Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 16
16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Sóknarpresturinn í Garðabæ hefur staðið í ströngu að undan- förnu. Í Garðasókn í Garðabæ hafa staðið deilur milli séra Hans Markúsar Hafsteinssonar og meirihluta sóknarnefndarinnar. Á dögunum héldu stuðningsmenn og velunnarar Hans Markúsar fund þar sem fjallað var um þá stöðu sem upp var komin, meðal annars í ljósi þess að áfrýjunarnefnd þjóðkirkj- unnar kvað upp úrskurð um að Hans Markús skyldi fluttur til í starfi. Málin hafa vak- ið mikla athygli en minna hefur borið á persónu Hans Markús- ar sem hans nánustu segja vera hæglátan mann sem forðist helst kastljós fjöl- miðla og opinbera um- fjöllun. Hans Markús fæddist í Reykjavík í september 1951. Fyrstu fimm ár æv- innar bjó hann í vesturbænum í Reykjavík en flutti svo til Njarðvíkur og hóf skólagöngu sína í Keflavík. Hann er talinn góður og mikill námsmaður enda hefur hann komið víða við í námi. Hann lauk prófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1973 og öðlaðist síðar meistara- réttindi í sömu grein. Eftir það nám lá leið hans þó í störf fyr- ir hinn almenna borgarara og hóf hann störf hjá lögreglunni í Reykjavík. Þar starfaði hann sleitulaust til ársins 1997 eða þar til hann var vígður til prests í Garðasókn. Hann út- skrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins árið 1976 og var skip- aður lögregluþjónn í Reykja- vík sama ár. Í lögreglunni líkaði Hans Markúsi vel að starfa. Hans nánustu lýsa því að hann sé gæddur miklum kærleika og umhyggju fyrir fólki og hafi starfið átt vel við hann enda sé hann bæði raungóður og vinnu- samur maður. Það mun vera vegna þeirrar gleði og sorgar sem lögreglumaðurinn Hans Markús upplifði og sá sem hann ákvað að söðla um. Hann hóf nám í guð- fræði í Há- skóla Íslands og útskrif- aðist sem guðfræðingur árið 1997. Hvar sem komið er niður á störf og persónu Hans Markúsar ber öll- um saman um þá hlýju og alúð sem hann gefur frá sér. Einn samferð- armaður hans segir að hann gleymi oft sjálfum sér þar sem hagur og velferð annarra sé honum svo kær. Hann er sagður næmur á tilfinn- ingar fólks og geta ekki gantast með það sem miður fer hjá öðr- um. Dugnaður hans endur- speglast í því sem hann hef- ur tekið sér fyrir hendur og hann fer þangað sem hann ætlar sér. Prests- starfið sé honum dýr- mætt, því þar nái hann tengslum við fólkið sem á hug hans og tíma allan. Hans Markús kynntist núverandi eiginkonu sinni, Jónínu Sigþrúði S i g u r ð a r d ó t t u r lögregluvarðstjóra, fyrst á unglingsárum en ástir tókust með þeim þegar þau störfuðu sam- an hjá lögreglunni og gift- ust þau 1981. Hans Markús á tvö börn af fyrra hjóna- bandi og Jónína eitt, en saman eiga þau eitt barn. Hans Markús er mikill námsmaður eins og áður var sagt og hefur hann enn gaman af því að læra og nema. Þykir hon- um skemmtilegast að læra tungumál en af öðrum áhuga- málum má helst nefna að hann leikur golf í góðra vina hópi. Nánir samstarfsmenn hans í gegnum tíðina bera honum all- ir vel söguna og segja hann bæði traustan vin og skemmtilegan félaga. Aldrei hafi staðið á því að hann komi vinum til að- stoðar þegar illa stendur á. Atburðir líðandi stundar séu honum verkefni sem leysist á þann hátt sem hann helst kýs sjálfur. Hans Markús hefur náð að tengja saman rétta póla sem rafvirki og hefur nú það starf með hönd- um að ná tengingu milli manna og guðs. Svo verður það áfram, segja samferðarmenn. ■ MAÐUR VIKUNNAR Klerkur í klípu HANS MARKÚS HAFSTEINSSON SÓKNARPRESTUR Í GARÐABÆ TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Ég er Reykjavíkurlistamaður og stoltur af því. Ég á góða vini í röðum Vinstri-grænna, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins en ÉG er Reykjavíkurlistamaður númer eitt. Ég kynntist því vel innan Röskvu í Háskólanum hvernig félagshyggju- fólk getur unnið saman sem ein heild þótt það sé skráð í mismun- andi stjórnmálaflokka eða engan. Með stofnun Reykjavíkurlistans árið 1994 varð draumurinn um sam- henta sveit félagshyggjufólks að veruleika í Reykjavík. Þarna var fólk úr ýmsum áttum en það sam- einaðist um sterka réttlætiskennd, vilja til að bæta sitt samfélag