Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 29
5LAUGARDAGUR 16. júlí 2005
Mikið tap var hjá Mercedes-einingunni
hjá DaimlerChrysler á fyrsta ársfjórð-
ungi 2005.
Nýr jeppi frá
DaimlerChrysler
DaimlerChrysler mun setja nýja
jeppann á markað á næsta ári.
DaimlerChrysler AG ætlar að kynna
nýjan jeppa fyrir Norður-Ameríku
markað á næsta ári. Jeppinn verður
framleiddur af Sterling Truck Cor-
poration sem er hluti af Freightliner
deild DaimlerChrysler. Jeppinn verð-
ur sá fyrsti sem byggður verður úr
ólíkum íhlutum frá ýmsum merkjum
DaimlerChrysler, eins og til dæmis
Mitsubishi Fuso í Japan.
Hagnaður DaimlerChrysler minnkaði
um þrjátíu prósent á fyrsta ársfjórð-
ungi 2005 vegna mikils taps hjá
Mercedes en fyrirtækið tilkynnir um
sölu annars ársfjórðungs í lok þessa
mánaðar.
Nýi Mercury Mariner er með blend-
ingsvél og nýtir eldsneyti fimmtíu pró-
sent betur en venjulegur Mariner.
Annar blendings-
bíll frá Ford
Motor
Ford kynnti blendingsbílinn
Escape fyrir stuttu og Mercury
Mariner nú í vikunni.
Ford Motor í Bandaríkjunum frum-
sýndi annan bíl sinn með blendings-
vél í vikunni, það er bíl sem gengur
bæði fyrir bensíni og rafmagni.
Ford sagðist hafa flýtt útgáfu Merc-
ury Mariner 2006 jeppans með
blendingsvél vegna sterkra og góðra
viðbragða við Escape bílinn með
blendingsvélinni sem frumsýndur
var fyrr á þessu ári. Áður en Mercury
Mariner var settur á markað höfðu
borist 27 pantanir en eingöngu er
hægt að panta bílinn á netinu á vef-
síðu Lincoln Mercury.
Mariner með blendingsvél nýtir
eldsneyti fimmtíu prósent betur en
venjulegur Mariner og kemst rúm-
lega 53 kílómetra á rúmlega þrem
lítrum í þéttbýli og tæplega 47 kíló-
metra í dreifbýli.
Bílaáhugamenn og þeir sem hafa
áhuga á samgöngutækjum í gegn-
um tíðina verða ekki sviknir af
innliti á Samgönguminjasafnið
sem er í Stóragerði í Óslandshlíð.
Það er Gunnar Kristinn Þórðar-
son bifvélavirki sem á heiðurinn
af því að hafa gert upp flesta bíl-
ana og gert þá aðgengilega gest-
um og gangandi.
„Þetta byrjaði þegar ég var
bifvélavirki á Sleitustöðum sem
er hér rétt hjá,“ sgir Gunnar. „Bíl-
arnir fóru að sankast að mér, ég
var alltaf að gera upp einn og einn
bíl og átti orðið mikið af þeim.
Hins vegar hef ég ekki gert þá
alla upp eins og nýja, suma gróf-
laga ég bara og hef þá ekki endi-
lega gangfæra. Ég var svo hvatt-
ur til að gera úr þessu sam-
gönguminjasafn og það varð úr í
fyrra, nánar tiltekið 26. júní, að
safnið var opnað með pompi og
prakt.“
Gunnar veit ekki nákvæmlega
hversu margir bílarnir eru á safn-
inu en fyrir utan bílana hefur
hann gert upp gamlar dráttarvél-
ar og er með ýmislegt fleira sem
tengist samgöngusögunni. Uppá-
haldsbíllinn hans er gamall mjólk-
urbíll.
„Þetta er bíll með merkilega
sögu. Hann er með þreföldu húsi
því mjólkurbílar voru líka sér-
leyfisbílar þegar ekki tíðkaðist að
menn væru með bíla á bæjunum.
Annars eru þeir margir fallegir
og þeir elstu frá 1930,“ segir
Gunnar.
Samgöngusafnið í Stóragerði
er mitt á milli Hofsóss og Hóla í
Hjaltadal og er opið alla daga frá
klukkan 13-18 og eftir umtali.
