Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 2
2 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Árekstur strætisvagns og rútu við Landakotskirkju: Erlendir fer›amenn fluttir á sjúkrahús SLYS Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að strætisvagni var ekið inn í hlið rútu við Landa- kotskirkju um hádegisbil í gær. Þá flutti lögregla þrjá til viðbótar undir læknishendur eftir árekstur- inn. Enginn hinna slösuðu hlaut al- varleg meiðsl. Stór hópur bandaríska ferða- manna var í rútunni en fáir farþeg- ar voru í strætisvagninum. Matthí- as Jóhannsson, bílstjóri rútunnar, segir farþegum hafa orðið nokkuð hverft við áreksturinn. „Þetta er fullorðið fólk og þau urðu talsvert skelkuð,“ segir Matthías. Þeir ferðamenn sem Frétta- blaðið ræddi við á slysstað í gær báru sig þó nokkuð vel en þeir höfðu sloppið frá árekstrinum með skrámur. „Þetta gerðist allt svo hratt að maður hafði varla tíma til þess að vera óttasleginn,“ sagði Rob Stull en hann hafði orð á því hversu fljótt og vel hefði gengið að fá lögreglu og sjúkralið á staðinn. Báðar bifreiðarnar eru talsvert illa farnar eftir áreksturinn en strætisvagninn var ökufær og var ekið af vettvangi. - ht Eftirlitsstofnun EFTA þrýstir á íslensk stjórnvöld: ESA vill a›ger›ir vegna Rússafisks EFTIRLIT Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur farið þess á leit að íslensk og norsk stjórnvöld tryggi að ekki verði fluttur Rússafiskur til landa á evrópska efnahagssvæðinu frá rúss- neskum fyrirtækjum sem ekki hafa fengið löggildingu Evrópu- sambandsins. Samkvæmt reglum Evrópu- sambandsins má aðeins flytja inn frosinn fisk frá rússneskum fyrirtækjum sem hafa vottun upp á að þau uppfylli gæðakröf- ur sambandsins. Ber stjórnvöld- um að tryggja að ekki verði fluttur inn fiskur frá öðrum fyrirtækjum til sölu í ríkjum Evrópusambandsins. „Fyrir nokkrum árum var talsvert um slíkar sendingar en það hefur dregið úr því síðustu ár,“ segir Ketil Rykhus, sem fer með eftirlit með fiski, um stöð- una á Íslandi. Enn er þó ekki búið að taka alveg fyrir þetta og leitar Eftirlitsstofnunin því eftir viðbrögðum íslenskra og norskra stjórnvalda. „Ég er viss um að við eigum eftir að eiga einhvers konar viðræður við ís- lensk stjórnvöld áður en frest- urinn rennur út,“ segir Rykhus. „Við höfum gefið Íslandi loka- frest til að svara, vegna sumar- fríanna er hann þrír mánuðir.“ Bregðist íslensk stjórnvöld ekki við getur Eftirlitsstofnunin vísað málinu til Evrópudóm- stólsins. -bþg Áframhaldandi ódæði: Níu manns voru felldir KENÍA Stjórnvöld í Kenía hafa sent 2.000 hermenn til norðurhluta landsins til að hafa upp á þeim sem frömdu fjöldamorð í bænum Turbi á þriðjudaginn. 76 biðu bana, þar af 22 börn. Deilur ættbálkanna Borana og Gabra eru undirrót voðaverkanna en menn úr fyrrnefnda ætt- bálknum eru sagðir bera á þeim ábyrgð. Í hefndarskyni réðust nokkrir Gabra-menn á bíl Bor- ana-manna í gær, rifu farþegana út og hjuggu þá í spað með sveðjum. 6.000 manns hafa flúið frá Turbi til nágrannaborgarinnar Marsabit. -shg RÁÐHERRAR Í AICHI Halldór Ásgrímsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru viðstödd Íslandsdaginn á Expo 2005 heimssýningunni í Japan í gær. Íslandsdagur á Expo 2005: Vel heppna› í alla sta›i EXPO Íslandsdagurinn á Expo 2005 heimssýningunni sem haldin er í Aichi-héraðinu í Japan var í gær og tókst dagskráin í alla staði mjög vel að sögn Kristínar Ingv- arsdóttur sem starfar fyrir Norð- urlöndin á heimssýningunni. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra voru gestir Íslandsdagsins ásamt fjölda listamanna. Meðal þeirra sem komu fram voru Ragn- hildur Gísladóttir og Sigtryggur Baldursson sem léku tónlist jap- anska tónlistarmannsins Stomu Yamashta með fulltingi Skólakórs Kársness og Skálholtskirkjukórs, kvartett Sigurðar Flosasonar lék djasstónlist, Caput-hópurinn klassíska tónlist og Barði í Bang Gang steig svo á svið. - oá Héraðsdómur Reykjaness: Kínverskt par í fangelsi DÓMSMÁL Kínverskt par var í gær dæmt til 45 daga fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir við vegabréfsskoðun í Leifsstöð. Fólkið kom hingað frá Þýska- landi á leið til Bandaríkjanna. Höfðu þau meðferðis japönsk vegabréf en við nánari skoðun kom í ljós að parið var af kín- versku bergi brotið. Var þriðji maður með þeim í för sem lög- regla hefur grunaðan um að reyna að smygla fólkinu en dæmt verður í máli hans innan tíðar. -aöe Fjármálaeftirlitið: N‡r forstjóri rá›inn Jónas Fr. Jónsson tekur við starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins en staðan var auglýst til umsóknar eftir að fyrrverandi forstjóri, Páll Gunnar Pálsson, tók við starfi forstjóra Samkeppniseftir- litsins. Jónas hefur mikla reynslu af alþjóðlegu markaðsstarfi sem framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Eftirlitsstofnunar EFTA í Belgíu. Þá hefur hann og lög- fræðimenntun og MBA-gráðu að auki. -aöe SPURNING DAGSINS Eggert ertu or›inn hjólbeinóttur? „Nei. Ég er hoj og slank.