Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 10
Deilt á n‡tt lei›akerfi Strætó Strætisvagnar höfu›borgarsvæ›isins hefja a› aka eftir n‡ju lei›akerfi næsta laugardag. Nú er unni› a› flví a› a› kynna breytingarnar fyrir notendum og ö›rum sem hafa áhuga. Deilt hefur veri› á n‡ja kerfi› úr ‡msum áttum. Strætóleiðum höfuðborgarsvæð- isins verður eftir viku fækkað niður í nítján vegna gjörbreytinga á leiðakerfi. Meginbreytingin með nýja leiðakerfinu er að lengra verður á milli biðstöðva en á móti kemur að vagnarnir ganga hraðar og tíðar og því ætti fólk að geta komist hraðar á milli staða. Ásgeir Eiríksson forstjóri Strætó bs. sagði á blaðamanna- fundi þar sem leiðakerfið var kynnt að með nýja leiðakerfinu væri orðið til skilvirkt kerfi al- menningssamgangna fyrir allt höfuðborgarsvæðið og að strætó yrði með því raunhæfari val- kostur en áður. Björk Vilhelms- dóttir borgarfulltrúi og stjórnar- formaður Strætó bs. sagði á sama fundi að markmiðið með hinu nýja leiðakerfi væri að þjóna betur þörfum fólks í umferðinni en hingað til hefur verið gert. Nú þegar hafa þó heyrst gagn- rýnisraddir úr ýmsum áttum þar sem deilt er á leiðakerfið og það sagt óhentugt fyrir börn, gamal- menni og þá sem erfitt eiga með að ganga langar leiðir. Sumir hafa meira að segja fullyrt að líklega fækki farþegum með breyting- unum ef eitthvað er. Vill hægfara breytingar en ekki byltingu Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir erlenda sérfræðinga sem hann hefur talað við hafa varað við því að skipt sé um kerfi fyrir heila borg á einni nóttu. Hann segir að Sjálfstæðismönnum hefði betur hugnast ef leiðakerfinu hefði verið breytt í skrefum, þróað í fyrirfram ákveðna átt. Einnig set- ur Kjartan fyrirvara við að mið- stöð nýja leiðakerfisins sé á Hlemmi í miðborginni, þeim borg- arhluta þar sem umferðartafir eru mestar fyrir og að betra hefði verið ef miðstöðinni hefði verið valinn staður nær umferðarlegri miðju höfuðborgarsvæðisins, svo sem við gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar þaðan sem hægt er að aka að hans sögn í öll hverfi Reykjavíkur á innan við tíu mínútum. Kjartan telur hættu á að viðskiptavinum Strætó fækki við breytingarnar. Vagnstjórar óánægðir með vaktafyrirkomulag Valdimar Jónsson fulltrúi starfsmanna Strætó bs. hefur sagt að þar á bæ séu menn ekki sáttir og þyki hafa skort á samráð við breytingarnar. Hann tekur fram að ekki sé það leiðakerfið sem slíkt sem trufli starfsmenn enda eigi þeir ekki að ráða því hvernig það er heldur sé það breytingar á vaktafyrirkomulagi sem valdi þeim áhyggjum. Samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi vinna bílstjór- ar almennt lengri vaktir í einu en fá í staðinn lengra frí á milli vakta. Segir Valdimar þessa breytingu gera vagnstjórum erf- iðara fyrir með að vinna auka- vinnu. Einnig hafi vagnstjórar kvartað undan því að nýja leiðar- kerfið hafi ekki verið kynnt fyrir þeim sem skildi. Ekki tekið tillit til barna og gam- almenna Félag eldri borgara hefur lýst yfir óánægju sinni með leiðakerf- ið þar sem eldri borgarar þurfi að ganga lengri leiðir til að komast í vagnana. Einnig þykir verra að sett séu upp biðskýli í skiptistöðv- ar þar sem eldri borgarar eiga margir erfitt með að bíða lengi utandyra, sér- staklega á veturna. Björn Finnsson, um- sjónarmaður frí- stundaheimilis í Breið- holti, segir nýja leið- akerfið heldur ekki taka nægilegt tillit til barna, vont sé að þurfa að fara yfir stór- ar umferðaræðar með barnahópa auk þess sem helsta útivistar- svæði borgarinnar í Laug- ardal liggur verr við nýja leiðar- kerfinu en hinu gamla. oddur@frettabladid.is 10 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að fjöldamorðin í Srebrenica áttu sér stað, en í þeim voru um átta þúsund karlmenn drepnir af her Bosníu-Serba. Hver var aðdragandinn? Eftir að borgarastyrjöld braust út í fyrrum ríkj- um Júgóslavíu varð borgin Srebrenica eitt af fáum svæðum í austurhluta Bosníu sem Serbar stjórnuðu ekki. Hún var gerð að hlut- lausu svæði og sex hundruð hollenskum frið- argæsluliðum falið að tryggja öryggi borgar- anna. Her múslima í borginni afvopnaðist hins vegar ekki að fullu og réðst hann stundum að næturlagi á þorp Bosníu-Serba. Þær árásir notuðu herir Serba sem átyllu til að hernema borgina. Hvernig fóru fjöldamorðin fram? Eftir hernámið skildu Serbar konur, börn og gamalmenni frá karlmönnunum. Flestir þeirra, alls um 12.500, ákváðu að reyna að brjóta sér leið yfir á yfirráðasvæði Bosníu-múslima, en her Serba sat fyrir þeim og stráfelldi þá á flóttanum. Aðeins um fimm þúsund mann- anna komust á leiðarenda, en aðrir féllu á leiðinni eða voru teknir til fanga og líflátnir. Karlmenn sem eftir urðu í borginni voru einnig teknir af lífi. Líkfundir og refsingar Nú, um tíu árum síðar, hafa fjöldamorðin al- mennt verið viðurkennd og margir helstu skipuleggjenda þeirra hafa verið dæmdir af stríðsglæpadómstólnum fyrir þjóðarmorð, en netið er að þrengjast um aðra. Lík stórs hluta fórnarlambanna hafa fundist þó ekki hafi tekist að bera kennsl á þau öll. Enn er verið að grafa upp lík úr fjöldagröfum á svæðinu. Þeir sem lifðu af hafa minnst morðanna með ýmsum hætti á síðustu dögum. Tíu ár li›in frá vo›averkum Serba FBL GREINING: FJÖLDAMORÐIN Í SREBRENICA fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Ökumenn teknir fyrir hraðakstur í umferðarátaki lögreglunnar. ÍMYND PÓLLANDS Bozena Szwarc er ekki hjúkrunarkona í raun og veru heldur fyrirsæta. Myndum af henni verður dreift um Evrópu til að bæta ímynd Póllands og eyða ranghugmyndum um að landsmenn séu eingöngu ódýrt vinnuafl. M YN D /A P GRÁTIÐ YFIR LÍKAMSLEIFUM Þessi mynd var tekin nú um helgina en þá fór formleg útför 613 fórnarlamba fram rétt utan við Srebrenica. ODDUR ÁSTRÁÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING NÝTT LEIÐAKERFI STRÆTISVAGNA 1 . V IK A 2 . V IK A 247 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.