Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 46
14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Ég ákvað að bregða undir mig betri fætinum nú í vikunni og fara í bíó í góðum fé- lagsskap. Ég fer mjög sjaldan í bíó því það er svo dýrt (fyrir fá- tæka námsmenn) en stefnan var sett á mjög áhugaverða kvikmynd og ég var í ljómandi góðu skapi. Til að vera nú örugg með að tryggja okkur miða ákváðum við að vera tímanlega og vorum mætt hálftíma fyrir sýningu. Við fengum miðana en þegar við komum inn í bíóið máttum við gjöra svo vel og bíða fyrir utan salinn. Smám saman myndaðist stór hrúga af fólki fyrir utan og það var ekki opnað inn fyrr en fimm mínútur voru í sýningu. Þetta var frekar óskemmtileg bið og mér fannst þetta sérstaklega skrýtið í ljósi þess að myndin var sýnd í tveimur sölum og töluvert langt síðan sýningin á undan klárað- ist í þessum sal. Aðstandendum kvikmyndahússins þykir greinilega ekki sanngjarnt að þeir sem komi fyrstir fái bestu sætin, heldur þeir sem ryðjist mest. Þegar við vorum svo stödd í miðjum troðningnum kallar starfs- maður kvikmyndahússins allt í einu að hann þurfi að sjá miðana. Nú vorum við búin að láta rífa af mið- unum við innganginn og ekkert sér- staklega að passa upp á afrifurnar þar sem okkur var ekki sagt að gera það. Þá upphófst örtvænting- arfull leit af afrifunum með tilheyr- andi taugaveiklun og á meðan streymdi fólk inn í salinn. Þær fundust svo eftir mikið japl og jaml og þá gátum við loksins sest. Þá tók ekkert betra við því nú máttum við sitja undir auglýsingum í tuttugu mínútur og sumir kvikmynda- treilerarnir voru sýndir tvisvar. Að lokum var svo klikkt út með því að skella inn hléi á mjög viðkvæmum stað, í mynd sem er kaflaskipt og bauð upp á mörg betri tækifæri fyrir pásu. Fyrir þessi herlegheit borgaði ég heilar 800 krónur og fékk staðfest enn eina ferðina að það að fara í bíó er sjaldnast peninganna virði. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SÓLEY KALDAL BORGAR FYRIR AÐ HORFA Á AUGLÝSINGAR Það borgar sig ekki að fara í bíó M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars.“ Þ.Þ. FBL AB Blaðið „Sin City er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.“ H.L. MBL T.V. kvikmyndir.is D.Ö.J kvikmyndir.com K&F XFM BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT. BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA KOMIN Í BÍÓ Miðasala í Skífunni, á event.is og í 575-1522 Nýjasta æðið! Scooterhjól með mótor í fyrsta sinn á Íslandi! Engin trygging nauðsynleg - flokkast sem reiðhjól. Notist á gangstéttum. Engin aldurstakmörk. Munið eftir hjálmunum! Vegna mikillar eftir- spurnar byrjum við í dag! Sími: 869 0898 DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! ...einfaldlega betri! Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli ....já, líffræði er eitt af mínum uppáhaldsfögum. Athyglisvert. Hei, sjáið mig! Ég er fyrsta lóa vorsins! Ég! Númeró únó! Hvað ? Vorið kemur ekki fyrr en eft- ir þrjár vikur!! Þetta er bara keppnisskapið í mér. Hvað með þennan? Nei! Þennan! Þessi gæti verið fínn. eða þessi... þú hefur ekki farið í þennan lengi... Nei! Oj! Nei! Nei! Nei! Allt í lagi! Vertu bara í því sem þú vilt! Ég hef ekki tíma til að rífast við þig! Pabbi hjálpaði mér að velja fötin mín í morgun. Með lausnum okkar stjórnmála- flokks munu allir eiga miklu betra líf, börn sem og eldra fólk. Við höf- um svörin og allir í hinum flokkun- um eru fífl! Kjósið okkur! Ég blessa ykkur í gegnum sím- ann. Jesús virkar í gegnum mig! Ég hef gert samning við vorn al- máttugan! Hallelúja! Hringið í síma 391857, 99 krón- ur mínútan. Ég held að flestir, sérstaklega fólk sem á smábörn ættu að borga hærri skatta. Kannski 15 prósent hærri, það væri gott! Palli! Aldrei treysta manni með hár eins og playmokall og bindi. Móttekið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.