Fréttablaðið - 14.07.2005, Side 52
Ofninn hitaður í 220°C. Tómatarnir
skornir í helminga og þeim raðað í
eldfast fat með skurðflötinn upp.
Kryddaðir með kummini, sykri, pipar
og salti. Settir í ofninn og bakaðir í um
45 mínútur. Þá er olíunni dreypt jafnt
yfir þá og þeir bakaðir í 10-15 mínútur
í viðbót. Látnir kólna þar til þeir eru
volgir. Salatblandan sett í skál eða á
fat, tómötunum blandað saman við
og olíunni úr mótinu hellt yfir. Nokkrar
flögur skornar af parmesanosti og
dreift yfir.
8-10 íslenskir tómatar
1 tsk. kummin (cumin)
1 tsk. sykur
nýmalaður pipar
salt
6 msk. ólífuolía
1 íslensk salatþrenna,
eða klettasalat
parmesanostur (biti)
Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
G
RA
2
85
65
06
/2
00
5
bökuðum
Salat með
tómötum
DEAKIN ESTATE SHIRAZ:
Ólgandi og
afgerandi
Áströlsku vínin Deakin Estate sem nýlega komu á
markaðinn hérlendis hafa vakið mikla athygli og þykja
öflug vín á hagstæðu verði. Deakin Estate leggur mik-
ið upp úr því að rækta gæðaþrúgur og framleiða úr
þeim vín með ólgandi bragði og afgerandi karakter.
Deakin Estate er framleitt í Victoria, einu
frjósamasta og gjöfulasta svæði Ástralíu. Nafnið
Deakin er til heiðurs Alfred Deakin, fyrrum for-
sætisráðherra Ástralíu og frumkvöðli í landbún-
aði og víngerð.
Hér á landi fást fimm tegundir vína frá
Deakin Estate í öllum helstu Vínbúðum. Eitt
þeirra er Deakin Estae Shiraz sem þykir ein
bestu kaup í áströlskum vínum í dag. Áströlsk
blöð hafa verið óspör á lofsyrði, The Courier
Mail gaf víninu 90 stig og telur það „bestu
kaup“ og Herald Sun telur það með bestu
vínum í sínum verðflokki.
Verð í Vínbúðum 1.290 kr.
36 14. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Anna María Ragnarsdóttir er ekki
í vandræðum með að miðla upp-
skrift að hollum og góðum réttum
enda hefur hún unun af því að búa
til eitthvert gúmmulaði. Anna
María er snyrtifræðingur hjá
Clarins en hún hefur líka verið
viðriðin líkamsræktargeirann og
kennir nú leikfimi í World Class.
Aðspurð um uppáhaldsmatinn
sinn segist hún vera afar svag
fyrir taílenskum og indverskum
réttum en hún sé jafnframt orðin
ansi lagin við að útbúa kjúklinga-
salöt og hún gefur uppskrift af
einu slíku hér fyrir neðan.
„Ég elda eiginlega bara
kjúklingarétti, fyrst og fremst af
því að kjúklingur er svo góður en
líka vegna þess að hann er hollur
og próteinríkur. Maður er jú alltaf
að reyna að hugsa um heilsuna og
mataræðið þótt maður leyfi sér
ýmisleg við og við,“ segir Anna
María og bætir við að hún eldi
mest af kjúklingabringum. Hún
segist oft vera bara með kjúkl-
ingabringur og gott salat með.
Þótt Anna María sé ein í heimili
með syni sínum eldar hún nánast
alltaf. „Mér finnst voða gaman að
elda og finnst gaman að prófa eitt-
hvað nýtt þegar ég er með matar-
boð. Þá glugga ég gjarnan í Gest-
gjafann eða fæ góð ráð hjá bróður
mínum sem er kokkur af guðs
náð. Ég hef lært heil ósköp af hon-
um, sérstaklega þegar kemur að
taílenskri matargerð.“
Anna María segist nánast alltaf
eiga pestó og salat í ísskápnum
ásamt tómötum. Hún notar aldrei
niðursoðna tómata heldur ferska
því það er svo mikið af andoxun-
arefnum í þeim sem eru svo holl.
Ég versla mjög mikið í Maður
lifandi. Ég kaupi spelt pasta í stað
venjulegs því stráknum mínum
finnst pasta svo gott og ef það er
spelt þá get ég fengið mér með
honum,“ segir hún og hlær.
