærsta afrek mannsandans, stærri
en þegar maðurinn fór til tunglsins.
BÍÓMYNDIN Það eru svo margar bíó-
myndir sem mér finnst eftirtektarverðar.
Fyrst get ég nefnt The World According
to Garp með Robin Williams frá 1982
og svo finnst mér Seven líka góð. Þær
eru báðar vel sagðar. Svo finnst mér
flestar Mike Leigh-myndir æðislegar og
allar myndir leikstjórans Jean-Pierre
Jeunet eru frábærar. Pedro Almodóvar
stendur líka alltaf fyrir sínu.
BORGIN Ég bjó í eitt ár í Barcelona og
það er góð borg bæði hlý og vinaleg.
Mér finnst Berlín líka sérstaklega
skemmtileg því hún er svo krafmikil.
BÚÐIN Bónus. Hún er í uppáhaldi því
hún er alltaf ódýrust. Hvað fatnað varð-
ar þá er ég ekki duglegur að kaupa mér
föt en þegar ég geri það þá fer ég oft-
ast í Outlet.
VERKEFNIÐ Leikritið Örlagaeggin er
verkefni mitt þessa dagana. Það er
verið að sýna það í Borgarleikhúsinu í
allt sumar en þetta er ógeðslega fynd-
inn harmsöngleikur með vísindatryllis-
ívafi. Frábærir leikarar og tónlistarmenn
taka þátt í sýningunni og efnið á vel við
nú á tímum. Ef fólk langar að skemmta
sér í sumar þá ætti það að fara á Ör-
lagaeggin því þar skín sólin – annað en
utandyra.
Örlagaeggin, Karamazov-bræ›urnir og Barcelona
...fær Hallbjörn Hjartarsson,
kúreki í Kántríbæ, sem fékk
styrk frá Menningarsjóði Höfða-
hrepps til að gera við sendinn í
Skagafirði. Lifi kántríið.
HRÓSIÐ
GÍSLI EINARSSON „Í hverri viku fæ ég
annað hvort hringingar eða tölvupóst með
áhugaverðum ábendingum um fólk til að
tala við,“ segir Gísli, um það hvernig hann
finnur viðmælendur sína sem þykja stór-
skemmtilegir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
K
AR
LS
SO
N
Lárétt:
1mátt,5art, 6ko,7ts,8kál,9sáld,10
ás,12tau,13kóf, 15rg,16utar, 18saur.
Lóðrétt:
1mathákur, 2árs,3tt,4voldugur, 6kál-
ar, 8kát,11sót,14fas,17ra.
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR
Gísli Örn Garðarsson vakti at-
hygli út fyrir landsteinana fyrir
nýstárlega leikstjórn á verkinu
Rómeó og Júlía. Hann leggur nú
land undir fót með verkið
Woyzeck eftir George Buchner í
farteskinu. „Við frumsýnum
Woyzeck í Borgarleikhúsinu í
september en sýnum svo í þrjár
vikur í Barbican-leikhúsinu í
London í október,“ segir Gísli
Örn en októbermánuður í Bar-
bican-leikhúsinu er tileinkaður
Ungum snillingum. „Hugmynd-
in að baki Ungum snillingum er
að setja upp verk eftir leikskáld
sem þau skrifuðu áður en þau
náðu 26 ára aldri,“ segir Gísli en
Barbican-leikhúsið hafði sam-
band við Gísla til að fá hann til
að leikstýra Woyzeck.
George Buchner skrifaði
verkið Woyzeck aðeins 23 ára
gamall en lést áður en hann náði
að ljúka leikritinu. „Það er það
sem gerir verkefnið sérstaklega
spennandi. Leikritið fannst í
brotum og áskorun fyrir okkur
er að raða senunum upp í skyn-
samlega röð og ljúka við sköp-
unarverkið. Ég hef enn mikinn
áhuga á sirkusforminu og um
þessar mundir erum við að
prófa okkur áfram uppi í Borg-
arleikhúsi og leita að rétta tón-
inum.“
Til að tryggja að rétti tóninn
verði örugglega sleginn hefur
Gísli Örn haft samband við tón-
listarmanninn Nick Cave. „Nick
Cave semur leikhúsvæna tónlist
með fallegum textum. Hann var
einfaldlega sá tónlistarmaður
sem mér datt fyrst í hug þegar
ég skoðaði verkið svo ég tékkaði
bara á honum,“ segir Gísli en
þetta mun vera í fyrsta sinn sem
Nick Cave semur tónlist sér-
staklega fyrir leikhús. „Ég sendi
umboðsmanni hans tölvupóst og
sagði honum frá hugmyndinni í
mjög stuttu máli. Í bréfinu
spurði ég einfaldlega hvort Nick
Cave hefði áhuga á að vinna í
leikhúsi og hann hringdi sjálfur
í mig til baka tveimur dögum
síðar. Þá spjölluðum við heil-
mikið saman og hann virtist
þekkja söguna þar sem hann
hafði séð þýska kvikmynd upp
úr verkinu.“
Ekki spillti heldur fyrir að
Nick Cave hafði heyrt góðs
orðstírs Vesturportsins getið.