“ Eggert Skúlason hefur nú lokið hringferð sinni á hjóli um landið til styrktar samtökunum Hjarta- heill. Eggert hefur á leið sinni misst allnokkur kíló og safnað tæpum sjö milljónum króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR ÁREKSTUR VIÐ LANDAKOT Glerbrot dreifð- ust yfir götuna þegar strætisvagn og rúta full af erlendum ferðamönnum lentu í árekstri um hádegisbilið í gær. Dánartí›nin óvenju há í byrjun ársins Marktæk fjölgun var› á dau›sföllum í byrjun ársins. fietta ger›ist á sama tíma og inflúensufaraldur geisa›i og er tali› a› hann hafi valdi› aukningunni. Faraldurinn var erfi›ari vi›ureignar nú en sí›ustu ár. M YN D /K R IS TÍ N I N G VA R SD Ó TT IR Héraðsdómur Reykjaness: Slapp vi› sviptingu DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl- maður fékk vægari dóm fyrir Héraðsdómi Reykjaness en til stóð vegna hraðaksturs þar sem hámarkshraði á umræddum vegi var hækkaður nýlega. Fann dómurinn manninn sekan um að hafa ekið á 125 kílómetra hraða um Hafnarfjarðarveg í júlí á síðasta ári en þar sem hámarks- hraða á þeim vegi var breytt úr 70 í 80 kílómetra hraða í millitíðinni féll ákæruvaldið frá kröfu um sviptingu ökuréttar og refsing lækkaði fyrir vikið. Var honum gert að greiða 40 þúsund krónur í sekt. -aöe BRETLAND FRJÁLSLYNDIR VINNA AUKA- KOSNINGAR Aukakosningar voru haldnar í Cheadle-kjördæmi í Manchester í vikunni um þing- sæti frjálslynda demókratans Patsy Calton sem lést skömmu eftir kosningarnar í vor. Frjáls- lyndir héldu sæti sínu því Mark Hunter, frambjóðandi þeirra, fékk flest atkvæði. Íhaldsmenn fengu næstflest atkvæði en fram- bjóðandi Verkamannaflokksins varð í þriðja sæti. LÍBANON UTANÞINGSSTJÓRN Í BÍGERÐ Fouad Siniora, sem nú fer með stjórnarmyndunarumboðið í Lí- banon, segist ætla að skipa rík- isstjórn sína sérfræðingum sem hvorki eiga sæti á líbanska þinginu né eru félagar í stjórn- málaflokkum. Siniora kemur úr hópi andstæðinga Sýrlands- stjórnar en hann er sagður reiða sig á stuðning Michel Aoun og flokks sjía sem er hlynntur stjórninni í Damaskus. HEILSA Dánartíðni á landinu fór upp fyrir eðlilegt viðmiðunarbil í febrúar á sama tíma og inflúensu- faraldurinn var í hámarki. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum, gefnum út af Landlæknisembætt- inu. Ef miðað er við meðaltal ár- anna 2000 til 2004 látast yfirleitt rétt um 35 Íslendingar í viku hverri, þó sínu fleiri yfir vetrar- mánuðina. Haldið er utan um þetta meðaltal til að geta greint ef umtalsverð frávik verða frá eðli- legri dánartíðni. Eðlilegt er að sveifla sé í dánartíðninni og þá er miðað við 95 pró- senta viðmið- unarbil. Sam- kvæmt því er það innan eðli- legra marka ef á milli um 25 og 54 látast á einni viku í febrúar. Tvær vikur í febrúar- mánuði síðastliðnum fóru þó upp fyrir þetta viðmiðunarbil þegar yfir 110 manns létust samtals. Þó það fari ekki mikið yfir það sem talið er eðlilegt frávik þá eru það umtalsvert fleiri en meðaltal síð- ustu fimm ára. Á sama tíma og dánartíðnin fór upp fyrir viðmiðunarbilið var in- flúensufaraldurinn í hámarki og í Farsóttafréttum segir að trúlega hafi hún átt sinn þátt í hærri dán- artíðni. Þó hefur enn ekki verið rannsakað í þaula hvort svo sé en það verður gert í kjölfar mark- tækrar aukningar á dánartíðni. Guðrún Sigmundsdóttir, yfir- læknir á sóttvarnarsviði hjá Landlæknisembættinu, segir aukninguna vissulega marktæka og að líklega sé inflúensunni um að kenna. Aðspurð hvort inflú- ensubóluefni geti hafa verið gall- að og því valdið þessari miklu aukningu segir Guðrún að svo sé ekki, enda hefði það þá verið komið í ljós. Hins vegar segir hún að fólk taki misvel við bólu- efninu og veiti það um 70 pró- sentum þeirra sem það fá full- komna vörn, aðrir geti veikst en bóluefnið eigi að draga úr flensu- einkennum. Líklega hafi því ástæðan verið eðlilegar sveiflur í útbreiðslu inflúensunnar og því hversu alvarleg hún er enda hafi faraldurinn í vetur skorið sig úr árunum þar á undan þar sem vel tókst að halda henni í skefjum. oddur@frettabladid.is BÓLUSETNING Inflúensufaraldurinn reyndist skæður síðasta vetur þrátt fyrir umfangsmikla bólusetningu. GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.