Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 50
FÓTBOLTI José Mourinho, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði
Smára Guðjohnsen í hástert eftir
fyrsta æfingaleik félagsins á
tímabilinu gegn Wycombe Wand-
erers, en honum lauk með 5-1
sigri Chelsea.
„Við höfum framherjana Carlton
Cole, Didier Drogba og Hernan
Crespo, og við getum að auki
notað Eið Smára alls staðar þar
sem við viljum. Hann var mjög
góður í hlutverki sínu á miðjunni
á síðustu leiktíð. Þar nýtur hann
sín. Hann er fljótur að aðlagast
ólíkum hlutverkum og gefur
liðinu mikið sem miðjumaður.“
Fremsti miðjumaður
Allt stefnir í að Eiður Smári
verði notaður sem fremsti miðju-
maður hjá Chelsea en í því hlut-
verki hefur hann spilað sína bestu
leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn
Wycombe byrjaði Eiður vinstra
megin á miðjunni en færði sig svo
alveg inn á miðju þegar líða tók á
leikinn.
Carlton Cole, sem spilaði sem
lánsmaður hjá Aston Villa á síð-
ustu leiktíð, var á skotskónum í
þessum leik og skoraði í sínum
fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár.
Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö
mörk fyrir Chelsea, en hann lék
inni á miðjunni í fjarveru Claude
Makalele sem fékk lengra sumar-
frí en aðrir leikmenn félagsins.
Damien Duff og Joe Cole gerðu
sitt markið hvor, en þeir þóttu
báðir leika vel.
Færri en búist var við
Færri leikmenn hafa komið til
félagsins í sumar en búist var við
en Mourinho er ánægður með þá
leikmenn sem eru hjá félaginu.
„Kannski koma tveir leikmenn til
viðbótar en það er ekkert víst. Ég
kvarta ekki yfir þeim leik-
mönnum sem eru hérna og tel
okkur ekkert nauðsynlega þurfa
fleiri leikmenn. En góðir leik-
menn eru alltaf velkomnir
hingað.“
Næsti æfingaleikur Chelsea er
gegn Benfica á sunnudaginn og
hann í beinni útsendingu á Sýn og
hefst klukkan 22.00 á morgun.
-mh
Vinningar:
Verðlaun fyrir 4 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf:
1. 100.000 Vildarpunktar frá Vildarklúbbi Icelandair til farseðlakaupa hjá
2. Flug fyrir tvo til einhvers áfangastaðar í Evrópu.
3. - 4. Vöruúttekt hjá golfvöruverslun að upphæð 20.000 kr. hvor.
Verðlaun fyrir 4 efstu sætin í höggleik án forgjafar:
1. 100.000 Vildarpunktar frá Vildarklúbbi Icelandair til farseðlakaupa hjá
2. Flug fyrir tvo til einhvers áfangastaðar í Evrópu.
3. - 4. Vöruúttekt hjá golfvöruverslun að upphæð 20.000 kr. hvor.
Nándarverðlaun á öllum par þrjú brautunum.
Aukaverðlaun fyrir holu í höggi á 2. braut:
1.000.000 kr. innborgun á VISA-kreditkortið.
Allir keppendur fá teiggjöf og í mótslok verður dregið úr skorkortum þeirra sem verða á staðnum.
16. júlí 2005 LAUGARDAGUR
> Við bíðum spenntir ...
... eftir leik FH og ÍA í VISA-bikar karla í
knattspyrnu sem fer fram í
Kaplakrika í dag. FH-ingar
töpuðu sínum fyrsta leik á
tímabilinu í Evrópukeppninni í
vikunni og eru nýkomnir heim
eftir erfitt ferðalag. Skaga-
menn hafa verið í mikilli
uppsveiflu og eru til alls
líklegir í þessum leik þar sem
allt er undir og tapliðið missir
af undanúrslitunum.
Heyrst hefur ...
... að bakvörðurinn snjalli Clifton Cook
eigi von á íslenskum ríkisborgararétti
næsta vor eftir að hafa spilað tímabil
með Hamar í Hveragerði. Cook hefur
leikið á Íslandi undanfarin þrjú tímabil,
fyrstu tvö með Tindastóli á Sauðárkróki
og svo í fyrra með Skallagrími. Keith
Vassell fékk ríkisborgararétt veturinn sem
hann lék með Hamri.
sport@frettabladid.is
34
> Við hrósum ...
... Fjölnisfólkinu Írisi Önnu Skúladóttur og
Sveini Elíasi Elíassyni sem
standa sig vel á
Evrópumeistaramóti unglinga í
frjálsum íþróttum. Sveinn
setti íslandsmet sveina í
áttþraut og Íris Anna
varð í 9. sæti í 1500
metra hlaupi.
Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að festa sig í hlutverki miðjumanns í besta knattspyrnuliði Bretlandseyja
og stóð sig vel í fyrsta æfingaleik Chelsea. Leikurinn vannst 5–1 gegn Wycombe Wanderers í vikunni.
