Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 18
Low & Bonar kaupir Low & Bonar, sem Atorka Group á um fimmtungshlut í, hefur keypt fyrirtækið Xirion. Kaupverðið er 13,6 milljónir evra eða rúmlega millj- arður. Xirion var stofnað árið 2000 og er leiðandi fram- leiðandi á garni í gervigrasteppi. Heildareignir fyrirtækisins í lok maí námu tæpum 600 milljónum króna. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að búist sé við nokkrum tekjuvexti á árinu og hafi félagið einnig verið að fjárfesta nokkuð til að styðja við frekari vöxt. Óendurskoðuð afkoma af gervi- grashluta félagsins fyrstu fimm mánuði ársins sýnir að sölutekjur námu 360 milljónum króna og rekstrarhagnaður nam tæpum 60 milljónum króna. -dh Varfærinn forstjóri Jónas Fr. Jónsson hefur verið ráðinn forstjóri Fjár- málaeftirlitsins frá og með næsta mánudegi, 18. júlí. Stofnunin hefur verið höfuðlaus eftir að Páll Gunnar Pálsson fór til Samkeppniseftirlitsins fyrir skemmstu. Líklegt er að Jónas verði meira áberandi í starfi sínu en Páll í kjölfar þess að 1. júlí síðastliðinn varð eftirlitinu heimilt að greina frá ein- stökum athugunum sem það stendur fyrir. Þeir sem þekkja Jónas vita þó að hann er varfærinn maður og stígur vænt- anlega varlega til jarðar í þeim efnum á meðan starfsreglur eftirlitsins eru í mót- un. Jónas lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, LLM-prófi frá háskól- anum í Cambridge og MBA-prófi frá Vler- ick Leuven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið prófi í verðbréfamiðlun. Jónas hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitstofnunar EFTA í Brussel og af og til hrellt íslensk stjórnvöld í því starfi. Milljón í Kína Athyglisvert er að rýna í nýjar tölur Seðlabankans um fjárfestingu Íslendinga erlendis og útlendinga hérlendis. Íslendingar eiga nú tæpa 54 milljarða króna í Lúxemborg, líklega undir merkjum ýmissa eignarhaldsfélaga og á bankareikningum. Var gríðarleg aukning milli ár- anna 2003 og 2004 hvað varðar útstreymi peninga til Lúxemborgar. Árið 1999 voru einungis 3,5 milljarðar geymdir í þeirri ágætu borg. Annars eiga Ís- lendingar eignir í Evrópu að andvirði 228 millj- arðar króna, í Ameríku nema þær sextán milljörðum, tæpum ellefu í Asíu og minna annars staðar. Samkvæmt Seðla- bankanum er bein fjármunaeign Íslendinga í Kína ein milljón. Ekki þykir það mikið í efnahagsstór- veldinu. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.178,25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 139 Velta: 747 milljónir +0,19% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Eitt af stærstu fyrirtækjum heims, General Electric Co. jók hagnað sinn á öðrum ársfjórð- ungi um 24 prósent. Oracle hefur keypt hugbúnað- arfyrirtækið ProfitLogic, sem smíðar greiningarbúnað fyrir smá- sölugeirann. Útibúi endurskoðunarfyrirtæk- isins KPMG í Noregi er skylt að greiða um 6,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna van- rækslu við endurskoðun á bók- haldi fjársöfnunarfyrirtækisins Credit Finance, sem varð gjald- þrota árið 2002. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2 prósent milli júlí og ágúst. 18 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,10 +0,24% ... Bakkavör 38,30 +0,00%... Burðarás 15,90 +0,00%... FL Group 14,55 -0,69% ... Flaga 4,73 +0,00% ...Grandi 8,30 -0,60 ... Íslandsbanki 13,55 +0,37% ... Jarðboranir 21,70 +0,46% ... KB banki 546 +0,00% ... Kögun 58,80 +0,51% ... Landsbankinn 17,30 +0,58% ... Marel 58,2 +0,00% ... SÍF 4,82 +0,00 ...Straumur 12,20 +0,00% ... Össur 79,00 +1,28% Össur +1,28% Burðarás +0,63% Landsbankinn +0,58% Siminn -7,22% FL Group -0,69% Grandi -0,60% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Forstjóri Íbúðalánasjóðs er ekki á móti því að sjóðnum verði heimilt að veita lán til endurfjármögnunar. Þing- maður telur að sjóðurinn sé einmitt að því um þessar mundir í gegnum banka- kerfið. Deilt er um hvort þeir lánasamn- ingar sem Íbúðalánasjóður hefur gert við banka og sparisjóði, og þeir nota síðan til íbúðarlána í ýms- um myndum, séu í samræmi við fé- lagslegt hlutverk sjóðsins. Íbúða- lánasjóður hefur sjálfur ekki heim- ild til að lána til endurfjármögnun- ar. Það eru fyrst og fremst spari- sjóðirnir sem hafa gert slíka samn- inga við Íbúðalánasjóð. Pétur