Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 20

Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 20
Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu forsjárlausra foreldra í höfuðborginni. Eftir sem áður finnst mörgum ekki nóg að gert. Þar sem upplýsingar skortir um stöðu þessa hóps samþykkti vel- ferðarráð Reykjavíkur í vor til- lögu mína um að láta taka saman minnisblað um stöðu forsjár- lausra feðra, en flestir forsjár- lausir foreldrar eru feður. Í minn- isblaði velferðarsviðs sem lagt var fram í velferðarráði 29. júní síðastliðinn kemur fram að á síð- ustu 5 árum hafi ýmislegt verið gert til þess að bæta stöðu for- sjárlausra foreldra í borginni. Þannig hafa þeir feður sem hafa reglulega umgengni við börn sín nú möguleika á betra húsnæði ef þeir hafa rétt til þjónustu vel- ferðarsviðs á annað borð. Auk þess hefur verið boðið upp á ým- iss konar endurhæfingu ef at- vinnuleysi hrjáir þessa einstak- linga, eða ef þeir hafa þurft á langtímaþjónustu velferðarsviðs að halda. Þótt unnið hafi verið að því með markvissum hætti að því að bæta hag forsjárlausra feðra liggja þó ekki fyrir ítarlegar upp- lýsingar um stöðu eða högu for- sjárlausra feðra eða mæðra. Kannanir hérlendis og erlendis hafa leitt í ljós að feður séu al- mennt ekki nægilega mikið með í myndinni varðandi uppeldi og stuðning við börn sín eftir skilnað eða sambúðarslit, eins og segir í minnisblaði skrifstofustjóra vel- ferðarþjónustu velferðarsviðs, og að mikilvægt sé að styrkja tengsl feðra við börn sín þó svo að ekki hafi verið um hjónaband eða sambúð að ræða. Til þess að skoða þessi mál nánar samþykkti velferðarráð á fundi sínum í lok júní að gera úttekt á fjölda og stöðu forsjárlausra feðra í Reykjavík og setja af stað rýni- hóp til að fá upplýsingar um við- horf og skoðanir forsjárlausra feðra um hvað leggja eigi ár- herslu á í þjónustu við þá og börn þeirra. Á þann hátt verður leitast í auknum mæli við að finna úr- lausnir sem taka mið af hagsmun- um allra sem hlut eiga að máli. ■ 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR20 Atvinna eykst me› brottför hersins Okkur er sagt af ráðamönnum að floti Bandaríkjamanna vilji fara núna frá Keflavíkurflugvelli. Þar séu ekki lengur nein verkefni fyr- ir hann í dag. Auðvitað eiga þeir þá að fara og gera það. Ekki á að halda þeim nauðugum eða er það? Flugherinn segist engin verk- efni hafa hér lengur og vill líka fara. Ráðamenn okkar þrasa um það við Bandaríkjamenn að bandaríski flugherinn verði hér verkefnalaus áfram á vopnlaus- um vélum og geri hér áfram við bilaðar vélar sínar. Vonandi fer flugherinn og neitar að vera áfram. Um leið og herinn er farinn og varnarsamningurinn við þá úr gildi fallinn með öllum hætti með sameiginlegri bókun þá getum við tekið sjálfir þarna til hend- inni. Fáum öll mannvirkin afhent á Vellinum. Á Vellinum yrðu þá lausar um 5000 íbúðir sem Íslendingar gætu flutt í með lágri leigu eða ódýrum kaupum. Stutt og þægi- legt er að aka í vinnu til Reykja- víkur á nýjum vegi tvíbreiðum. Mikið auðveldara og hættuminna en í dag er yfir Hellisheiði. Þar eru vikulega bílslys og oft dauða- slys. Vegurinn þar ber ekki um- ferðina lengur. Á vellinum eru hótel sem Ís- lendingar tækju við og rækju. Þetta er mjög þægilegt fyrir flugfarþega sem stoppa 1-2 daga og færu í skoðunarferðir frá