Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.07.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.07.2005, Qupperneq 10
LYFJAMÁL Eftir að lyfjagagna- grunnur Landlæknisembættis- ins var tekinn í gagnið hefur tekist að sjá út að einhverju leyti hverjir eru stórneytendur á ávanabindandi, ávísunarskyld lyf og gera læknum viðvart. Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir segir reynsluna af notkun gagnagrunnsins góða hingað til og að hann verði til þess að einfaldara verður að fylgjast með því að ávísunar- skyld lyf verði ekki mis- notuð. Með tilkomu grunnsins er einnig auðveldara að koma í veg fyr- ir að hægt sé að nálgast lyf með fölsuðum lyfseðlum. Matthías tekur þó fram að grunnurinn sé ekki til þess ætlaður að embætti Land- læknis sé með nefið ofan í hvers manns koppi og því sé ekki gripið til sérstaks eftirlits e ð a aðgerða nema fyrir því sé góð ástæða, til dæmis sé eðlilegt að krabbameinslæknar skrifi upp á mikið af morfínskyldum lyfjum. Matthías segir sig gruna að ef til vill megi rekja fjölgun rána og ránstilrauna í apótekum að undanförnu, þar sem lyfja er krafist, til þess að nú sé erfiðara að fá lækna til að skrifa upp á lyf til þeirra sem vitað er að misnota þau. - oá 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins: Hert eftirlit hefur kannski ‡tt undir fleiri ránstilraunir MATTHÍAS HALLDÓRSSON Aðstoðarland- læknir segir að ef til vill sé hert eftirlit ástæða fyrir fjölgun rána í apótekum. SVEITARSTJÓRNARMÁL Skipulags- nefnd sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu hefur lagt til að ekki verði veitt leyfi til lögheimilis í frístundarbyggð nema að um- sækjandi færi fram sannanir fyr- ir fastri búsetu sinni. Skal það gert með lögregluskýrslu þar sem umsækjandi færir einnig rök fyrir því að hann vilji búa í frístundarbyggð. Standi húsið inni á frístundasvæði verði um- sækjandi að sækja um að aðal- skipulagi fyrir lóðina sem heimil- ið er á verði breytt. Sveitarstjórn í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur skrifað undir þessi tilmæli enda hafa sveitarfélaginu þegar borist um- sóknir um lögheimili í frístundar- byggð síðan dómur féll í Hæsta- rétti í maí síðastliðnum sem heimilar að menn hafi lögheimili sitt í sumarbústað sé hann íbúð- arhæfur allan ársins hring. „Við eru alls ekki á móti því að fá fólk í sveitarfélagið en við vinnum eftir skipulags- og bygg- ingarlögum og það eru fjölmargir sumarhúsaeigendur ósáttir við íbúabyggð í frístundabyggð,“ segir Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri. Ísólfur Gylfi Pálmason sveit- arstjóri í Hrunamannahreppi seg- ir að þar hafi menn ekki farið var- hluta af áhuga fólks á að flytja lögheimili sitt þangað. Hann seg- ir að sveitarfélagið sé ekki í stakk búið til að veita íbúum þá þjón- ustu sem því ber skylda til ef íbú- um með lögheimili þar fjölgi. Hann segir að sveitarstjórnin sé að ræða það hvernig bregðast megi við þessari eftirspurn. Trausti Fannar Valsson, lög- fræðingur hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga sem einnig á sæti í starfshópi á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins sem ræð- ir áhrif dómsins á þjónustuhlut- verk sveitarfélaga, segir að eins og sakir standa hafi sveitarfélög- in ekki heimild til þess að setja skilyrði fyrir lögheimilisveit- ingu. Hann bendir hins vegar á að dómurinn gangi gegn ákveðnu forræði sem sveitarfélögin hafa samkvæmt skipulags- og bygg- ingarlögum til að skipuleggja byggð. Samkvæmt þeim lögum getur sveitarfélag ákveðið að á einum stað eigi að vera sumar- húsabyggð sem ekki verði nýtt til fastrar búsetu. jse@frettabladid.is Æ fleiri vilja skrá sig í sumarhús Mikil eftirspurn er eftir flví a› fá lögheimili skrá› í frístundarbygg›um í uppsveit- um Árness‡slu. Eitt sveitarfélaganna vill setja skilyr›i fyrir lögheimilisveitingu. Lögfræ›ingur Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki heimild fyrir slíku. SUMARBÚSTAÐUR Í GRÍMSNESI Útlit er fyrir að Grímsnes- og Grafningshreppur láti á það reyna hvort skipulags- og byggingarlög verði nýjum lögheimilislögum yfirsterkari. Sveitarstjórnin þar vill setja skilyrði fyrir því að menn fái lögheimili þar í frístundarbyggð. FJÖLMIÐLAR Rás tvö og Bylgjan njóta jafnmikillar hylli meðal lands- manna samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem gerð var dagana 9. til 15. júní síðastliðinn. Könnunin leiðir þó í ljós að mun- ur er á kynjunum hvað hlustun varðar. Konur hlusta meira á Bylgjuna og karlar meira á Rás tvö. Um 64% kvenna hlustuðu á Bylgj- una í könnunarvikunni og 57% karla, meðan 55% kvenna hlustuðu á Rás tvö og 66% karla. Þá er nokkur munur á vinsæld- um útvarpsstöðva eftir því hvort horft er til hlustunar á landinu öllu, eða bara á höfuðborgarsvæðinu, því margar stöðvar nást ekki nema þar. Bylgjan nýtur mestrar hylli á höf- uðborgarsvæðinu, en á eftir henni koma svo stöðv- ar Ríkisútvarps- ins. Talstöðin er með 19% hlust- un á höfuðborg- arsvæðinu og er þar komin upp fyrir útvarps- stöðina Sögu sem á sama svæði er með 16% uppsafn- aða hlustun í könnunarvik- unni. Báðar stöðvar leggja megináherslu á talað mál. -óká Vinsældir útvarpsstöðva í júní: Bylgjan vinsælust í borginni UPPSÖFNUÐ HLUSTUN Á ÚT- VARPSSTÖÐVAR 9. TIL 15. JÚNÍ 2005:* Útvarps- Höfuðborgar- Landið stöð svæðið allt Bylgjan 59,0% 60,4% Rás 2 54,3% 60,5% Rás 1 40,8% 44,0% FM 957 31,2% 29,8% Létt 27,5% 23,6% Talstöðin 18,9% 14,7% X-ið 18,6% 13,2% Kiss FM 17,7% 12,9% Saga 16,1% 13,0% XFM 12,9% 9,4% *Heimild: IMG Gallup ÞORGEIR ÁSTVALDS- SON Þorgeir tengist báðum vinsælustu stöðunum, hann stýrði Rás 2 í upphafi og er nú á Bylgjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.