Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 26

Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 26
Umferðin Á sumrin er umferðin á vegum landsins þung og er því brýnt að allir sýni tillitssemi, aki eftir aðstæðum og spenni beltin. Auk þess er mikilvægt að athuga festingar á tengivögnum áður en lagt er af stað.[ ] • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Strípað vöðvabúnt á hjólum Knapi „Hraðaþristsins“ fær vindinn ómengaðan í fangið. Triumph Speed Triple árgerð 2005 er nýjasta kynslóð klæðn- ingarlauss sporthjóls sem höfðar til knapa sem vilja skera sig úr fjöldanum. Á hinum hraðfleygu neyzlutímum sem við lifum á er farartækjafram- leiðendum keppikefli að kaupendur framleiðslu þeirra skynji viðkom- andi tæki sem eitthvað einstakt, eitthvað sem hefur sérstakt gildi umfram notagildið. Með Speed Triple-hjólinu, sem kom fram í sinni fyrstu mynd fyrir rúmum áratug, hefur hinni endur- reistu brezku mótorhjólasmiðju Tri- umph ótvírætt tekizt að skapa slíka lifandi goðsögn. Uppskriftin: Kraft- mikil þriggja strokka vél með bunk- um af togi, sportfjöðrun, breitt stýri og upprétt áseta, engin klæðning. Nýjasta kynslóðin af „konungi Streetfighter-hjólanna“ var kynnt í vetur sem leið og nú er fyrsta slíka hjólið komið til Íslands. Blaðamanni bauðst að taka gripinn aðeins til kostanna. Við fyrstu sýn blasir við að engu er logið um þann orðstír sem af þessu hjóli fer; það er engu líkt. Sér- staklega einkennandi eru frístand- andi, krómaðar luktirnar tvær, svartmálaður álröraramminn og glampandi 3-í-1-í-2-pústið, sem ligg- ur upp í tvo stóra hljóðkúta uppi undir sæti. Kútarnir enda framar- lega – afturbrettisendinn með núm- eraplötunni teygir sig langt aftur úr – en þetta lætur hjólið líta út fyrir að vera halaklippt og minnir á Bu- ell-hjól. Enn eitt einkennið er sterk- legur einarmurinn sem heldur aft- urhjólinu. Meðal helztu nýjunga frá síðustu kynslóð er að vélin er nú 1050 rúm- sentimetrar í stað 955, kúplingin og sex gíra gírkassinn sem skila mýkri skiptingum, að framan er kominn hvolfgaffall frá Showa með 45 í stað 43 mm dempararörum, öflugri Nissin-hemlar og mælaborðseining- in, sem skartar hefðbundnum snún- ingshraðamæli og stafrænum skjá sem sýnir hraða og aðrar upplýsing- ar sem ökumann lystir að fræðast um. Það sem ekki hefur breytzt er hið hljómfagra urr sem þriggja strokka, vatnskælda innspýtingar- vélin sendir út um hljóðkútana tvo. Hún dettur í gang með þessu þægi- lega urri er þrýst er á gangsetning- arhnappinn og kallar á að vera gef- ið inn. Hún skilar nú 130 hestöflum við 9100 snúninga og 105 Newton- metra togi við 5100 snúninga. Vélin er stillt inn á að skila miklu togi yfir breitt snúningssvið – yfir 95 Nm eiga að vera til ráðstöfunar frá 3300 snúningum upp að útsláttarmark- inu, sem er við 9500 snúninga. Þar sem reynsluaksturhjólið var ekki full tilkeyrt var í prófunarakstrin- um ekki hægt að láta reyna að fullu á þennan mikla kraft, en tillitssam- ur tilkeyrslu-snúningur dugði alveg til að sýna að aflið í þessari vél er slíkt að maður má hafa sig allan við til að vera ekki síprjónandi. Innspýtingin og inngjöfin eru greinilega það vel stillt að vélin bregst við minnstu hreyfingu hægri handarinnar. Eini gallinn er að þeg- ar slegið er af og gefið aftur inn kemur högg í drifkeðjuna, þetta getur spillt aðeins fyrir aksturslín- unni í beygjum og verið hvimleitt í bæjarumferðinni. Með því að spila af næmni á kúplingu og inngjöf er þó að mestu hægt að temja þessa til- hneigingu. Í stuttu máli er Triumph Speed Triple strípað vöðvabúnt á hjólum, sem lætur ótrúlega vel að stjórn. Hjól sem er sér á parti, enda er út- litið er engu líkt og sjálfsagt ekki að allra smekk. En það á heldur ekki að vera. Þetta er karakterhjól fyrir knapa sem vilja skera sig úr fjöld- anum. audunn@frettabladid.is REYNSLUAKSTUR TRIUMPH SPEED TRIPLE Vél: Vatnskæld þriggja strokka línuvél, innspýting. Rúmtak: 1050 rúmsm. Afl: 130 hö/95,6 kW v. 9100 sn/mín. Tog: 105 Nm v. 5100 sn/mín. Hröðun: 3,4 s 0-100 km/klst Hámarkshraði: 240 km/klst Rammi: álrör, vél meðberandi. Fjöðrun: Hvolfgaffall framan, einarmur aftan. Þyngd: þurrvigt 189 kg. Verð: 1.577.000 kr. Umboð: Krossgötur ehf. Ameríkanar eru þekktir fyrir að vilja hafa bílana sína stóra, en fyrir- tækið ZAP í Kaliforníu hyggur samt sem áður að smábílarnir Smart geti náð vinsældum og ætla sér að hefja sölu á þeim innan skamms. Bílarnir hafa verið mjög vinsælir í Evrópu þar sem þeir eru sparneytnir og auðvelt að leggja þeim í lítil stæði. Snurða hefur hins vegar hlaupið á þráðinn þar sem Smart fyrirtækið vill alls ekki eiga í viðskiptum við ZAP. Telja forráðamenn Smart þeim kalifornísku hvorki treystandi fyrir greiðslu né muni þeim takast að viðhalda góðum orðstír bílanna. ZAP þarf því að panta bílana frá umboðsaðila og fá svo annan aðila til að breyta þeim þannig að þeir mæti bandarískum öryggisstöðl- um, en munu þó ekki mæta ströngustu skilyrðum í Kaliforníu og fjórum öðrum ríkjum. Til þess að vekja áhuga á smábílnum seldi ZAP einn Smart bíl á E- bay sem áritaður var að leikaranum Rutger Hauer og eru ZAP menn bjartsýnir á að bíllinn seljist vel þar sem bensínlítrinn hefur náð sögulegu hámarki og þörfin á sparneytnum bílum eykst. ■ Smábíllinn á leið til Ameríku BANDARÍKJAMENN VILJA FÁ SPARNEYTNA SMÁBÍLINN SMART EN EVRÓPUMENN KVÁÐU TREGIR TIL ÞESS AÐ LÁTA HANN. Smart smábíllinn hefur slegið í gegn í Evrópu og nú stendur til að selja hann í Ameríku. Frístandandi framluktirnar tvær hafa ein- kennt Speed Triple frá upphafi. Háttliggjandi krómkútar og 180 mm hjól- barði einkenna baksvipinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.