Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 44
14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Spánverjinn Guti, sem leikur meðReal Madrid á Spáni, er sagður á leið frá félaginu. Ensku úrvalsdeild- arfélögin Tottenham Hotspurs og Everton hafa bæði verið í viðræðum við umboðsmann Guti, en hann hefur mikinn áhuga á því að breyta til og leika á Englandi í stað Spánar. Zoran Vekic, umboðs- maður Guti, segir stöðuna erfiða eins og er. „Það er erfitt fyrir Guti að taka ákvörðun um hvar hann á að leika á næstu leiktíð, þar sem hann er í æfingabúðum í Asíu núna. Að auki er þetta mikilvæg ákvörðun, þar sem hann þyrfti að flytja frá borginni þar sem hann er alinn upp, en Guti er þó alveg tilbúinn til þess,“ segir Vekic, en skjólstæðingur hans hefur verið varaskeifa hjá Real í mörg ár og iðulega verið sá sem blætt hefur mest með tilkomu alla þeirra stórstjarna sem gengið hafa til liðs við félagið á síðustu árum. Stuart Pearce, knattspyrnustjóriManchester City, er orðinn leiður á sögusögnum um að enski lands- liðsmaðurinn Shaun Wright- Phillips sé á förum frá félaginu. „Allar þessar vangaveltur í fjölmiðl- um hafa farið í taugarnar á mér, en Wright-Phillips er jafn einbeittur á æfingum og hann er í leikjum. Hann er einfaldlega frábær persónuleiki og þess vegna er hann að ná svona langt. Hann er jarð- bundinn og lætur ekkert trufla sig þegar hann spilar fótbolta. Vonandi verður hann hjá félaginu á næstu leiktíð. Ef það væru margir ungir leikmenn með sama hugarfar og Shaun Wright-Phillips þá væri ég ánægðari knattspyrnustjóri,“ segir Pearce, sem virðist þannig ekki vera sjá Pálma Rafn Pálmason sem hentugan arftaka Wright-Phillips. Peter Kenyon, stjórnarformaðurChelsea, lagði fram risatilboð í Mikael Essien leikmann Lyon í Frakklandi í gær. Því var neitað en forseti Lyon Jean-Michel Aulas sagði tilboð Chelsea hafa verið gríð- arlega hátt, og vildi hann ekki gefa upphæðina upp. „Tilboð Chelsea var ótrúleg hátt. Ég get ekki gefið upphæð- ina upp því þá héldu aðdáendurnir að ég væri galinn. Það verður ekki hægt að halda Essien hjá Lyon ef hann vill ekki vera hér. En stjórn félagsins gerir allt til þess að sannfæra hann um að vera áfram hjá Lyon. Hér getur hann orðið enn betri og þess vegna von- um við að hann verði hér.“ ÚR SPORTINU 28 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Fimmtudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 Völsungur fær KA í heimsókn í 1.deild karla. Leikið verður í Húsavík.  20.00 Fjölnir tekur á móti Víkingi úr Reykjavík í 1. deild karla í Grafarvoginum.  20.00 Haukar taka á móti Breiðablik í 1. deild karla Í Hafnarfirðinum. ■ ■ SJÓNVARP  08.00 Opna breska meistaramótið í golfi á RÚV.  18.20 US PGA mótið í golfi á Sýn.  18.50 Kraftasport á Sýn.  19.20 Íslandsmótið í Galaxy Fitness á Sýn.  22.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  23.00 AVP Pro Strandblak á Sýn.  00.05 Beyond the Glory – NFL deildin á Sýn. Rafael Benitez slakar hvergi á í leikmannaleitinni: Liverpool á höttunum á eftir Gabriel Milito FÓTBOLTI Liverpool bauð Real Zara- goza í gær 7,5 milljónir punda í argentínska miðvörðinn Gabriel Milito en fékk þau svör að leik- maðurinn væri ekki til sölu. Rafa- el Benitez hefur ekki gefið upp alla von um að klófesta hinn 24 ára gamla landsliðsmann, sem átti frábært tímabil með Zaragoza í fyrra. Yfirmaður íþróttamála hjá Zaragoza, Miguel Pardeza, segir að Milito sé mikilvægur hlekkur í liðinu og þungamiðjan í framtíð- aráætlunum félagsins. „Hann er okkur gríðarlega mikilvægur og við viljum halda honum,“ segir Pardeza, en Milito er með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann geti farið ef til- boð upp á 20 milljónir punda ber- ist í hann. Fyrir tveimur árum munaði litlu að hann gengi til liðs við Real Madrid, en hann féll á læknisskoðun á síðustu stundu vegna gamalla meiðsla í hné. Milito er þessa stundina í fríi í heimalandi sínu en meðferðis hefur hann nýjan samning sem Pardeza bauð honum að loknu síð- asta tímabili. „Við höfum boðið honum þriggja ára framlengingu á núverandi samning sínum og ef hann samþykkir hann verður hann launahæsti leikmaður fé- lagsins. Það sýnir í hversu miklum metum hann er hjá okk- ur,“ segir Perdoza, en Milito á enn eftir að skrifa undir. -vig GABRIEL MILITO Er lykilmaður í argentínska landsliðinu og stóð sig mjög vel á nýafstað- inni Álfukeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.