Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 49
FIMMTUDAGUR 14. júlí 2005 33
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
11 12 1314 15 16 17
Fimmtudagur
JÚLÍ
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Hádegistónleikar í Hall-
grímskirkju með Douglas A.
Brotchie sem leikur á Klaisorgelið.
Tónleikarnir eru á vegum Sumar-
kvölds við orgelið. Á efnisskrá eru
fjögur verk sem öll tengjast sól og
sumri, þættir úr Sumarmyndum,
Summer sketches, op. 73 eftir Edwin
H. Lemare (1866-1934), Sumarblik,
Summershimmer, eftir Barböru
Harbach (f. 1956), Adagio úr Sumr-
inu í Árstíðum Vivaldis í umritun eftir
Ridout og Sólarsálmur, Hymne au
soleil, op. 53/3 eftir Louis Vierne.
12.15 Fönkhljómsveitin Llama
heldur hádegistónleika í Norræna
húsinu.
15.00 Tríóið Drýas heldur tónleika
á Árbæjarsafni. Í Drýas eru þær Her-
dís Anna Jónasdóttir sópran, Þor-
björg Daphne Hall selló og Laufey
Sigrún Haraldsdóttir píanó. Á efnis-
skránni eru aðeins íslensk verk, m.a.
þjóðlög í útsetningum Jónasar Tóm-
assonar og íslensk sönglög.
20.00 Tónleikar með klassíska tón-
listarhópnum Gestalátum í Dóm-
kirkjunni þar sem áhersla er lögð á
verk frá barokktímabilinu.
21.00 Tónleikar í Stúdentakjallar-
anum með Skakkamana-
ge,Glasamar Further Than Far Far
og Markús Bjarnason. Aðgangseyrir
er 300 krónur.
21.00 Gítardúettinn Duo Nor með
tónleika á Gamla Bauk á Húsavík.
Dúettinn er skipaður þeim Ómar
Einarssyni og Jakobi hagerdorn-Ol-
sen.
21.30 Tónleikar í Ketilhúsinu á Ak-
ureyri. Park project: Pálmi Gunnars-
son, söngur og rafgítar, Agnar Már
Magnússon, píanó og hammond,
Kristján Edelstein, rafgítar og Bene-
dikt Brynleifsson, trommur.
■ ■ OPNANIR
10.00 Myndlistarkonan Helga opn-
ar sýninguna List Sálarinnar í Feng
Shui húsinu að Laugavegi 42. Sýn-
ingin stendur yfir til 14. ágúst og er
opin alla virka daga frá klukkan 10-
18 og sunnudaga frá klukkan 13-16.
17.30 Listamennirnir Ute Breiten-
berger og Johann Soehl frá Cux-
haven dvelja nú gestavinnustofu
Hafnarborgar og opna sýningu í
kaffistofunni þar.
■ ■ KVÖLDGÖNGUR
20.00 Gengið verður um slóðir ís-
lenskra glæpasagna í Reykjavík í
bókmenntagöngu Borgarbókasafns-
ins. Leiðsögumenn verða Úlfhildur
Dagsdóttir bókmenntafræðingur og
Margrét Árnadóttir leikkona sem
munu hitta göngufólk fyrir utan
gamla Geysishúsið, Vesturgötumeg-
in. Þátttaka ókeypis og allir vel-
komnir.
■ ■ UPPISTAND
22.00 Uppistand á Gauki á Stöng.
Fram koma Rökkvi Vésteinsson, lag-
menning.is, Beggi Blindi og Oddur
Boxer, boxer.is. Kr. 500 inn og 18 ára
aldurstakmark. Ekki fyrir viðkvæma,
Svartur húmor Mæting kl. 22:00. All-
ur ágóði rennur til Geðhjálpar og
Barnaspítala Hringsins.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »