Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 27
3LAUGARDAGUR 16. júlí 2005
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Heimsins besti bílstjóri?
Það er sorgleg staðreynd að ungir karlmenn eru líklegri en aðrir öku-
menn til að valda umferðaróhöppum. Sem betur fer sleppa flestir við það
hlutskipti en hlutfallið er engu að síður alltof hátt. Skýringin er sennilega
ekki einföld, en reynum samt aðeins að átta okkur á þessu:
Strákar sem eru nýkomnir með bílpróf stíga margir hverjir aðeins út
úr bílnum fyrstu mánuðina til að sinna frumþörfunum og eru því kannski
meira á ferðinni en aðrir. Sú skýring dugar þó ansi skammt.
Önnur hugsanleg skýring er sú að margir líta þeir á sig sem bestu öku-
menn í heimi. Þeir og bíllinn verða eitt og það er ekkert sem stoppar þá.
Ekkert getur komið fyrir á meðan þeir eru við stjórnvölinn, því að þrátt
fyrir að hafa aðeins setið undir stýri í nokkra mánuði hafa þeir fullkomn-
að þá listgrein sem stjórnun ökutækis í raun er. Þá er óhugsandi að bílar
þeirra slái feilpúst á ögurstundu, þeir sjálfir meti aðstæður rangt, hafi
ekki nægan viðbragðstíma eða nái ekki að stöðva/beygja/klára framúr-
aksturinn áður en í óefni er komið. Enda vita það allir að fólk dáist að
mönnum sem keyra hratt, svína harkalega og taka hundrað og áttatíu
gráðu handbremsubeygjur. Sérstaklega ungar stúlkur, eða hvað?
Í gegnum þessa hugsun skín á kaldan gljáa reynsluleysis og ofmetnað-
ar. Þegar heimsins reyndustu akstursíþróttamenn geta ekki, við kjörað-
stæður, verið vissir um að hafa algjöra stjórn á bílum sínum, sem þó eru
tækni- og verkfræðileg meistaraverk, hvernig á þá tvítugur gutti að hafa
fullkomið vald á venjulegum bíl á öðru hundraðinu í umferðinni á Íslandi?
Það er einfaldlega ekki hægt, alveg sama á hvaða aldri maður er og
hversu mikið maður hefur keyrt. Það er líka sama hvað maður heldur að
maður sé góður – maður er það ekki. Þeir sem komast að þessu fyrstir
allra eru þeir sem borga fyrir lexíuna með lífi sínu eða annarra – og það
er ekkert annað en þroskaleysi sem fær fólk til að leggja sig af fúsum og
frjálsum vilja nær þeim örlögum en nauðsynlegt er.
Trúðu því að hraðinn er ofjarl þinn, alveg eins og hann er ofjarl ann-
arra. Þú ert ekki frábær bílstjóri og þú hefur ekki betri stjórn á bílnum
þínum heldur en sá sem var undir stýri þegar síðasti árekstur átti sér
stað.
Það er til nóg af hálfvitum í umferðinni – ekki bætast í hópinn.
!"# $% &'(
!" !
)' !"# $% &'(
#$
%
&''
!" !
*
!"# $%&'(($ #)$* +
,$*&'$(- $%&'(()-)$ $%."(- - *(/
*)# / +,$)(-)/.##0 )(-+12)-(%)#
% ) 3#0-)$ 0%&'(()/("!$%2%&2 /
""*3 3#*.$3#- +%) .$(-3#
.(##(- ./(- &03(+
)/)#( " "% $$&2(- %&'(($
*% (((/ "0%%&'( )"+ )
4(-*)-(5/)-4 53(5 "#)6- 54)(52$(.
