Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 20
„Þetta er umhverfi sem hefur breyst gríðarlega hratt og gerir starfið miklu víðara og meira spennandi. Þegar ég var að byrja töldu flestir að endurskoðendur ynnu bara við að gera skattfram- töl en nú tel ég að fólk geri sér grein fyrir að endurskoðendur standi fyrir gerð reikningsskila og vinni fyrir fyrirtæki á markaði og slíkt,“ segir Sigurður B. Arn- þórsson formaður Félags lög- giltra endurskoðenda sem er sjö- tíu ára í dag. Ekki verður haldið sérstaklega upp á afmælið heldur stefnt að veglegri veislu þegar fé- lagið verður 75 ára. Sigurður hefur verið viðloð- andi endurskoðun í rúm 20 ár en á þeim tíma hefur stéttin þrefald- ast. Mikil bylting hefur átt sér stað síðustu ár að sögn Sigurðar. „Endurskoðunarfyrirtækin hafa verið að fara úr einyrkjabúskap yfir í stór endurskoðunarfyrir- tæki. Þegar ég var að byrja voru stóru fyrirtækin með um 20 manns en nú eru tvö, þrjú félög með um eða vel yfir hundrað starfsmenn,“ segir Sigurður en gífurleg alþjóðavæðing hefur orð- ið í starfi endurskoðenda með til- heyrandi innleiðingu á reglugerð- um Evrópusambandsins. „Í kjölfarið á þessu öllu saman hafa menntun og kröfur aukist. Í haust bjóða bæði Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur upp á mastersnám í reikningshaldi og endurskoðun í fyrsta sinn,“ segir Sigurður sem telur það til marks um að endurskoðun geti varla talist leiðinlegt starf. Sigurður hlær þegar hann er spurður hvað honum finnist um brandara um leiðinlega endur- skoðendur. „Við sitjum ekki lengur með lítið sætt fjölskyldu- fyrirtæki þar sem enginn veltir því fyrir sér hvernig ársreikn- ingurinn lítur út nema skatturinn. Þetta hefur breytt ímynd end- urskoðenda,“ segir Sigurður sem finnst vinnan skemmtileg. „Ég hefði ekki getað valið betur.“ Þá telur Sigurður að endurskoðendur séu skemmtilegt fólk enda sé fé- lagsstarfið innan félagsins öflugt. Til að mynda stefni hundrað end- urskoðendur ásamt mökum á ráð- stefnu í september og ekki ólík- legt að mikil endurskoðuð gleði ríki í herbúðum þeirra. ■ 20 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR CELIA CRUZ (1924-2003) lést þennan dag. FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA ER SJÖTÍU ÁRA: Endurskoðun er fjöl- breytt og skemmtileg „Ég þríf alltaf áður en ræstingarkonan kemur. Annars finn ég ekki neitt þegar ég kem heim.“ Celia Cruz var ein vinsælasta kúbverska söngkona tuttugustu aldar. Hún bjó í Bandaríkjunum og gerði 22 gullplötur á ævinni. timamot@frettabladid.is JAR‹ARFARIR 13.30 Júlíus Unnar Jóakimsson, Tún- götu 16, Grenivík, verður jarð- sunginn frá Grenivíkurkirkju. 14.00 Ásta Einarsdóttir, frá Reykjadal, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. 14.00 Gunnhildur Nikulásdóttir, Sundabúð, áður Hamrahlíð 9, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju. 14.00 Kristmundur Jóhannesson, bóndi að Giljalandi, Haukadal, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Stóra-Vatnshornskirkju. Þennan dag árið 1918 var Nikulás Romanov annar, síðasti keisari Rússlands, og fjölskylda hans tekin af lífi af bolsévikum. Þar með leið undir lok þriggja alda valdatími Romanov-ættarinnar í Rússlandi. Nikulás var krýndur árið 1896 en var neyddur til að segja af sér árið 1917. Hann ásamt fjölskyldu sinni fór í útlegð í Síberíu. Í nóvember árið 1917 komust Bolsévikar undir stjórn Vladimírs Lenín til valda í Rússlandi og stefndu á að gera Rússland að kommúnistaríki. Í apríl árið 1918 var Romanov-fjölskyldan flutt til Jekaterínborgar í Úralfjöllum en borgarastyrjöld braust út í júní. Síðla nætur hinn 16. júlí var Nikulási, Alexöndru eiginkonu hans og börnum þeirra fimm ásamt þjónustufólki skipað niður í kjallara hússins. Þar var þeim raðað í tvær raðir og sagt að taka ætti af þeim ljósmynd. Allt í einu réð- ust fjölmargir vopnaðir menn inn í herbergið og hófu skot- hríð að fjöl- skyldunni. Þau sem ekki voru látin eftir kúlna- regnið voru stungin til bana. Bein keisarafjölskyldunnar voru grafin úr jörðu árið 1991 og staðfest að hér væri um að ræða Roma- nov-fjölskylduna. Krónprinsinn og ein dóttirin voru þó ekki þar á meðal sem jók enn á þann orðróm að Anastasía, yngsta dóttir keisarans, hefði lifað af. 16. JÚLÍ 1918 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1627 Sjóræningjar frá Alsír koma til Vestmannaeyja, drepa 34 Eyjabúa og taka 242 með sér. 1917 Tundurskeyti frá þýskum kafbáti hæfir flutninga- skipið Vestu. Skipið sekkur á einni mínútu og fimm menn farast. Tuttugu komust í skipsbát og ná landi í Færeyjum. 