Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 8
1Hversu margir Írakar hafa farist íbardögum eða árásum frá innrásinni í
Írak samkvæmt nýrri svissneskri
rannsókn?
2Hvaða listmálari ætlar að sýna mál-verk í tveimur stórum tjöldum í hljóm-
skálagarðinum í Reykjavík?
3Hvað heitir rauðhærðasti maður Ís-lands?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur:
Málverkas‡ningar ekki of fáar
LISTIR „Ég er ósammála því að of
fáar málverkasýningar séu
haldnar hér í listasafninu,“ segir
Eiríkur Þorláksson, forstöðu-
maður Listasafns Reykjavíkur.
Einar Hákonarson listmálari
gagnrýndi Listasafnið í Frétta-
blaðinu í gær og sagði að þar
væri ekki nægileg áhersla lögð á
málverkasýningar.
Eiríkur segir hlutfall hreinna
málverkasýninga í safninu um
þrjátíu prósent. „Ég tel það eðli-
legt hlutfall en hér eru haldnar
fleiri málverkasýningar en högg-
myndasýningar, sýningar á
byggingarlist og ljósmyndasýn-
ingar,“ segir Eiríkur.
„Langstærstur hluti sýninga
safnsins er hins vegar blandaðar
sýningar en í mörgum þeirra er
málverkið einnig í lykilhlut-
verki.“
Einar Hákonarson hyggst
halda málverkasýningu í tveim-
ur tjöldum á menningarnótt og
segir það koma til vegna þess að
honum hafi verið synjað um að
halda sýningar í sölum Lista-
safns Reykjavíkur. Eiríkur segir
beiðni Einars um sýningarhald
hafa komið of seint fram. „Drög
að sýningaráætlun vetrarins
höfðu verið lögð fram og frekar
hefur þurft að draga úr umfangi
hennar síðan.“ - ht
EIRÍKUR ÞORLÁKSSON Forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur segir um þrjátíu pró-
sent sýninga í safninu vera hreinar mál-
verkasýningar og telur það mjög eðlilegt
hlutfall.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
LÖGREGLUFRÉTTIR
REYK LAGÐI FRÁ POTTI Kalla
þurfti út slökkvilið á Akureyri í
fyrrakvöld eftir að tilkynnt var
um að reyk legði frá potti í eld-
húsi parhúss í Glerárhverfi. Eng-
inn var heima en lögregla fór inn
um glugga og fjarlægði pottinn
af hellu, sem gleymst hafði að
slökkva undir. Engar skemmdir
voru sjáanlegar á íbúðinni en þar
var mikill reykur.
MISSTI FINGUR VIÐ BRÚARSMÍÐI
Ungur maður missti þumalfingur
eftir vinnuslys við brúarsmíði í
Króksfirði í fyrradag. Maðurinn
var fyrst í stað fluttur á heilsu-
gæslustöðina í Búðardal þar sem
gert var að sárum hans en hann
var síðan fluttur með sjúkrabifreið
til Reykjavíkur þar sem meiðsl
hans voru meðhöndluð frekar.
PAKISTAN, AP Þrjár járnbrautar-
lestar rákust saman í suðurhluta
Pakistan í gærmorgun, með þeim
afleiðingum að minnst 128 manns
fórust og hundruð slösuðust. Svo
virðist sem einn lestarstjórinn
hafi mislesið umferðarljós og
ekið aftan á kyrrstæða lest með
fyrrgreindum afleiðingum.
Nokkrir lestarvagnar köstuðust
yfir á teinana við hliðina sem lest
úr gagnstæðri átt lenti á. Slysið
er það mannskæðasta sem orðið
hefur í landinu í meira en áratug.
„Aðkoman var hryllileg,“ sagði
Agha Mohammed Tahir, lögreglu-
stjóri héraðsins þar sem slysið
varð. Hann sagði 128 manns hafa
farist, þar á meðal þrjá sem létust
af sárum sínum á sjúkrahúsi í
borginni Ghotki.
Slysið varð snemma morguns í
grennd við Ghotki, sem er um 600
km norðaustur af hafnarborginni
Karachi.
Járnbrautakerfi Pakistans er
úr sér gengið og slys eru tíð. Í
júní 1991 fórust yfir 100 manns
við Ghotki, er yfirfull farþegalest
ók á kyrrstæða flutningalest. -aa
Þriggja lesta árekstur í suðurhluta Pakistan:
Mannskæ›asta slys
í meira en áratug
FRÁ SLYSSTAÐ Lestarvagnarnir hrúguðust upp við áreksturinn og köstuðust yfir á teinana
við hliðina. Að minnsta kosti 128 manns fórust.
NEYTENDUR Fyrsta uppskera árs-
ins af nýjum íslenskum kartöfl-
um úr Þykkvabænum sem komu
í verslanir á höfuðborgarsvæð-
inu í gærmorgun kláruðust úr
hillum verslana á nokkrum
klukkustundum.
Um lítið magn var að ræða
enda þurfa bændur að tjalda
ýmsu til að koma vöru sinni
þetta snemma á markaðinn.
Margir biðu greinilega óþreyju-
fullir og voru nýju kartöflurnar
horfnar aftur fljótlega eftir há-
degi í þeim verslunum sem þær
buðu.
Neytendur þurfa þó ekki að
örvænta. Meira magn mun ber-
ast í verslanir í dag og næstu
daga og ættu því allir sem vilja
að fá nóg og óþarfi að óttast
frekari skort.
Sigurbjartur Pálsson, kart-
öflubóndi að Skarði, segir að
uppskeran sé góð miðað við ár-
ferði fyrr í vor og segir þess
ekki langt að bíða að hægt verði
að taka upp mun meira magn en
nú er. „Ekki vantar eftirspurn-
ina og ekki skemmir fyrir að við
bændur fáum mun betra verð
fyrir nýja uppskeru og ekki
veitir af.“
-aöe
Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir:
Seldust upp á nokkrum
klukkustundum
NÝ UPPSKERA TIL NEYTENDA Fjölmargir
bíða árlega eftir nýjum íslenskum kart-
öflum en fyrsta uppskera kartöflubænda
kom samdægurs í búðir á höfuðborgar-
svæðinu.