H. Blöndal alþingismaður telur að sjóðurinn sé kominn langt út fyrir hlutverk sitt með þessum samningum og finnst skrýtið að Íbúðalánasjóður, sem er félagsleg- ur sjóður – stofnaður og rekinn af ríkinu, skuli vera með dularfulla leynisamninga við banka og spari- sjóði. Hann gagnrýnir að Íbúðalána- sjóður fjármagni útlán banka og sparisjóða til almennings þar sem ekki er gerð krafa um að lánið renni til húsbygginga eða hús- kaupa heldur til neyslu, til dæmis kaupa á hlutabréfum og utanlands- ferðum. Það geti ekki verið í sam- ræmi við stefnu sjóðsins. „Það er dálítið ankannalegt ef almenningur getur fengið hærri lán, en hámarkslán Íbúðalánasjóðs kveða á um, sem sjóðurinn fjár- magnar líka.“ Guðmundur Bjarnason, for- stjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn telji sig vera að fara eftir lögum með lánveitingum til banka og sparisjóða. Hafi lög- fræðiálit verið unnið fyrir sjóðinn sem staðfesti það auk þess sem fé- lagsmálaráðuneytið álíti að sjóð- urinn fari eftir þeim reglum sem honum eru settar. Sjóðurinn telur sig vera með trygg útlán en ber þó alla áhættu ef þau tapast. Stofnun- in er ekki í óskastöðu en hún hafi þurft að laga sig að þeim aðstæð- um sem komu upp þegar bankarn- ir komu inn af fullum krafti á íbúðalánamarkaðinn til að endur- fjármagna. „Það væri breyting á hlutverki sjóðsins ef honum væri veitt heimild til slíkra lánveitinga. Ég er ekki á móti því ef stjórnvöld telja það vera skynsamlegra en það sem við erum að gera.“ Guðmundur segir að Íbúða- lánasjóði hafi verið gert kleift að hækka hámarkslán sín nokkuð á síðasta ári en þau eru um sextán milljónir í dag. „Það er á vettvangi stjórnmál- anna að ákveða og kanna hvort hækka skuli þessa upphæð eða skipta markaðnum með öðrum hætti. Hvar annars er hægt að varðveita þetta fé og hvar annars fæst betri ávöxtun sem jafnframt tryggir stöðu sjóðsins til lengri tíma? Ég þigg allar ábendingar.“ eggert@frettabladid.is Deilt um markmið Íbúðalánasjóðs Bein fjárfesting Íslendinga er- lendis er talin vera um 30 pró- sent af innlendri landsfram- leiðslu í árslok 2004. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanki Íslands um beina fjárfestingu Íslendinga erlendis og um beina fjárfestingu er- lendra aðila á Íslandi árið 2004. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans kemur fram að bein fjárfesting samanstandi af hreinum hlutabréfaviðskiptum eða kaupum að frádreginni sölu, endurfjárfestingu og lánavið- skiptum milli fjárfesta og dótt- urfyrirtækja. -dh Gestamóttaka á Nesjavölllum og Hellisheiði Orkuveitan starfrækir gestamóttöku á Nesjavöllum (Nesjavallavirkjun) og í Skíðaskálanum í Hveradölum (fyrirhuguð Hellisheiðarvirkjun). Gestamóttaka er opin á báðum stöðum mánudaga-laugardaga kl. 9-17 og sunnudaga kl. 13-18. Allar nánari upplýsingar í síma 516 6000 og á www.or.is Aðgangur er ókeypis. OPIÐ UM HELGINA www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 2 87 51 06 /2 00 5 Auknar erlendar fjárfestingar FRÁ TÍSKUSÝNINGU MOSAIC FAS- HIONS Erlendar fjárfestingar nema þriðj- ungi af landsframleiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö .S . STYRMIR ÞÓR BRAGASON forstjóri Atorku UMDEILD LÁNASTOFNUN Íbúðalánasjóður hefur gert lánasamninga við banka og sparisjóði sem þeir nota til að lána til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar. Þingmaður telur sjóðinn fara út fyrir sitt starfssvið sem þessum lánum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Netbankinn var með hæstu ávöxtun á verðtryggðum lífeyrissparnaðar- reikningum á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt úttekt Morgun- blaðsins. Nafnávöxtun á innláns- reikningum Netbankans var 9,06 prósent. Ávöxtun af sams konar reikningum hjá viðskiptabönkunum var rúmu einu prósentustigi lægri. Íslandsbanki var næstur Net- bankanum en lífeyrisreikningur bankans gaf 7,99 prósenta ávöxtun. Netbankinn var jafnframt með hæstu ávöxtun allra banka og spari- sjóða á óverðtryggðum og verð- tryggðum innlánsreikningum. - eþa ÁVÖXTUN Netbankinn sýndi hæsta ávöxt- un banka og sparisjóða á verðtryggðum og óverðtryggðum innlánsreikningum, þar á meðal á verðtryggðum lífeyrissparnaðar- reikningum. Besta ávöxtunin hjá Net- bankanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.