Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 53

Fréttablaðið - 14.07.2005, Page 53
Í dag er Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur Frakka. Árið 1664 var gott ár í Frakklandi fyrir ritlist, tónlist, byggingarlist og... bjór. Miðdepill franskrar brugg- menningar er í borginni Strasbourg. Kronenbourg, mest seldi bjór í Frakklandi, dregur nafn sitt af hverfinu Cronenbourg í Strasbourg. Upphafsstafnum C var síðar breytt í K til að nafnið hefði yfir sér þýskara yfirbragð, en Þjóðverjar eru eins og kunnugt er nokkuð slyngir í bjórgerð. Kronenbourg 1664 var fyrst bruggaður árið 1952 og var ártalinu 1664 bætt við nafnið Kronenbourg vegna þess að það ár stofnaði Hatt-fjölskyldan brugg- húsið. Í dag er Kronenbourg 1664 seldur í 70 löndum. Bjórinn er langmest selda bjórtegund í Frakklandi, og annar mest seldi Premium-bjór í Bretlandi, en þar þykir það flott að drekka 1664. Þykir afrek hjá Frökk- um að ná vinsældum í jafnrótgrónu bjórlandi og Bret- landi. Mikilvægasti hluti bjórgerðar er að velja hráefnið. Hjá Brasserie Kronenbourg er einungis notað úrvals- hráefni, bygg, humlar og tært vatn. Hvert hráefni er sérvalið og vandlega fylgst með hverju stigi fram- leiðslunnar. Afraksturinn er ljósgylltur og tær bjór með þéttri rjómakenndri froðu. Fínlegt, létt og biturt bragð með þægilegri kolsýru og í eftirbragði má greina örlítið malt. Bjórinn fæst á flestum betri veitingahúsum borg- arinnar og einnig í Vínbúðum í 500 ml dósum og 330 ml flöskum. Kronenbourg 1664 er gæðabjór og ekki í samkeppni við ódýrustu tegundirnar á markaðnum. Fyrirtækið hefur þau einkunnarorð að þú færð það sem þú borgar fyrir, hágæðabjór á sanngjörnu verði. FIMMTUDAGUR 14. júlí 2005 37 F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 Hrísm‡ri 2a 800 Selfossi 482-3100 Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga 451-2230 Sæmundargötu 3 550 Sau›árkróki 453-5141 Holtsgötu 52 260 Njar›vík 421-8808 Dalbraut 2b 300 Akranesi 431-1376 Víkurbraut 4 780 Höfn í Hornafir›i 478-1990 Bú›areyri 33 730 Rey›arfjör›ur 474-1453 Óseyri 5 603 Akureyri 461-2960 Sindragötu 3 400 Ísafjör›ur 456-4540 *Bílasamningur Glitnis me› 30% innborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i. Primera er enn eitt dæmi› um glæsilega n‡ja hönnun frá Nissan. Útliti› er einfaldlega frábært og a› innan eru n‡jungar út um allt. N-form mælabor›i› er einstakt í heiminum, me› litaskjá, bakkmyndavél og stjórnbor›i sem vinnur eins og hugur manns. Öryggisbúna›ur er eins og best gerist og aksturseiginleikar framúrskarandi. fietta er fjölskyldubíll á venjulegu ver›i – bara ekkert venjulegur! Ver›: 2.295.000 kr. PRIMERA NISSAN 23.899 kr. á mán.* Ekkert venjulegur Primera 1,8i – Sjálfskiptur – 116 hestöfl – 5 dyra – Loftkæling – Aksturstölva – Regnskynjari í framrú›u – Lita bakkmyndavél – Cruise control – o.fl. SKIPT_um væntingar KRONENBOURG: Til hamingju með daginn Frakkar! Hvernig er stemmn- ingin? b5 er góð við- bót við veitinga- húsaflóruna í miðbæ Reykjavíkur og um helgar breytist veitingastaðurinn í svalan bar. Innréttingarnar eru flottar og innbúið er eftir nýjustu tískustraumum í innanhúshönnun. Ekki er laust við að staðurinn státi af útlensku yfirbragði. Á einum veggnum er til dæmis vegleg bókahilla með flottustu lömpum norðan Alpafjalla. Staðurinn er reyklaus. Matseðillinn: Er fjölbreyttur og ferskur með skandínavísku yfir- bragði. Réttirnir eru léttir og ein- faldir og ákaflega bragðgóðir. Matseðillinn er sérhannaður fyrir þjóðernissinnaða Íslendinga með tilheyrandi saltfisk-, blóm- káls- og jarðaberjaréttum. Kjúklingasalatið á matseðlinum er fallega fram borið í gler- krukku með loki og smakkaðist líka æði vel. Vinsælast: Það sem af er hafa langtímaeldaðir lambaskankar með rótargrænmeti verið einn vin- sælasti rétturinn á matseðlinum. Þessi réttur er borinn fram með bæði hörðum og mjúkum kartöfl- um sem er kartöflumús sem inni- heldur steikta og stökka kartöflu- teninga. Réttur dagsins: Boðið er upp á rétti dagsins frá ellefu á morgnana og fram eftir degi. Í réttum dagsins er allt frá köldum súpum, spænsk- um eggjakökum upp í kjöt og fisk- rétti. Verðið er frá 650 kr. upp í 1650 kr. Svalar innréttingar VEITINGASTAÐURINN B5 BANKASTRÆTI 5, 101 REYKJAVÍK B5 opnaði á dögunum og hefur hann fengið góðar viðtökur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.