Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 39

Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 39
15 SMÁAUGLÝSINGAR Óskum eftir vönum barþjónum, (keyrslu), þjónum í sal og glasatínum. Einnig vantar vana dyraverði. Einungis reglusamt og snyrtilegt fólk kemur til greina, eldri en 18 ára. Umsóknir send- ist á rex@rex.is. með öllum helstu upp- lýsingum. Vilt þú vinna heima og byggja upp vax- andi aukatekjur? Þjálfun í boði 7-10 klst. í viku. Halldóra Bjarna hjúkrunar- fræðingur, sími 861 4019 www.Hall- doraBjarna.is Papinos Pizza. Hafnarfirði. Óskum eftir hressu og dug- legu starfsfólki. Umsóknareyðublöð á staðnum Reykjavíkurvegi 62, Hafnar- firði. Smiður og vanur byggingaverkamaður óskast á Akureyri. Mikil vinna. Góð laun fyrir duglega menn. Upplýsingar í síma 862 0893, Ottó. Veitingahúsið Nings Veitingahúsið Nings óskar eftir vakt- stjórum í fullt starf á veitingar staði okk- ar. Leitum einnig af fólki í afgreiðslu- störf um kvöld og helgar. Við leitum af þjónustuliprum, duglegum og áræðan- legum starfsmönnum. Aldurstakmark 19 ára. Þarf að geta hafið störf strax! Góður starfsandi. s. 822 8840 eða 822 8867 Óskum eftir starfskrafti nú þegar, til að sjá um matseld og daglega ræstingu, á heimili fyrir langveik börn í Kópavogi. 60% starf, unnið aðra hverja viku. Uppl. í síma 699 8403 Ómar. Bónbræður ehf. Vantar liðtækan strafskraft karla/konur sem geta unnið við smíðar, hellulagnir ofl. Uppl. í s. 895 8763. Bakaríið Kornið óskar eftir starfsfólki í afgreiðslu í Kópavogi og Reykjavík tví- skiptar vaktir. A.T.H ekki sumarvinna. Umsóknir á kornid.is einnig í Borgartúni 29 og í Hjallabrekku 2 Kópavogi. Óskum eftir fólki í kvöld- og helgar- vinnu. Söluturn í Grafarholti. 18 ára og eldri. Upplýsingar í síma 892 6217. Ice in a bucket Starfsfólk óskast í Ice in a bucket í Kringlunni og Smáralind um helgar og einhverja virka daga. Umsóknir á staðn- um. NASA - NASA Okkur vantar barþjóna, skemmtilegur vinnustaður. Mikil vinna framundan. Uppl. á Nasa við Austurvöll frá kl. 13-17. Vantar menn í járnabindingar. Næg vinna framundan. Uppl. í s. 698 9202. Starfsmaður/ kona óskast Zinkstöðin í Hafnarfirði óskar eftir starfsmanni í húðunardeild fyrirtækisins framtíðar- starf í boði fyrir réttan aðila nánari upp- lýsingar veitir Ragnar í síma 896 5759, á skrifstofutíma. Réttindabílstjórar óskast til að leysa af á leigubílum. Bifreiðastjórafélagið Átak. Sími 551 4400. mánud., þriðjd. fimmtud. og föstud. milli 16 og 18. Veitingarhúsið Nings Óskum eftir bílstjóra í kvöld og helgar- vinnu. Helst á eigin bíl. Upplýsingar í síma 822 8840 & 822 8867. Pítan Skipholti 50c. Óskar eftir starfsfólki í kvöld og helgar- vinnu. Bæði í eldhús og sal. Einnig fullt starf í eldhúsi. Góð laun í boði. Framtíð- arstarf. Umsóknareyðublöð á staðnum eða á pitan.is. Vantar plastara í bátasmiðju. Uppl. í síma 551 2809. Starfskraft vantar í bókhald 2-3 tíma á dag eða eftir hentugleikum. Þarf að hafa mjög góða þekkingu á TOK. Ein- ungis vön manneskja kemur til greina. Uppl. í síma 897 6350. Sölumenn óskast til starfa til að selja Gymform tæki/Stradatæki. Góð laun fyrir réttan aðila. Uppl. gefur Sólveig í s. 659 3674. Pizza Höllin Mjódd Óskar eftir starfsfólki í kvöld og helgar- vinnu. Ekki yngri en 17 ára. Uppl. veitir verslunarstjóri á staðnum. Hress unglingur 12-13 ára óskast í sveit á suðurl. fram að skóla. Uppl. í s. 847 3176. Space - Cut Smáralind auglýsir. Vantar klippara, fimmtudaga, föstudaga og laugardag. Upplýsingar í síma 895 7676. Rafvirkjar Óska eftir að ráða rafvirkja sem fyrst. Uppl. í síma 898 5808. Óska eftir starfskröftum, vönum glugga- viðgerðum. Góð laun í boði. Uppl. í síma 894 0492. Atvinnumiðlun býður upp á hæft starfs- fólk frá Lettlandi: byggingarmenn, au- pair o.fl. S. 845 7158. Stafræn myndavél tapaðist líklegast á leiðinni niður af Esjunni um síðustu mánaðarmót. Finnandi vinsamlegast hringið í s. 820 3024. Viltu fá frítt á Bindindis- mótið í Galtalækjarskógi. Sjálfboðaliða vantar um verslunar- mannahelgina. Uppl. í s. 864 5415 & 487 6605. Ýmislegt Tapað - Fundið Atvinna óskast Select og Shell