KJÚKLINGASALAT FYRIR 2-4
2 kjúklingabringur
Smá pipar
3 msk. bbq-sósa
1 poki jöklasalat
1/2 poki klettasalat
2 tsk. grænt pestó
1 box kirsuberjatómatar
1 rauð paprika
1/2 rauðlaukur
1/2 krukka af fetaosti með sól-
þurrkuðum tómötum
Smá hvítlaukssalt
2 lúkur nachos-flögur
Anna María byrjar alltaf á því
að skera kjúklingabringurnar í
litla munnbita og steikja þá á
pönnu upp úr smá olíu. Þegar bit-
arnir eru orðnir brúnaðir setur
hún bbq-sósuna út í, kryddar með
pipar og lætur malla í nokkrar
mínútur. Svo setur hún kjúkling-
inn í skál og lætur hann kólna
meðan hún útbýr salatið. Þá setur
hún salatið í skál og blandar því
saman. Að þessu loknu er pestó-
inu bætt út í og salatinu velt vel
upp úr því. Síðan eru kirsu-
berjatómatar skornir í tvennt og
bætt út í ásamt papriku sem er
gróft skorin. Næst er rauðlaukur-
inn saxaður afar smátt og settur
út í ásamt fetaostinum. Anna
María leyfir olíunni úr krukkunni
að fljóta með. Svo kryddar hún ör-
lítið með hvítlaukssalti til að
skerpa á salatinu. Svo eru nashos-
flögurnar muldar yfir og síðast er
kjúklingnum settur með og bland-
að saman við salatið. Anna María
lætur salatið standa í um það bil
20 mínútur inni í ísskáp áður en
það er borið fram svo það verði
meira djúsí. Salatið er borið fram
með snittubrauði og pestói en líka
er voða ljúffengt að hafa spelt-
brauð með.
martamaria@frettabladid.is
Skvísulegt kjúklingasalat
MYNDARLEG Anna María Ragnarsdóttir gerir salatið oft enda hentar það vel fyrir svona dömur sem koma seint heim á kvöldin og hafa
ekki allan heimsins tíma til að eyða í eldhúsinu.
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Ég er sólgin í allt ítalskt og indverskt.
Einn af mínum uppáhaldsréttum er
Tikkamasala með kjúklingi, en kannski
bara af því ég er orðin svo góð í að
matbúa það.
Fyrsta minningin um mat?
Ég hef alltaf verið alger mathákur og
hef alltaf elskað að borða. Ég held að
það sé mömmu að þakka að ég er
ekki matvönd því hún byrjaði snemma
að gefa okkur systkinunum rammís-
lenskan mat eins og sviðakjamma og
slátur. Ég var reyndar ekki sérlega hrif-
in af sviðakjömmum við fyrstu smökk-
un en steingleymdi hvernig þeir litu út
þegar ég byrjaði að borða þá því mér
fannst þeir svo góðir.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Kibba vinkona mín er besti kokkur
sem ég þekki. Besti matur sem ég hef
fengið er kjúklingaréttur sem hún mat-
reiddi eitt sinn en annars eru matar-
boðin hjá henni ógleymanleg. Bestu
matarboðin sem ég fer í eru hjá henni.
Er einhver matur sem þér finnst
vondur?
Nei, mér finnst allur matur góður.
Leyndarmál úr eldhússkápunum?
Mér finnst alltaf gott að nota sýrðan
rjóma í staðinn fyrir venjulegan af því
hann er miklu hollari. Þegar ég bý til
túnfisksalat þá nota ég sýrðan rjóma í
staðinn fyrir majones. Það klikkar
aldrei.
Hvað borðar þú til að láta þér líða
betur?
Þá borða ég mikið grænmeti og heim-
sæki Grænan kost eða Á næstu grös-
um.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Ég á alltaf AB mjólk, djús, ost, smjör
og brauð ásamt mjólk.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða
rétt tækir þú með þér?
Ég tæki með mér Tikkamasala-
kjúkling.
Hvað er það skrítnasta sem þú hef-
ur borðað?
Það er án efa hrár fiskur í fyrsta skipti
sem ég fékk mér sushi, en um leið og
ég setti fyrsta bitann upp í mig var
ekki aftur snúið. Sus-
hi er einn af
mínum uppá-
haldsmat í
dag.
MATGÆÐINGURINN NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
:
G
VA
Kann a› meta rammíslenskan mat
Frankhof Hocheimer Daubhaus Riesling Kabinett eins
og þetta hvítvín heitir fullu nafni, á sér trygga aðdá-
endur á Íslandi enda búið að vera í sölu í Vínbúðum
um áratuga skeið. Þetta er ferskt og gott vín með
töluverðri sætu sem býður manni upp á að
njóta þess eins og sér eða með góðum mat
eins og laxi, salati og hvítu kjöti. Það er ein-
staklega gott með austurlenskum réttum
svo sem indverskum korma-kjúklingi
eða svínakjöti í vindaloo.
Ekki skemmir verðið fyrir en
flaskan kostar ekki nema 890 kr. og
fæst í flest öllum Vínbúðum. Vert
er að geta þess að í þeim búðum
þar sem kæliskápur er til staðar
má finna vínið í þeim.
Verð í Vínbúðum 890 kr.
HOCHEIMER:
Stöðugt vinsælt