Keflavíkurflugvelli. Mikil vinna yrði við þessa ferðamenn fyrir Íslendinga. Það skapar okkur nýja vinnu. Flugskýli á Vellinum yrðu af- hent okkur og þar mætti skapa mikla vinnu við flugvélaviðgerð- ir fyrir okkur og útlendinga. Þetta gæti verið mikil atvinna handa okkur. Hér er stórt opið tækifæri. Á vellinum er mikið af skrif- stofuhúsnæði sem mörg íslenzk fyrirtæki vantar og gætu tekið á leigu eða keypt, enda þægilegt að vera á vellinum í inn- og útflutn- ingi til dæmis á fiski. Bandaríkjamenn vinna í dag mjög mörg störf á Vellinum. Um leið og þeir fara vonandi brott á næstu mánuðum yrði að ráða Ís- lendinga, t.d. úr Keflavík, í þau sömu störf. Full og góð atvinna og mikið meiri en í dag yrði aftur þarna fyrir alla Íslendinga. Fáum í okkar hendur völlinn. ■ Úttekt á stö›u forsjárlausra fe›ra Laugardaginn 23. júlí verða tímamót á vettvangi almennings- samgangna á höfuðborgarsvæð- inu. Þá tekur gildi nýtt leiðakerfi sem leysir af hólmi eldra kerfi sem svarar ekki lengur kalli tím- ans. Um mitt ár 2001 var byggða- samlagið Strætó stofnað en það er í eigu sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta var í fyrsta skipti sem almennings- samgöngur í öllum sjö sveitarfé- lögunum komu undir einn hatt, en áður höfðu almenningssam- göngur verið skipulagðar af sveitarfélögunum sjálfum, ein- um eða nokkrum í samstarfi. Markmiðið með stofnun Strætó bs. var skýrt af hálfu eigend- anna: Að efla almenningssam- göngur. Var talið að það markmið næðist best með heildarendur- skoðun leiðakerfisins. Undanfarin misseri hefur verið unnið hörðum höndum að heildarendurskoðun og útfærslu á nýju, heildstæðu leiðakerfi fyr- ir allt höfuðborgarsvæðið. Í þeirri vinnu hefur reynsla og þekking fagaðila og sérfræðinga verið nýtt og jafnframt leitast við að hafa víðtækt samráð við almenning. Í því skyni var efnt til fjölmargra kynningarfunda, auk þess sem tillagan að nýja leiðakerfinu hefur verið til kynn- ingar á vef strætó (www.bus.is) um nokkurt skeið. Fjölmargar ábendingar og athugasemdir hafa borist sem reynst hafa gagnlegar við hönnun nýja leiða- kerfisins. Aldrei verður unnt að útbúa leiðakerfi strætisvagna svo öll- um líki. Hins vegar hefur verið lögð áhersla á að standa fag- mannlega að verkinu þannig að til verði leiðakerfi sem henti meginþorra íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Ráðist var í gerð um- fangsmikillar ferðavenjukönn- unar þar sem íbúar á svæðinu voru fengnir til að lýsa ferðum sínum tiltekna daga. Niðurstöður könnunarinnar voru settar í hermilíkan og það síðan nýtt til að bera saman hina ýmsu kosti og tillögur um hönnun leiðakerf- isins. Þegar endanlegt leiðakerfi er borið saman við eldra leiða- kerfi er niðurstaðan ótvíræð. Ferðatími styttist og skiptingum fækkar. Í einhverjum tilvikum breytast gönguvegalengdir, þær ýmist styttast eða lengjast. Með tilkomu nýs leiðakerfis batnar þjónustustigið og er óhætt að fullyrða að almennings- samgöngur verði nú raunhæfur valkostur fyrir fleiri en áður. Mesta ferðatíðni strætisvagna verður á þeim tímum dags þegar flestir eru á ferðinni, þ.e. á morgnana og síðdegis virka daga. Stofnleiðir munu aka stystu leið milli fjölmennustu hverfanna og stærstu atvinnu- og þjónustusvæðanna á allt að 10 mínútna fresti á álagstímunum. Strætó er í senn hagkvæmur og umhverfisvænn kostur og notkun strætó leiðir