Mourinho hrósar Eiði Smára
LEIKIR GÆRDAGSINS
Landsbankadeild kvenna:
STJARNAN–VALUR 0–3
0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir (82.), 0–2
Laufey Ólafsdóttir (84.), 0–3 Margrét Lára
Viðarsdóttir (87.).
KEFLAVÍK–BREIÐABLIK 0–1
0–1 Erna Björk Sigurðardóttir (5.).
KR–ÍA 3–0
1–0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (21.) 2–0
Hrefna Huld Jóhannesdóttir (49.), , 3–0
Júlíana Einarsdóttir (82.)
ÍBV–FH
Leikurinn hófst klukkan 21.00 og var ekki
lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun.
STAÐAN:
BREIÐABLIK 9 9 0 0 31–6 27
VALUR 10 8 0 2 46–11 24
KR 9 6 0 3 30–14 18
ÍBV 8 5 0 3 28–17 15
KEFLAVÍK 9 4 0 5 22–24 12
STJARNAN 9 2 0 7 9–27 6
FH 8 2 0 6 6–27 6
ÍA 10 0 0 10 6–52 0
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
13 14 15 16 17 18 19
Laugardagur
MAÍ
■ ■ LEIKIR
FH tekur á móti ÍA í VISA-
bikarkeppni karla á Kaplakrikavelli í
Hafnarfirði.
■ ■ SJÓNVARP
10.30 Opna breska
meistaramótið í golfi á RÚV.
14.00 Íslandsmótið í
hestaíþróttum á RÚV.
16.00 Opna breska
meistaramótið í golfi á RÚV.
16.30 2005 AVP PRO strandblak á
Sýn.
17.30 US PGA mótaröðin í golfi á
Sýn.
17.54 Motorworld á Sýn.
19.00 Spænski boltinn á Sýn.
20.40 Hnefaleikar- Jermain Taylor
– William Joppy á Sýn.
23.00 Hnefaleikar- B. Hopkins –
O. De La Hoya á Sýn.
00.00 Hnefaleikar- B. Hopkins –
Howard Eastman á Sýn.
Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður,
að sögn Vilbergs Jónassonar þjálfara
Leiknis á Fáskrúðsfirði, sem leikur í
þriðju deildinni á Íslands-
mótinu. Það vakti furðu
margra þegar greint var frá
því í fjölmiðlum fyrr í sumar
að Leiknir væri með mann
innanborðs sem stuttu
áður hefði verið metinn á
um 300 milljónir króna.
Leikmaðurinn var á mála hjá
Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en
þar var hann ekki í náðinni og
þurfti að sætta sig við að spila
með varaliði félagsins. Hann
kom til Fáskrúðsfjarðar í
gegnum vin sinn sem þar var
búsettur. Þegar heimamenn
fóru að grennslast fyrir um
Cosic á netinu, grófu þeir
upp að lið hans hafði
neitað stóru tilboði frá
Newcastle í leikmann-
inn. Málið var að sögn
Vilbergs hið gruggug-
asta, því lið hans í
Bosníu hafði ætlað að selja
hann án þess að hann fengi
nokkuð fyrir sinn snúð.
Nú er hins vegar allt annað
uppi á teningnum fyrir
Cosic, sem nýtur lífsins í Búða-
hreppi til fullnustu og er smátt og
smátt að komast inn
í hinn íslenska 3.
deildarbolta.
„Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir
manninn. Hann er vanur því að spila á
fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir
manna. Það er auðvitað allt annað uppi
á teningnum í þessum kartöflugörðum
sem sumir vellirnir hérna eru,“ sagði
Vilberg. Maður skyldi ætla að maður
sem metinn hefur verið á 300 milljónir
króna væri yfirburðamaður í þriðju
deildinni.
„Hann er vissulega góður, það vantar
ekki, en hann á enn eftir að aðlagast
hlutunum betur. Það sem mér finnst
best við hann er yfirferðin, hraðinn og
dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann
alltaf á réttum tíma á æfingar og er
aldrei með neina stjörnustæla,“ sagði
Vilberg að lokum um dýrasta knatt-
spyrnumann á Íslandi.
ALMIR COSIC HJÁ LEIKNI Á FÁSKRÚÐSFIRÐI: FERILINN HEFUR VERIÐ Í MEIRA LAGI SKRAUTLEGUR
Frétti af áhuga Newcastle á Fáskrú›sfir›i
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður sést hér
reyna langa sendingu í leiknum gegn
Wycombe. Hann leikur að öllum líkindum
sem fremsti miðjumaður hjá félaginu á
næstu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Opna breska golfmótið:
Stu› á Tiger
GOLF Tiger Woods er með fjögurra
högga forustu á Colin Mont-
gomerie þegar tveimur hringum
er lokið á Opna breska meistara-
mótinu í golfi.
Tiger lék fyrstu tvo hringina á
133 höggum eða 11 undir pari.
Jack Nicklaus komst ekki í
gegnum niðurskurðinn og lék því
síðasta golfhring sinn á ferlinum í
gær. Nicklaus lék hringinn á pari
sem er frábært afrek hjá hinum 65
ára gamla Nicklaus. Hann var
hylltur vel og lengi eftir að hann
lauk leik á 18. holunni. -óój