Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 48
GLERFÍN Nú er einmitt í tísku að vera í kjólum og bolum sem eru þröngir undir brjóstun- um en víkka svo út. SUMARLEG Mörgum finnst konur aldrei jafn fallegar og þegar þær eru ófrískar. Ásumrin verða ófrískar konur alltaf meiraáberandi. Hvort sem það er frjósemivorsins að þakka eða bara sú staðreynd að það þurfa ekki allir að ganga í dúnúlpum lengur, þá er alltaf jafn gaman að sjá geislandi konur með barn undir belti. Þær vilja þó oft gleymast þegar fjallað er um tísku og fatnað en það eru einmitt fá tímabil í lífi kvenna þar sem þær þurfa jafn mikið á því að halda að fá föt við hæfi. Margar konur gera þau leiðinlegu mistök að kaupa bara bunka af of stórum föt- um eða skella sér í jogging um leið og annað hættir að passa. Nú er hins vegar engin afsök- un fyrir því að líta ekki vel út á meðgöngunni því á síðustu árum hafa opnað búðir sem selja föt sem eru sérhönnuð fyrir óléttar konur. Ein þeirra er búðin Tvö líf. Fötin í Tveimur lífum eru sérsniðin til að vaxa með konunni á með- göngunni og fyrstu mánuðina eftir barnsburð. „Konur ættu ekki að kaupa of stór föt því þá tapa þau algjörlega sniðinu og sitja illa,“ segir Sigga Lára, annar eigandi Tveggja lífa. Nú hafa ekki allar konur efni á því að kaupa sér nýjan fataskáp á meðgöngunni og því ráðlegg- ur Sigga Lára konum að kaupa þrjár lykilflík- ur. Það eru fyrst og fremst góðar svartar bux- ur eða gallabuxur. „Við erum með rosa góðar gallabuxur sem eru háar að aftan en sniðnar undir bumbuna að framan. Innan í þeim er svo teygja svo það er hægt að stilla mittisbreidd- ina innan frá.“ Næst nefnir hún það sem þær kalla „framlengingin“, sem lítur út eins og hlíralaus bolur. „Þetta er alveg nauðsynlegt og er ekki dýrt. Konur eru í þessu undir öðrum bolum sem verða stuttir þegar maginn stækkar. Framlengingin kemur þá í veg fyrir að konurnar séu með bert á milli.“ Í þriðja lagi er það svo bolur eða kjóll sem hent- ar konum á meðgöngu en er einnig sérhannaður til að auð- velda brjóstagjöf. Konur verða oft pirraðar þegar þær leita sér að fötum og ekkert passar. „Ég vil bara ráðleggja konum að gefa sér næg- an tíma og velja sér grunnflíkurnar í búðum sem selja sérhönnuð meðgönguföt,“ segir Sigga Lára. Fyrir sæta boli, kjóla og gamm- osíur er svo hægt að fara í flestar tískubúð- ir og er tískan núna sér- staklega hagstæð þar sem mikið úrval er af bolum sem eru þröngir undir brjóst- unum og víkka svo út. soleyk@frettabladid.is 32 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR „Svalasta mynd ársins og besta mynd þessa sumars.“ Þ.Þ. FBL AB Blaðið „Sin City er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.“ H.L. MBL T.V. kvikmyndir.is D.Ö.J kvikmyndir.com K&F XFM BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT. BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA KOMIN Í BÍÓ MÓÐUR VIKUNNAR > HILDA FER YFIR MÁLIN Ég fór í bæinn á þriðjudaginn með vinkonum mínum að kaupa föt á nýfætt stúlkubarn annarrar vinkonu okkar. Við gengum úr barnafatabúð í aðra barnafatabúð æpandi og flissandi. „Oohhh, sjáiði hvað þetter ógulega dúllulett!“ Fórum ómeðvit- að að tala eins og fífl. „Æjji smjúsí bússí gúss.“, „Sjáiði þess- ar næðbussur og þennan næðbooool!