Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 22

Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 22
 Costa del Sol M all or ca Sóla rlottó • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sólríkt haust -sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 22. 29. ágúst 5. 12. 19. sept. Mallorca 24. 31. ágúst 7. sept. Costa del Sol 25. ágúst 1. 8. og 15. sept. Portúgal 22. 29. ágúst 5. 12. og 19. sept. Netverð frá Óhressir Danir Danir eru ekkert sérstaklega ánægðir með þá þró- un að erlendir fjárfestar geti keypt fyrirtæki í Dan- mörku. Nú hafa erlendir fjárfestar keypt hlut í Legolandi, sem er eitt af krúnudjásnum Dana. Berlingske Tidende sagði frá tíð- indunum undir fyrirsögninni „Legoland í útlenskar hendur“. Líklega er frekar um að ræða þjóðarrembing af verstu gerð en vantrú á rekstrargetu erlendra aðila. Íslendingar hafa keypt Magasin og flug- félögin Sterling og Maersk og Danir hafa ekkert tekið þeim opnum örmum. Danir verða bara að fara að sætta sig við það að erlendir fjárfestar kaupi rekstur í Danmörku, sérstaklega í ljósi þess að þeir virðast ekki hafa viljað það sjálfir áður. Í viðskiptum er ekkert til sem heitir „ég á“. Nú er bara að bíða og sjá hver kaupir Tívolíið sem er almenningshlutafélag og ekki væri það slæmt ef þar yrðu Íslendingar á ferð. Tvo milljarða í KB banka Eyrarfeðgarnir, Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarsson, fjölluðu með jákvæðum hætti um samstarf stjórn- enda og eigenda KB banka í Markaðin- um í gær. Sjálfir hafa þeir verið stórir hluthafar í KB banka allt frá því að Gilding sameinaðist Búnaðarbankan- um hf. Eftir sameininguna keyptu þeir meira í bankanum og áttu orðið um fjórðungshlut áður en hann var endan- lega einkavæddur og sameinaður Kaupþingi. Það vakti því nokkra athygli þegar þeir seldu stóran hlut í KB banka fyrr á árinu og einbeittu sér meira að Össuri, Bakkavör og Marel. Væntingar þeirra til KB banka hafa þó síst minnkað því nýlega fjárfestu þeir aftur í bankanum fyrir um tvo milljarða króna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.180,52 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 148 Velta: 723 milljónir -0,19% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson tilkynnti að hagnaðurinn á öðrum ársfjórð- ungi minnkaði um fjögur prósent milli ára. Bernard Ebbers, einn af fyrr- verandi forstjórum WorldCom, var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir tengsl sín við WorldCom- hneykslið. Hann grét í dómssal við uppkvaðninguna. Olíuverð hækkaði í gær og var nálægt 61 Bandaríkjadal á fat. Olíuverðið hækkar þrátt fyrir spár um minnkandi eftirspurn og meira framboð. Bandaríkjadalur hækkaði gagnvart flestum gjaldmiðlum í Evrópu. Verð á gulli í heiminum lækkaði. 22 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,30 +0,49% ... Bakkavör 38,40 +0,26% ... Burðarás 16,00 +0,00% ... FL Group 14,40 -1,03% ... Flaga 0,00% ... Grandi 8,35 +0,00% ... Íslandsbanki 13,55 -0,73% ... Jarðboranir 0,00% ... KB banki 548 +0,00% ... Kögun 58,50 +0,00% ... Landsbankinn 17,10 -1,16% ... Marel 58,20 +0,00% ... SÍF +0,00 ... Straumur 12,20 +0,41% ... Össur 77,50 -0,64% Actavis +0,49% Straumur +0,41% Bakkavör +0,26% Landsbankinn -1,16% FL Group - 