1955 Eisenhower, forseti Banda- ríkjanna, kemur í stutta heimsókn til Íslands. 1969 Geimfarið Apollo 11 leggur af stað til tunglsins. 1999 John F. Kennedy yngri og eiginkona hans láta lífið þegar flugvél þeirra hrapar í Atlantshafið. 1999 Hæstiréttur sýknar Kio Briggs af ákæru um að hafa smyglað e-töflum til landsins. Romanov-fjölskyldan tekin af lífi FORMAÐUR Sigurður B. Arnþórsson segir gífurlegar breytingar hafa orðið á starfi endur- skoðenda síðustu tíu ár sem einkennist af mikilli alþjóðavæðingu. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, Hlynur Sigtryggsson fyrrverandi veðurstofustjóri, lést aðfaranótt 14. júlí. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. júlí kl. 11 f.h. Ragnheiður Hlynsdóttir Georg A. Bjarnason Hlynur Georgsson Sóley Soffía Georgsdóttir Þröstur Sigtryggsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Kristín Erlingsdóttir grasalæknir, lést þann 8. júlí síðastliðinn. Útför hennar verður frá Háteigskirkju þriðjudaginn 19. júlí kl. 11. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill og minningar- sjóð Landspítalans. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, Bergþóru G. Jónsdóttur Hjálmholti 9, Reykjavík. Hrafnkell Björnsson Dagbjört Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Hrafnkelsson Kristín María Guðjónsdóttir Björn Hrafnkelsson Viðar Hrafnkelsson „Það verður grillævintýri með rauðvínskút,“ segir Hafliði Magn- ússon, rithöfundur frá Bíldudal, sem heldur upp á sjötugsafmæli sitt og tvíburasystur sinnar, Guð- laugar Magnúsdóttur, í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við höldum upp á stórafmæli sam- an en hún flutti snemma til Reykjavíkur,“ segir Hafliði sem gerðist mikilvirkur í leikfélags- málum á Bíldudal í fjölda ára. Þar skrifaði hann handrit og leik- stýrði. Hafliði segir mikla grínista búa þarna fyrir austan og hafi honum meðal annars verið gefin nektardansmær í fimmtugs- afmælisgjöf. „Ég á þetta á mynd- bandi þar sem ég dansa við hana fyrir fullum sal af fólki,“ segir hann hlæjandi. Hafliði hefur skrifað ýmislegt yfir ævina en tel- ur bók sína, Togarasaga með til- brigðum, með fyndnari bókum. ■ AFMÆLI Sveinbjörn Dagfinnsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi ráðuneytis- stjóri, er 78 ára. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld er 67 ára. Anna Kristín Arngríms- dóttir leikari er 57 ára. Páll Ægir Pétursson, skipstjóri og fyrrver- andi deildarstjóri í Slysavarnarfélagi Ís- lands, er 46 ára. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Hjallaskóla, er 40 ára á morgun. Sigrún og fjölskylda hennar taka á móti gestum í dag kl. 19.00 á heima- túninu á Hraðstöðum, Mosfellsbæ. TVÍBURAR Hafliði telur líklegt að myndin hafi verið tekin á skemmtistaðnum Glaumbæ. Sjötugir tvíburar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N ANDLÁT Finnbjörg Ásta Helgadóttir, Karfavogi 50, Reykjavík, andaðist á Landspítalan- um, Fossvogi, sunnudaginn 10. júlí. Eyjólfur Sig. Bjarnason, Víðivangi 8, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 12. júlí. Jón Kristinn Ágústsson, Skipholti, Vatnsleysuströnd, lést á hjúkrunarheimil- inu Víðihlíð, Grindavík, þriðjudaginn 12. júlí. Þórunn Einarsdóttir fóstra, Skúlagötu 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 12. júlí. Helgi Ingvarsson framkvæmdastjóri, Urðarhæð 13, Garðabæ, lést á gjör- gæsludeild Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 13. júlí. Valtýr Jónsson, áður til heimilis að Lundargötu 3, Akureyri, lést á dvalar- heimilinu Hlíð miðvikudaginn 13. júlí.www.steinsmidjan.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.