og leysa málin þvert á flokkslínur. Ég lagði glaður mitt lóð á vogarskál- arnar 1994 og aftur 2002 þegar sjálfstæðismenn háðu sína kosn- ingabaráttu á Geldinganesi. Nú líður enn að kosningum og koma þá fram raddir um að flokk- arnir sem mynda Reykjavíkurlist- ann ættu að bjóða fram sér. Þetta eru skiljanlegar vangaveltur hjá fólki sem vill sjá veg síns flokks sem mestan. Lausnin er hins vegar ekki skynsamleg. Sérframboð Sam- fylkingar, Vinstri grænna og Fram- sóknarflokks hjálpar aðeins einum flokki – Sjálfstæðisflokknum. Ef Reykjavíkurlistinn býður ekki fram sameinaður næsta vor snýst kosn- ingabaráttan aðallega um sundur- lyndi flokkanna sem að honum standa en önnur kosningamál falla í skuggann. Það mun aftur hafa af- drifarík áhrif á tilraunir til að mynda nýja ríkisstjórn félags- hyggjuflokka eftir þingkosningar 2007. Og það veit almættið að þessi þjóð á skilið nýja ríkisstjórn. Einu sinni var málum svo háttað í borg Sjálfstæðisflokksins að venjulegt vinnandi fólk fékk ekki leikskólapláss fyrir börn sín. Pláss- in voru frátekin fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Og svo líklega nokkra félaga í Sjálfstæðisflokkn- um. Í það minnsta var dag einn hringt í móður mína frá leikskólan- um Tjarnarborg og henni tjáð að eldri bróðir minn væri kominn með leikskólapláss. Fagnaðarlátum linnti þó fljótt því bróðir minn var á þessum tíma orðinn síðhærður ung- lingur með yfirvaraskegg og ekki jafn áfjáður og fyrrum í að komast á leikskóla. Forgangsröðun sjálf- stæðismanna leyfði ekki að börn vinnandi fólks kæmust á leikskóla, a.m.k. ekki meðan þau væru börn. Peningum borgarinnar var eytt í að byggja Ráðhús og Perlu sem fóru óralangt fram úr kostnaðaráætl- unum. Reykjavíkurlistinn gerði bylt- ingu í leikskólamálum að megin- stefnumáli sínu og gjörbreytti að- stöðu barna og vinnandi fólks. Nú þykir sjálfsagt að öll 2-5 ára börn eigi kost á leikskólaplássi. Þetta af- rek Reykjavíkurlistans er eitt mik- ilvægasta framlag stjórnmála- hreyfingar til jafnréttismála á Ís- landi. Hlutverki Reykjavíkurlistans er hvergi nærri lokið. Eftir straum- hvörf í leikskólamálum, sögulega leiðréttingu á kjörum kennara og kraftmikla uppbyggingu í orkumál- um bíður borgaryfirvalda nú tæki- færi til að frelsa Vatnsmýrina úr viðjum Reykjavíkurflugvallar og reisa glæsilega byggð í hjarta Reykjavíkur. Þar tekur enginn ann- ar en Reykjavíkurlistinn af skarið. Sjálfstæðisflokkurinn er bundinn af yfirlýsingum samgönguráðherra síns um að flugvöllurinn skuli vera um kyrrt og mun trauðla snupra sinn ráðherra nema frjósi í helvíti. Ég trúi því að Reykjavíkurlistinn nái breiðri samstöðu um að nýta Vatnsmýrina undir fólk en ekki flugvélar. Á meðan leitar Sjálfstæð- isflokkurinn langt yfir skammt og talar um eyðieyjar og fjarlæga framtíð. Ég vil að lokum skora á félaga mína í Reykjavíkurlistanum að rifja upp gömlu samstöðuna og leggja drög að nýrri stórsókn í þágu Reyk- víkinga. Áfram Reykjavíkurlistinn! H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 156. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2005 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir l lí l i Bls. 50 Heimtar kjú kling og koníak á Íslandi Bls. 30-31 DJAMMDROTTNING Í BORGARSTJÓRASTÓL MYRTUR Í SUÐUR-AFRÍKU Orðin leið áað vera leikkona Sveitastrákurinn sem varð heimsborgari Bls. 53 Bls. 22-23 Steinunn Valdís Óskarsdóttir kann að meta lífið í Reykjavík. Hún elskar borgina á daginn og ekki síður um nætur þegar Reykjavík breytist í einhverja mestu gleðiborg Evrópu. Þá kann borgar- stjórinn vel við sig og er oftar en ekki í essinu sínu. Hún hefur trú á borginni sinni, sjálfri sér og framtíð R-listans. Bls. 12 Féll fyrir Alexíu í viðtali GuðmundurSteingrímsson ástfanginn Bls. 32-33 TvíburarAldrei einmana NÍNA & GÍSLI: Fullkomin fyrir hvort annað ll i i Bls. 38 BÆJARINS BESTU HÚS... Allt um glæsilegar risavillur þeirra nýríku sem eru ekkert að spara Bls. 16-19 Ég elska Reykjavík að næturlagi Saga Gísla Þorkelssonar Ævintýramaður sem flutti til Suður-Afríku þar sem hann var myrtur SKÚLI HELGASON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGAR Áfram Reykjavíkurlistinn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.