Starfsfólk óskast á stöðvarnar okkar á höfuðborgarsvæðinu. Um fullt starf er að ræða sem og hlutastörf. Umsækjendur verða að vera fæddir ‘87 eða fyrr og vera þjónustulund- aðir, vinnusamir og áreiðanlegir. Unnið er á vöktum. Nú er rétti tím- inn til að tryggja sér vinnu með skóla eða aðra aukavinnu fyrir vet- urinn. Umsóknum skal skila á vefnum www.10-11.is. Fullt starf og hlutastarf 10-11 óskar eftir duglegu starfsfólki í verslanir sínar á höfuðborgarsvæð- inu. Um almenn verslunarstörf er að ræða. Umsækjendur verða að vera fæddir ‘87 eða fyrr. Umsækj- endur verða að vera þjónustulund- aðir, vinnusamir og áreiðanlegir. Bæði er leitast eftir starfsfólki í fullt starf en einnig hlutastarf. Nú er rétti tíminn að tryggja sér vinnu með skóla í vetur. Umsóknum skal skila á vefnum www.10-11.is. Vélsmiðja Vélsmiðja í Reykjavík óskar eftir starfsmönnum. Vélvirkjar, járnsmiðir og fleiri. Upplýsingar í síma 896 2336 & 896 2335. Verkamenn Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, með innflutning á byggingavörum, óskar eftir að ráða ábyrga og þjón- ustulundaða starfsmenn með lyft- araréttindi til lager- og viðhalds- starfa. Störfin fela í sér móttöku / afgreiðslu á pöntunum, viðhaldi á áhöldum og öðru tilfallandi. Vinnu- tími er frá kl. 8:00-17:00 alla virka daga. Um framtíðarstörf er að ræða. Nánari upplýsingar fást hjá Ragnari eða Skúla í síma 577 2050 eða á skrifstofu Formaco ehf. að Fossaleyni 8, Reykjavík. Verkamenn óskast ! Duglegir menn óskast í framtíðar- störf hjá Handlaginn. Mikil vinna og góð laun fyrir rétta fólkið. Uppl. í síma 511 1707 eða sendið umsóknir á handlaginn@hand- laginn.is. Múrarar óskast ! Duglegir menn óskast í framtíðar- störf hjá Handlaginn. Mikil vinna og góð laun fyrir rétta fólkið. Uppl. í síma 511 1707 eða sendið umsóknir á handlaginn@hand- laginn.is. Píparar óskast ! Duglegir menn óskast í framtíðar- störf hjá Handlaginn. Mikil vinna og góð laun fyrir rétta fólkið. Uppl. í síma 511 1707 eða sendið umsóknir á handlaginn@hand- laginn.is. Kópavogsbær. Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstri tillögu að deiliskipulagi. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Kópavogs á eftirfarandi deiliskipulags- tillögu: Vatnsendi. Þing (Suðursvæði). Deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 24. maí 2005 tillögu deiliskipulagi Þinga (Suður- svæði) í Vatnsenda. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Vatnsendavegi og byggð við Fagra- hvarf til norðurs, Elliðahvammsvegi til austurs, vatnsverndarmörkum í Vatnsendahlíð til suðurs og hesthúsahverfinu í Heimsenda, fyrirhugaðri íbúðarbyggð og miðhverfi við Vinda- og Vallakór til vesturs. Á deiliskipulagssvæðinu sem er 32.5 ha að flatarmáli mun rísa 1-2 hæða blönduð íbúðarbyggð fyrir 268 íbúðir. Í greinargerð er m.a. gerð grein fyrir forsendum og markmiðum skipulagsins, lýsing á landi og áhrifum byggðar á umhverfið. Þá er m.a. fyrirhugaðri byggð lýst ásamt aðkomu að svæðinu, umferð, gönguleiðum, reið- leiðum og opnum svæðum. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt grein- argerð og skilmálum dags. 13. desember 2004, breytt 13. janúar, 19. apríl og 8. júlí 2005. Tillagan var auglýst frá 28. janúar til 28. febrúar 2005 með athugasemdafresti til 15. mars 2005. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var lögð fram að nýju í skipulags- nefnd 19. apríl 2005 ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingum og umsögn bæjarskipulags: „Vatnsendi – suðursvæði. Þing og Byggð Hrafnistu og Húsvirkis ehf. í Þingum. Aðalskipulag. Deiliskipulag. Athugasemdir – ábendingar. Umsagnir. Fylgiskjöl.