“ Rosalega hlýtur að vera gaman að kaupa föt á barnið sitt. Mér finnst gaman að kaupa föt yfirleitt en þessi föt eru bara svo dúlló. Eitt sem truflar mig samt óskaplega mikið er þetta bleika og bláa dót. Af hverju má ekki kaupa bleik föt á stráka? Þetta er meira líbó stúlknamegin, því þær geta jú verið í gallakjólum og svoleið- is en bleika boli eða peysur á stráka? Sjaldséð sjón. Mér finnst þetta ótrúlega asnalegt og ætla ekki að velja liti á börnin mín eftir kyni. Það skemmtilegasta við að versla föt á börn er örugglega sú staðreynd að börn vaxa upp úr gömlum fötum. Frábær af- sökun til að kaupa meiri föt. Ég vildi að ég hefði svona af- sökun. Í staðinn hef ég tvö vandamál. Annað vandamálið er að ég á engin föt til að vera í. Hitt vandamálið er að ég á svo mikið af fötum að fataskápurinn minn er orðinn of lítill. Skrít- ið, ekki satt? Þegar ég er að fara út þá stend ég oft fyrir fram- an skápinn og horfi og horfi, leita í öllum fötunum.....að fötum. „Ég á engin fööööt!“ góla ég svo hástöfum en veit að það er ekki satt. Stundum fæ ég samviskubit yfir því að kvarta yfir fataleysi þegar ég á víst föt og fullt af litlum sætum börnum úti í heimi eiga engin. Finnst ég þá vanþakklát og ég geti nú bara gengið í gömlu tarkbuxunum því þær eru jú föt. Nei, ég get það ekki. Ég veit samt að ég er ekkert ein um þetta. Það mætti í raun- inni kalla þetta alheimsvandamál. Maður verður þreyttur á fötunum sínum og smám saman verða þau hallærisleg. Kannski er þetta bara ágætt, því einhver verður að sjá um eft- irspurnina svo öll fatafyrirtækin lognist ekki bara út af. Eins og afi minn segir um hana ömmu í hvert skipti sem hún kaup- ir eitthvað nýtt: „Einhver verður jú að sjá um að halda hag- vextinum við.“ Höldum hagvextinum vi› F RÉ TT AB LA Ð IÐ /H EI Ð A O G G ET TY Nú er komið á markað- inn nýtt vopn í hrukku- baráttuna. Það er krem frá Chanel sem heitir Rectifiance intense sérum og menn í her- búðum Chanel halda því fram að þetta sé fyrsta kremið sem r a u n v e r u l e g a dragi úr og komi í veg fyrir hrukku- myndun. Konur sem hafa prófað kremið segja það hafa góð áhrif á húðina og eru flestar á þeirri skoðun að hrukkurnar hafi minnk- að. Það er einnig mjög gott fyrir konur með viðkvæma húð. Kremið er í fallegri pakkningu eins og flestar aðrar vörur frá Chanel og er ætlað konum 35 ára og eldri. Mjúk og geislandi hú› DUE IN ... Holllywood- stjörnur eins og Gwyneth Paltrow og Courtney Cox gengu í meðgöngu- fötum frá þessu merki. BUXUR Þessar buxur eru með háan streng sem hægt er að hafa yfir eða undir bumbunni. Þær verða til í mörg- um litum þegar nýja sendingin kemur. BIKINÍ Það eru til margar tegundir af meðgöngubikiníum í Tveimur Lífum. GALLABUXUR Sniðnar und- ir bumbu að framan en eru háar að aftan. Þrengdin er stillanleg í mittinu. PILS Ný sending, með haust- vörum, kemur í Tvö líf strax í næstu viku. „Haustvörurnar eru oft skemmtilegri en sumarvör- urnar og við fáum fullt af æðis- legum fötum,“ segir Sigga Lára. KJÓLL Auk þess að vera fallegur á meðgöngunni er þessi kjóll sér- hannaður til þess að auð- velda brjóstagjöf. KRÚTTLEG Þessi stelpa er krúttleg í bómullarkjól og gammósíum. CHANEL KREMIÐ Nýjasta kraftaverkakremið á markaðnum. FRAMLENGINGIN Til að vera í undir þeim bolum sem þær eiga fyrir. Fæst í mörg- um litum. Blómstrandi og smart á me›göngunni » FA S T U R » PUNKTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.