„Það gaf mér greiðari aðgang að
honum að hann hafði heyrt um
Rómeó og Júlíu sýninguna. Í síð-
ustu viku fór ég svo til Brighton
að hitta hann og þá ákváðum við
að kýla á þetta. Hann er því bara
byrjaður að vinna að verkinu
eins og við.“
Gísli Örn segist ekki ætla að
taka að sér aðalhlutverkið í sýn-
ingunni að þessu sinni. „Þótt
hlutverkaskipan liggi ekki end-
anlega fyrir get ég gefið upp að
í uppfærslunni verð ég að mestu
leyti að vinna með fólki sem ég
hef unnið með áður, nema
kannski Nick Cave,“ bætir Gísli
sposkur við. „Við erum að vinna
saman í fyrsta skipti en vonandi
ekki það síðasta.“
thorakaritas@frettabladid.is
GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: FRÆGÐ RÓMEÓS RYÐUR HONUM NÝJAR BRAUTIR
Finnur hinn hreina
tón með Nick Cave
VINNA AÐ SAMA VERKI Nick Cave og Gísli Örn Garðarsson vinna nú saman að upp-
setningu á Woyseck etir George Buchner.
SAMSETT MYND
Dr. Gunni hefur verið í föstuhlutastarfi hjá DV síðustu mán-
uði en hefur nú að
mestu dregið sig í
hlé og situr sveitt-
ur við vinnu
heima hjá sér og
undirbýr næstu
umferð af hin-
um geysivin-
sæla spurn-
ingaþætti
Popppunkti
sem Skjár einn sýnir í haust. Aðdá-
endur Gunna þurfa ekki að örvænta
þar sem hann „skrifar eitthvað lítil-
ræði fyrir DV áfram, pistla og svona
eitthvað,“ eins og hann orðar það á
bloggsíðu sinni.
Hópur fólks sem stundar það aðsleikja sólina á Kanaríeyjum og
kallar sig einfaldlega Kanarí-
eyjaflakkara ætlar að halda árlega
samkomu sína í Árnesi um helgina.
Fjörið byrjar á föstu-
daginn þegar svæðið
opnar og síðan tekur
við þéttskipuð.
Kanaríeyjaflakkar-
arnir sjá sjálfir
um öll skemmti-
atriði og er ekk-
ert að vanbúnaði í þeim efnum þar
sem fjöldi stuðkarla- og kerlinga eru
meðlimir í félagsskapnum og
þannig hefur sjálfur Árni Johnsen
kvöldskemmtun laugardagsins
klukkan 20.00 þegar hann mætir,
vopnaður kassagítarnum, og stýrir
fjöldasöng af sinni alkunnu snilld.
Það þarf svo enginn að óttast að
botninn detti úr stuðinu þegar þing-
maðurinn fyrrverandi leggur frá sér
gítarinn þar sem þá tekur Geir-
mundur Valtýsson, sólbrúnn og
sællegur, við keflinu og ætlar að
trylla lýðinn með hljómsveit sinni.
Þeir sem þekkja stuðið á Kanarí og
afrekaskrá Geirmundar efast ekki
um það eitt augna-
blik að dansinn
duni langt fram eft-
ir nóttu. Árni og
Geirmundur tróðu
einnig upp hjá
Kanaríeyjaflökkur-
unum í fyrra og
stóðu sig svo vel
að engin ástæða þótti til annars en
að fá kappana til að endurtaka leik-
inn. Það verður einnig slegið upp
harmonikuballi á samkomunni og
dregið verður í happadrætti þar sem
helstu vinningar eru ferðir til Kanarí
og Færeyja.