1,03% Íslandsbanki - 0,73% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Hlutabréf í félaginu halda áfram að lækka og sala minnkar stig af stigi. Sölutölur bresku verslunarkeðj- unnar Marks og Spencer féllu um 5,4 prósent á síðasta ársfjórðungi. Er það sjöundi ársfjórðungurinn í röð sem sala fyrirtækisins minnk- ar. Hlutabréf í félaginu hafa lækk- að undanfarið og standa nú í 360 pensum. Fyrir ári bauð Phillip Green, sem á sínum tíma undirbjó Arcadia-yfirtökuna ásamt Baugs- mönnum, 400 pens á hlut í fyrir- tækinu. Fjárfestar eru æfir vegna slæms gengis og segja stjórnar- formanninn Stuart Rose ekki starfi sínu vaxinn: ,,Herra Rose hefur hálft ár til að bjarga fyrir- tækinu. Hlutabréf í félaginu þola það ekki haldi sala áfram að minnka“, sagði einn hlutafjáreig- enda. Fyrr í sumar komu fram frétt- ir um að íslenskir fjárfestar hefðu keypt þriggja prósenta hlut í Marks & Spencer á tæpa tuttugu milljarða króna. Kaupin fengust ekki staðfest en breskir fjöl- miðlar töldu að Baugur ætti í hlut. -jsk Marks & Spencer í vandræðum Atvinnuleysi var 2,1 prósent í júní samkvæmnt vef Vinnumálastofnun- ar. Atvinnuleysi var 2,5 prósent í Reykjavík en 1,5 prósent á lands- byggðinni. Atvinnuleysi hefur minnkað undanfarið samhliða miklum hag- vexti. Á sama tíma í fyrra voru 3,1 prósent landsmanna án atvinnu. Greiningardeild Íslandsbanka segir spennu hafa myndast á vinnu- markaði sem líklega leiði til launa- skriðs og aukins verðbólguþrýst- ings. Spáir greiningardeildin því að Seðlabankinn mæti aukinni spennu á vinnumarkaði með vaxtahækk- unum, vextir standi nú í 9,5 prósent- um en hækki líklega í tíu prósent áður en árið er á enda. -jsk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M NÓG AÐ GERA Atvinnuleysi var 3,1 pró- sent í júní. Fleiri eru atvinnulausir í höfuð- borginni en úti á landi. Færri án atvinnu Hætti› notk- un evrunnar Næststærsti banki veraldar, HSBC, segir sameiginlega gjald- eyrisstefnu Evrópu ganga svo illa að það kynni að þjóna hagsmunum sumra aðildarríkjanna að hætta notkun evrunnar. Í nýrri skýrslu bankans segir að hagkerfi Ítalíu, Þýskalands og Hollands hafi öll borið skaða af vaxtastefnu Seðlabanka Evrópu og ef til vill ættu löndin að taka upp eigin gjaldmiðla að nýju. Verst er komið fyrir Ítölum. Nema skuldir þeirra 107 prósent af landsframleiðslu og hagvöxtur hef- ur verið neikvæð- ur. -jsk SA efast enn Samtök atvinnulífsins lýsa áfram yfir efasemdum um að það geti samrýmst reglum um Íbúðalána- sjóð að hann láni, með vísan til kröfu um áhættustýringu, millj- arðatugi til sparisjóða og við- skiptabanka. Árni Páll Árnason sagði í lög- fræðiáliti sínu, sem greint var frá í Markaðinum í gær, að Íbúðalána- sjóði væri skylt að ávaxta peninga sem bærust vegna uppgreiðslna íbúðareigenda á eldri lánum. Lán til sparisjóða og banka væri hluti af áhættustýringu og samrýmdist reglum um Íbúðalánasjóð. Á heimasíðu SA segir að lög- fræðiálitið skýri fátt um þetta enda sé ekkert upplýst um efni lánasamninganna við Íbúðalána- sjóð. – bg VERSLUN MARKS & SPENCER Íslenskir fjárfestar voru fyrr í sumar sagðir hafa keypt þriggja prósenta hlut í félaginu. Sala hefur minnkað stig af stigi síðustu sjö ársfjórðunga. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.