Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 14.07.2005, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 85 20 06 /2 00 5 Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. Ég hringi heim til allra, ég næ Kalla í gemsanum og hringi til Binnu í Köben. Allt þetta á 0 kr. HEIMASÍMI Og1 lækkar verulega kostnað heimila sem eru með GSM áskrift, Heimasíma og Internet hjá Og Vodafone. Kynntu þér einnig ávinninginn fyrir GSM og Internet. Mánaðargjald í Heimasíma er 1.340 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr. 500 mínútur á mánuði í alla heimasíma innanlands. 120 mínútur á mánuði úr heimasíma á Íslandi í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þú heldur áfram að að tala við GSM vin fyrir 0 kr. í 60 mínútur á dag. innanlands vinur í útlöndum í GSM vin Ég hef verið að velta karl-mennsku mikið fyrir mér undan- farið. Mér finnst ég nefnilega stund- um vera svo mikil lydda. Stundum óska ég þess að ég gæti verið pínu- lítið eins og Tony Soprano. Hann leysir sín vandamál hratt og örugg- lega. Töffararnir í bíómyndunum fá sér viskíglas og fara svo og taka í lurginn á óvinum sínum og sofa hjá þremur konum í leiðinni. Ekkert kjaftæði eða væl, bara karlmennska. EN HVAÐ er karlmennska? Er það að vera duglegur að leysa vanda- mál? Er það að vera sterkur? Er karlmennskan kannski mæld í vöðv- um eða því hversu mörgum konum maður hefur sofið hjá? Verða sannir karlmenn aldrei hræddir? Fer karl- mennska eftir typpastærð? Er karl- mannlegt að þegja? Hver er mesta karlmennið, Clint Eastwood, Egill Skallagrímsson, bandaríski land- gönguliðinn, James Bond, Arnold Schwarzenegger eða Donald Trump? ÉG HELD að ímynd karlmennsk- unnar sé á villigötum. Það er ekkert karlmannlegt við það að berja fólk eða drepa. Það er bara heimskt. Drykkja er ekki karlmannleg heldur frekar aumingjaleg. Sannir karl- menn eiga ekki að þurfa að drekka í sig kjark eins og einhverjir rónar. Það er ekkert töff við að reykja. Það er álíka töff og bora í nefið. Hefnd er ekki karlmannleg því sannir karl- menn hafa stjórn á reiði sinni. Karl- mennska verður heldur aldrei mæld í peningum eða völdum því oft ráða litlir kallar miklu. En það þarf mik- inn kjark og mikla karlmennsku til að geta fyrirgefið. KARLMENNSKA er ekki heimsk eða frumstæð. Hún er gerandi afl. Hún býr í hjarta og samvisku hvers manns. Hin fullkomna karlmennska er auðmýkt. Jóhannes Páll páfi var sannur karlmaður. Hin fullkomna karlmennska er æðruleysi, að trúa á Guð og óttast ekkert þess vegna. Hinn fullkomni karlmaður þorir að viðurkenna vanmátt sinn og að hann geti ekki stjórnað öðrum en sjálfum sér. Karlmennska er sjálfsstjórn. Hún er sjálfsagi. Það er karl- mennska að rétta hina kinnina. Ghandí var meira karlmenni en allar hasarhetjur, kraftajötnar og millar heimsins samanlagðir. En mesta karlmenni allra tíma er að mínum dómi Jesús. Töffarar trúa á Jesúm og elska náunga sinn eins og sjálfa sig. jongnarr@frettabladid.is JÓNS GNARR BAKÞANKAR Karl- mennska

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.