til sparnað- ar í rekstri heimilanna með því að draga úr akstri einkabíla. Nýja leiðakerfið býður upp á raunhæfan kost í samgöngum fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæð- isins. ■ Strætó ver›ur raunhæfur valkostur Á Vellinum yr›u flá lausar um 5000 íbú›ir sem Íslendingar gætu flutt í me› lágri leigu e›a ód‡rum kaupum. Stutt og flægilegt er a› aka í vinnu til Reykjavíkur á n‡jum vegi tví- brei›um. Miki› au›veldara og hættuminna en í dag er yfir Hellishei›i. fiar eru vikulega bílslys og oft dau›aslys. Vegur- inn flar ber ekki umfer›ina lengur. Ísland er fuglaparadís, ekki síst á sumrin. Á vorin og snemma sumars koma fljúgandi fjöl- margar tegundir fugla langan veg hingað „heim“ til að verpa og koma upp ungum. Víða myndast varpstöðvar þar sem fjöldi para er upptekinn við að koma upp næstu kynslóð. Nú líður senn að því að ungar fjölmargra þessara tegunda fara að reyna við flug og undirbúning brottfarar á suð- lægari slóðir. Þá eru höggvin skörð í hópana. Á ferðum mínum um þjóðvegi landsins mörg und- anfarin sumur hef ég því miður ekki komist hjá því að taka eftir því að allt of margir fuglar verða fyrir bifreiðum. Þetta gildir ekki síst um ungana þar sem vegir liggja hjá þéttbýlum varpsvæð- um og ökuhraði er mikill. Hér virðast kríuvörpin sérstaklega eiga undir högg að sækja. Við sum þeirra hefur síðsumars gef- ið að líta ófagra sjón þar sem dauðir fuglar liggja eins og hrá- viði á og við þjóðveginn. Mér þykir mál að linni. Fuglarnir sem koma hingað yfir sumartímann eru okkur mannfólkinu til yndis- auka. Okkur ber skylda til að verja þá gegn ónauðsynlegum af- föllum. Þeir eru hluti af þeirri gersemi og auðlind sem íslensk náttúra er. Auðlind sem við til að mynda seljum ferðamönnum að- gang að. Því er það okkur ekki til framdráttar að fara ekki varleg- ar en raun ber vitni á ökuferðum okkar um svæði þar sem varp- lönd er að finna. Stjórnvöld ættu að fela Vegagerðinni að láta hanna og framleiða viðvörunar- skilti sem sveitarfélögin gætu síðan komið fyrir á þjóðvegum þar sem varpsvæði eru í grennd. Slík skilti hvettu ökumenn til að hægja á sér og hafa varann á, þar sem hætta sé á árekstrum við fugla. Að varptíma loknum væri síðan hægt að fjarlægja þessi skilti. Við erum ekki að tala um margar vikur á hverju ári. Þetta kostar ekki mikið, en getur skil- að okkur miklu. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. LÚÐVÍK GIZURARSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR UMRÆÐAN VARNARLIÐIÐ ÁSGEIR EIRÍKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI STRÆTÓ BS. UMRÆÐAN ALMENNINGSSAM- GÖNGUR MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON UMRÆÐAN FUGLAVARP STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON VARABORGARFULLTRÚI REYKJAVÍKURLISTANS UMRÆÐAN FORSJÁRLAUSIR FORELDRAR Me› tilkomu n‡s lei›akerfis batnar fljónustustigi› og er óhætt a› fullyr›a a› almenn- ingssamgöngur ver›i nú raun- hæfur valkostur fyrir fleiri en á›ur. S‡num varkárni vi› varpstö›var Sjónvarpsstöðin Sirkus er alltaf í ólæstri dagskrá. Stöðin er á rásinni þar sem Popp Tíví var áður. Popp Tíví er á annarri rás á Digital Ísland. Í KVÖLD Á SIRKUS FYLGSTU MEÐ! SEINFELD KL. 20:00 SJÁÐU KL. 21:45 TRU CALLING KL. 21:00 KVÖLDÞÁTTURINN KL. 22:00 LETTERMAN KL. 22:45 FRIENDS KL. 20:30

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.