Fréttablaðið - 14.07.2005, Qupperneq 10
LYFJAMÁL Eftir að lyfjagagna-
grunnur Landlæknisembættis-
ins var tekinn í gagnið hefur
tekist að sjá út að einhverju
leyti hverjir eru stórneytendur
á ávanabindandi, ávísunarskyld
lyf og gera læknum viðvart.
Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir segir reynsluna af
notkun gagnagrunnsins góða
hingað til og að hann verði til
þess að einfaldara verður að
fylgjast með því að ávísunar-
skyld lyf verði ekki mis-
notuð. Með tilkomu
grunnsins er
einnig auðveldara
að koma í veg fyr-
ir að hægt sé að nálgast lyf með
fölsuðum lyfseðlum. Matthías
tekur þó fram að
grunnurinn sé
ekki til þess
ætlaður að
embætti Land-
læknis sé með
nefið ofan í
hvers manns
koppi og því sé
ekki gripið til
sérstaks eftirlits
e ð a
aðgerða nema fyrir því sé góð
ástæða, til dæmis sé eðlilegt að
krabbameinslæknar skrifi upp á
mikið af morfínskyldum lyfjum.
Matthías segir sig gruna að
ef til vill megi rekja fjölgun
rána og ránstilrauna í apótekum
að undanförnu, þar sem lyfja er
krafist, til þess að nú sé erfiðara
að fá lækna til að skrifa upp á
lyf til þeirra sem vitað er að
misnota þau. - oá
14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins:
Hert eftirlit hefur kannski ‡tt
undir fleiri ránstilraunir
MATTHÍAS HALLDÓRSSON Aðstoðarland-
læknir segir að ef til vill sé hert eftirlit
ástæða fyrir fjölgun rána í apótekum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Skipulags-
nefnd sveitarfélaga í uppsveitum
Árnessýslu hefur lagt til að ekki
verði veitt leyfi til lögheimilis í
frístundarbyggð nema að um-
sækjandi færi fram sannanir fyr-
ir fastri búsetu sinni. Skal það
gert með lögregluskýrslu þar
sem umsækjandi færir einnig
rök fyrir því að hann vilji búa í
frístundarbyggð. Standi húsið
inni á frístundasvæði verði um-
sækjandi að sækja um að aðal-
skipulagi fyrir lóðina sem heimil-
ið er á verði breytt.
Sveitarstjórn í Grímsnes- og
Grafningshreppi hefur skrifað
undir þessi tilmæli enda hafa
sveitarfélaginu þegar borist um-
sóknir um lögheimili í frístundar-
byggð síðan dómur féll í Hæsta-
rétti í maí síðastliðnum sem
heimilar að menn hafi lögheimili
sitt í sumarbústað sé hann íbúð-
arhæfur allan ársins hring.
„Við eru alls ekki á móti því að
fá fólk í sveitarfélagið en við
vinnum eftir skipulags- og bygg-
ingarlögum og það eru fjölmargir
sumarhúsaeigendur ósáttir við
íbúabyggð í frístundabyggð,“
segir Margrét Sigurðardóttir
sveitarstjóri.
Ísólfur Gylfi Pálmason sveit-
arstjóri í Hrunamannahreppi seg-
ir að þar hafi menn ekki farið var-
hluta af áhuga fólks á að flytja
lögheimili sitt þangað. Hann seg-
ir að sveitarfélagið sé ekki í stakk
búið til að veita íbúum þá þjón-
ustu sem því ber skylda til ef íbú-
um með lögheimili þar fjölgi.
Hann segir að sveitarstjórnin sé
að ræða það hvernig bregðast
megi við þessari eftirspurn.
Trausti Fannar Valsson, lög-
fræðingur hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga sem einnig
á sæti í starfshópi á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins sem ræð-
ir áhrif dómsins á þjónustuhlut-
verk sveitarfélaga, segir að eins
og sakir standa hafi sveitarfélög-
in ekki heimild til þess að setja
skilyrði fyrir lögheimilisveit-
ingu.
Hann bendir hins vegar á að
dómurinn gangi gegn ákveðnu
forræði sem sveitarfélögin hafa
samkvæmt skipulags- og bygg-
ingarlögum til að skipuleggja
byggð. Samkvæmt þeim lögum
getur sveitarfélag ákveðið að á
einum stað eigi að vera sumar-
húsabyggð sem ekki verði nýtt til
fastrar búsetu.
jse@frettabladid.is
Æ fleiri vilja skrá
sig í sumarhús
Mikil eftirspurn er eftir flví a› fá lögheimili skrá› í frístundarbygg›um í uppsveit-
um Árness‡slu. Eitt sveitarfélaganna vill setja skilyr›i fyrir lögheimilisveitingu.
Lögfræ›ingur Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki heimild fyrir slíku.
SUMARBÚSTAÐUR Í GRÍMSNESI Útlit er fyrir að Grímsnes- og Grafningshreppur láti á það reyna hvort skipulags- og byggingarlög verði
nýjum lögheimilislögum yfirsterkari. Sveitarstjórnin þar vill setja skilyrði fyrir því að menn fái lögheimili þar í frístundarbyggð.
FJÖLMIÐLAR Rás tvö og Bylgjan njóta
jafnmikillar hylli meðal lands-
manna samkvæmt fjölmiðlakönnun
IMG Gallup sem gerð var dagana 9.
til 15. júní síðastliðinn.
Könnunin leiðir þó í ljós að mun-
ur er á kynjunum hvað hlustun
varðar. Konur hlusta meira á
Bylgjuna og karlar meira á Rás tvö.
Um 64% kvenna hlustuðu á Bylgj-
una í könnunarvikunni og 57%
karla, meðan 55% kvenna hlustuðu
á Rás tvö og 66% karla.
Þá er nokkur munur á vinsæld-
um útvarpsstöðva eftir því hvort
horft er til hlustunar á landinu öllu,
eða bara á höfuðborgarsvæðinu, því
margar stöðvar nást ekki nema þar.
Bylgjan nýtur mestrar hylli á höf-
uðborgarsvæðinu, en á eftir henni
koma svo stöðv-
ar Ríkisútvarps-
ins. Talstöðin er
með 19% hlust-
un á höfuðborg-
arsvæðinu og er
þar komin upp
fyrir útvarps-
stöðina Sögu
sem á sama
svæði er með
16% uppsafn-
aða hlustun í
könnunarvik-
unni. Báðar
stöðvar leggja
megináherslu á
talað mál. -óká
Vinsældir útvarpsstöðva í júní:
Bylgjan vinsælust í borginni
UPPSÖFNUÐ HLUSTUN Á ÚT-
VARPSSTÖÐVAR 9. TIL 15. JÚNÍ
2005:*
Útvarps- Höfuðborgar- Landið
stöð svæðið allt
Bylgjan 59,0% 60,4%
Rás 2 54,3% 60,5%
Rás 1 40,8% 44,0%
FM 957 31,2% 29,8%
Létt 27,5% 23,6%
Talstöðin 18,9% 14,7%
X-ið 18,6% 13,2%
Kiss FM 17,7% 12,9%
Saga 16,1% 13,0%
XFM 12,9% 9,4%
*Heimild: IMG Gallup
ÞORGEIR ÁSTVALDS-
SON Þorgeir tengist
báðum vinsælustu
stöðunum, hann
stýrði Rás 2 í upphafi
og er nú á Bylgjunni.