3#/)3#*7$()#7/)"08)3#3 +
,$".#(-3($(-/)&(-5 "#)6-(-5(-53(3#.$(-
4)"(- -!-.#(((- )"."(-+
& + ,-
-
)$% $*$ 0/)&
)!$(-90(3(
) /)&((-(/
*+,$*&'$(-% /
$ &'* $ 0 #!$(
)$"03 53#8) . -
3-$ $-(#(9
,$4(-(-3(3#(
)3# )/)" $+
/
0 -
1 "( $4 (-
"#)6-9,$#)(-% $
"6%# )3#3(-%#
$% # - +
$ -
(*)-(3
*29/(7&(-*)-(
3 3#*)-(/ ")(-*")$(-+
1 *-
(/)-4 )#9
/(7&(-/)-4 3#
#3- ")(-#)$(-
*")$ +
2 -
,$4(- (-
%((*.$54)(3#)&(-
2$(. 0*+
: #- )#(*.#$ .3(/(+
www.bilaattan.is
ALLT Á EINUM STAÐ!
Verslun · Smurstöð · Bílaverkstæði · Dekkjaverkstæði
Hönnun bifreiðanna nýtur sín
Glæsilegur sérhannaður sýningarsalur fyrir bíla hefur verið opnaður hjá Ingvari Helgasyni
við Sævarhöfða. Opnunarhátíð stendur yfir nú um helgina.
„Nú getum við boðið upp á alla umgjörð eins og er á alvöru
bílasýningum erlendis og metnaður okkar stendur til að þjón-
ustan sé í sama gæðaflokki. Það er í raun furðulegt að hér á
landi hafi tíðkast að þjónusta við kaupanda vandaðrar bifreið-
ar sé ekki eins góð og þjónustan við þann sem er að fá sér
vönduð jakkaföt,“ segir Kristinn Þór Geirsson, forstjóri Ingvars
Helgasonar ehf., um nýja sýningarsalinn og bætir við að sal-
urinn sé um tvö þúsund fermetrar.
„Bifreiðakaup eru sjaldnast gerð í einum áfanga enda að
mörgu að hyggja. Oftar en ekki eiga fleiri en einn þátt að
máli og fjölskyldan öll er höfð með í ráðum. Við munum
kappkosta að taka vel á móti okkar gestum og hafa jafnframt
spennandi afþreyingu fyrir þá yngstu,“ segir Kristinn Þór.
Í nýja salnum er lögð áhersla á lýsingu og sviðssetningu bíl-
anna þannig að línur þeirra og hönnun fái sem best að njóta
sín.
Hönnuður salarins er breski arkitektinn og hugmyndasmiður-
inn Chris Wieszczycki. Hvert bifreiðamerki fær sitt svæði í
salnum en þar eru sýnd vörumerkin Subaru, Nissan, Opel,
Saab, Isuzu, Chevrolet og Cadillac.
Nýi salurinn er stærri en gengur og gerist hér á landi.
Flugnager á framrúðunni
BEST ER AÐ NOTA STERKA SÁPU OG HÁÞRÝSTIÞVOTT TIL AÐ NÁ FLUGUM
AF BÍLRÚÐUNNI.
Þegar ekið er um vegi landsins skella
flugurnar á bílnum og þegar heim er
komið er oft heill flugnakirkjugarður
á framrúðunni. Flugurnar eiga það til
að festast vel við glerið og lakkið og
erfitt getur verið að ná þeim af.
Gunnar Hafsteinsson hjá Gæðabóni
segir að sterk sápa eigi að duga á
flugurnar. „Það er best að byrja á því
að bleyta bílinn vel, hella svo sterkri
sápu yfir hann og skola af með há-
þrýstidælu. Getur líka verið gott að
svampa yfir bílinn,“ segir Gunnar og
nefnir til dæmis færeying sem góða
sápu. Venjulegur uppþvottalögur
dugar líka vel.
Það er þó sitthvað sem þarf að hafa í
huga þegar sterk sápa er notuð.
„Sterk sápa tekur alla bónhúð af bílnum og þess vegna þarf að bóna bílinn
eftir slíka meðferð,“ segir Gunnar. Hann bendir líka á almennt sé betra að
þvo bíla með háþrýstidælu heldur en að nota venjulegan bílkúst. „Ég mæli
ekki með því að fólk sé að skúra bílinn sinn, það rispar bara lakkið.“
Það getur verið ansi erfitt að þrífa
klesstar flugur af bíl.