Glæsifákar úr stáli í Skagafirði
Skagfirðingar eiga ekki bara gæðinga af hestakyni því í Stóragerði hefur verið opnað Samgöngu-
minjasafn þar sem er samsafn glæsilegra gamalla bifreiða.
Gunnar er stoltur af bílunum á safninu, ekki síst gamla mjólkurbílnum og gömlu dráttarvélunum.
Svartir og glæsilegir eðalfákar.
Einhvern tíma höfðu þessir bílar stærra
hlutverk en að vera til sýnis.
Kia Opirus er sjálfskiptur og á viðráðan-
legu veðri.
Kenndur við gull
og fílabein
Kia umboðið á Íslandi hefur hafið
sölu á Kia Opirus, dýrari miðlungsbíl.
Kia umboðið á Íslandi hefur hafið sölu
á nýjum bíl, Kia Opirus, sem er ætlað
að sækja inn á markað fyrir dýrari
miðlungsbíla. Bíllinn dregur nafn sitt af
fornu borginni Ophir sem í eina tíð var
miðstöð verslunar með gull og fílabein.
Fjögur ár og um 167 milljónir, eða
ellefu milljarðar króna, dala hafa farið í
smíði bílsins. Opirus er staðsettur mitt
á milli miðlungsbíla og minni lúxusbíla
og er bíllinn borinn saman við Nissan
Maxima QX, Peugeot 608, Chevrolet
Caprice og Chrysler 300M.
Bíllinn er hugsaður fyrir markaði í
Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu, er
sjálfskiptur og kostar 4.230.000 krónur.
Komin eru á markað sérstök golfgleraugu til að
skerpa sjón golfleikara í hvaða veðri sem er en
gleraugun eru líka upplögð til að skerpa sjón
ökumanna eins og fram kemur á heimasíðu
FÍB, fib.is.
Maðurinn á bak við gleraugun er Torbjörn
Stehager en hann er áhugamaður um golf og
talstöðvarfjarskipti. Það tók hann tíu ár að þróa
golfgleraugun sem hann kallar Roxor en þeir
sem hafa prófað undragleraugun segjast sjá allt
mun skýrar.
Það sem truflaði Stehager mest í golfinu er það
hve erfitt er fyrir mannsaugað að greina milli
blæbrigða græna litarins á grasinu á og í um-
hverfi vallanna á sama tíma og það greinir vel
önnur litablæbrigði. Eitt af því sem Roxor gler-
augun gera er að sía græna litinn en við það
greinir augað aðra liti og blæbrigði miklu skýrar.
Enn fremur er glerið pólariserað til að deyfa
glampa og endurkast, til dæmis frá vatni í sól-
skini.
Roxor gleraugun greina vel allar andstæður í umhverfi og sjá þeir því skýrar vega-
og gangstéttarkanta, yfirborðsmerkingar, skilti og aðra umferð.
Roxor gleraugun fást í öllum Synsam gleraugnaverslunum í Svíþjóð og kosta frá um
tólf þúsund íslenskum krónum en nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni
roxor.se.
Greina andstæður
í umferðinni
Svíinn Torbjörn Stehager hefur sett á markað sérstök golfgleraugu
sem geta hjálpað ökumönnum.
Roxor gleraugun henta mjög vel
fyrir golfara, ökumenn og stang-
veiðimenn.
General Motors með metsölu í Kína
Bandaríski bílaframleiðandinn vinnur hægt og sígandi á þýska
keppinaut sinn, Volkswagen.
Bílaframleiðandinn General Motors greindi nýverið frá
metsölu í Kína og má af því ráða að þessi bandaríski
bílarisi færist æ nær keppinaut sínum, Volkswagen, á
þriðja stærsta bílamarkaði heims.
General Motors seldi 308.722 bifreiðar á fyrstu sex mán-
uðum á þessu ári sem er 18,9 prósenta hækkun frá árinu
áður. Framleiðandinn jók markaðshlutdeild sína í Kína
upp í 10,9 prósent í júní. Volkswagen hefur á hinn bóg-
inn verið að missa tökin í Kína og er nú með þrettán pró-
senta markaðshlutdeild en var með tuttugu prósent.
General Motors ætlar að fjárfesta fyrir rúmlega þrjá milljarða dollara í Kína með
það að leiðarljósi að tvöfalda bifreiðarnar sem fyrirtækið framleiðir í landinu,
eða upp í 1,3 milljónir árið 2007.