“. Er umsögnin dags. 19. apríl 2005. Skipulagsnefnd samþykkti eftirfarandi með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar: A. Í greinargerð verði eftirfarandi setningum bætt við samanber ábendingar heilbrigðiseftirlits: • ,,Við hönnun á fráveitukerfi verður sérstaklega hugað að gerð og frágangi með tilliti til jarðsprungna“. • ,,Við hreinsun hesthúsa og gerða skal hrossataði annað hvort mokað beint í flutnings gám eða í yfirbyggða og lekahelda taðgeymslu sem sé án niðurfalla. Frá hesthúsum skal þannig gengið að hægt sé að vélhreinsa úr stíum beint á bíl eða í flutningsgám. Frá rennsli úr niðurföllum í gólfum og stíum hesthúsa skal fyrst leitt í taðfelliþró og þaðan í holræsakerfi bæjarins. Heimilt er að tengja niðurföll í gangstéttum við hesthús á sama hátt. Þróin skal vera aðgengileg til tæminga og koma fram á byggingarnefndarteikningum og vera úttektaskyld. Eigendum húsa er skylt að sjá um að þróin sé tæmd reglulega. Girðingar í kringum gerði skulu vera traustar og í samræmi við samþykktar teikningar. Endurnýja skal reglulega grús í gerði. Taðmengaðri grús skal komið í viðurkennda förgun. Óheimilt er að taka hesthús í notkun fyrr en að lokinni fullnaðarúttekt byggingarfulltrúa.“ B. Í skipulagsskilmála verði eftirfarandi setningum bætt við samanber ábendingar heilbrigðis- eftirlits: • Lagnir í bílskúrum og niðurföll fyrir framan bílskúra skal tengja inná holræsakerfið en ekki regnvatnskerfi svæðisins. • Lagnir í bílakjöllurum skal tengja inná holræsakerfið en ekki regnvatnskerfi. • Sérstaklega skal hugað að mengunar- og slysavörnum við hesthús og gerði. Gera skal ráð fyrir að hrossatað verði annað hvort mokað beint í flutningsgám eða yfir í yfirbyggða lekahelda taðgeymslu sem verði án niðurfalla. Frárennsli frá hesthúsum skal leitt í felligildru og þaðan í hol ræsakerfi en taðgeymslur sem eru lekaheldar verði án niðurfalla. • Ekki er mælt með því að taðgeymslur séu hafðar undir hesthúsum. Óásættanlegt er ef þrif hesthúsa verði til þess að vatn verði leitt í taðgeymsluna (haughús). Mun meiri slysahætta, óþrif, lyktarvanda mál og mengunarhætta stafar frá taðgeymslum með fljótandi búfjáráburði en þurrum. C. Breytingar á deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 13. desember 2004, og breytt 13. janúar 2005. • Á vesturhluta lóðar Vatnsendabletts 14 (Dalaþings 18) er ráðgert tveggja hæða parhús í stað einbýlis svo og stakstæðum bílskúr á suðurhluta lóðarinnar. • Á leigulandi Vatnsendabletts 40 (Fróðaþings 19) hefur nýrri einbýlishúsalóð verðið bætt við norðan við núverandi hús; byggingarreitur fyrir núverandi hús stækkaður; gert er ráð fyrir gróðurskála á suð urhluta lóðarinnar að Vbl. 40; fyrirhugaður reiðstígur vestan við núverandi íbúðarhús færður ofar í opna svæðið þ.e. vestan við húsið og vestur lóðarmörk Vbl. 40 hafa verið færð vestar sem nemur færslu á reiðstíg. • Gert er ráð fyrir akfærum stíg af Fróðaþingi, Dalaþingi og Gulaþingi inn á Elliðahvammsveg. • Með tilvísan í ábendingu Fornleifaverndar ríkisins og í 13. gr. þjóðminjalaga hefur eftirfarandi verið fært inn á deiliskipulagsuppdrátt: „Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeigenda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.“ Eins og að ofan greinir og með tilvísan í afgreiðslu skipulagsnefndar frá 19. apríl 2005 samþykkti bæjarstjórn framlagða tillögu að deiliskipulagi Þinga (Suðursvæði) í Vatns- enda þann 24. maí 2005; uppdrætti, greinargerð og skilmála ásamt ofangreindri um sögn bæjarskipulags um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Með tilvísan til ábendinga Skipulagsstofnunar hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á framlögðum gögnum: • Á skipulagsuppdrátt hefur verið bætt við texta um staðsetningu og hæð hjóðmana og hljóðveggja. • Lýsing á afmörkun deiliskipulagssvæðisins í texta og á uppdrætti samræmd. • Texti um taðþrær/taðgeymslur og bílastæði í almennum ákvæðum og sérákvæðum í skipulagsskilmálum samræmdur. • Í greinargerð: „almenn ákvæði fyrir fjöleignahús“ er breytt í „almenn ákvæði fyrir fjölbýlishús“. • Í skilmálum hefur götuheiti fyrir svæði 17 verið lagfært: Dalaþing 62-68 skal vera Gulaþing 62-68. • Hús til niðurrifs utan deiliskipulagssvæðisins tekin út af deiliskipulagsuppdrætti. • Samræmi gætt á nafngift deiliskipulags Vatnsendi – Þing – Harfnista. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist í B-deild Stjórnartíðinda 14. júlí 2005. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreinda deiliskipulagsáætlun og afgreiðslu hennar er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.