Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 16. júlí 2005 39 Hannes Lárusson og eiginkona hans Kristín Magnúsdóttir vilja setja á fót miðstöð sem varð- veitir torfbæjarhefð Ís- lendinga. „Ég er búinn að kynna hugmyndina fyrir landbúnaðarráðuneytinu, Þjóðminjasafninu, Húsafriðunar- nefnd og Bæjarstjórn Árborgar og hún er komin inn á borð hjá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Það er verið að ræða næstu skref í þessu og ekki seinna vænna. Mönn- um finnst þetta allt saman gott og jákvætt en enginn sem gerir neitt í því. Smám saman fjarlægjast menn arfleið torfbæjarins og hún verður hluti af einhverrri fortíð sem menn skilja illa,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður sem kynnt hefur hugmynd sína um torfbæjarmið- stöð fyrir nokkrum aðilum hér á landi. Torfbæjarmiðstöðinni er ætlaður staður á Austur-Meðal- holtum í Flóa, rétt fyrir utan Sel- foss, en þar hefur Hannes gert upp torfbæ síðastliðin 20 ár. Tilgangur miðstöðvarinnar „Torfbærinn er að hverfa af yfir- borði jarðar í orðsins fyllstu merk- ingu. Margir aðilar eru velviljaðir torfbæjarhefðinni og hafa sumir lagt gríðarlega mikið af mörkum til að reyna að varðveita hana, menn eins og Hörður Ágústsson svo ein- hver sé nefndur. En það er ákveðið andvaraleysi hvernig á að varð- veita þessa hefð og þróa hana áfram þannig að á undanförnum árum hefur sigið á ógæfuhliðina og torfhúsum fer fækkandi ár frá ári. Það er ekki hægt að kalla torfbæj- arhefðina lifandi hefð í neinum skilningi heldur er hún deyjandi og er það menningarlegt slys. Þetta er eins og að glata niður tungumáli sem allir töluðu einu sinni,“ segir Hannes sem vill sporna við þessari þróun en segir það nánast orðið of seint. „Íslendingum ber að varð- veita þessa hefð því hún varðar menningarverðmæti sem rista dýpra en svo að þau snerti Íslend- inga eina saman.“ Hannes segir tvær meginhættur steðja að torfbæjarhefðinni. Ann- ars vegar að menn hafni henni sem úreltri og lélegri og hins vegar að menn upphefji hana sem ósnertan- legan safngrip. Hann telur að menn þurfi að lifa með þessari hefð eins og þeir hafa gert í þúsund ár því ef menn verða stoltir af henni þá vex hún að sjálfu sér og finnur sér til- gang. Hannes segir að torfbæjarmið- stöðin hefði það að markmiði að sinna kerfisbundinni kennslu í vinnubrögðum sem snerta gerð og viðhald torfbygginga, hvað snertir jarðvegsvinnu, hleðslutækni, tré- smíði og fleira. Jafnframt hefði miðstöðin með höndum rannsóknir á verklagi, verkfærum og annarri hefðbundinni tækni og hugsunar- hætti sem varðar torfbyggingar. Þá myndi þessi miðstöð einnig kapp- kosta að forða frá glötun gömlum aðferðum og lifnaðarháttum sem tengjast torfbænum. Einnig myndi miðstöðin leitast við að túlka og skoða torfbæinn á grundvelli þró- unarmöguleika hans og fordæmis í tengslum við umhverfisvænan arkitektúr og fagurfræðilegt sam- hengi við umhverfið, umhverfis- vernd og lífræna ræktun, list- sköpun og handverk. Íslendingar fúlsuðu við torfbænum „Íslendingar eru ekki stoltir af torf- bænum þrátt fyrir að hann sé senni- lega eina framlag Íslendinga til byggingalistar í heiminum. Það hefur ekki tíðkast að menn leggi út í að byggja torfbæi, hlaðna veggi eða skemmur úr torfi og grjóti. Íslend- ingar leggja ekki stolt í það, það þykir ekki kúl. Torfbærinn hefur ekki yfir sér þá helgi sem slíkar byggingar hafa hjá öðrum þjóðum. Menn ættu vera stoltir yfir og bera virðingu fyrir torfbænum því í þessum húsum birtist ákveðin þekking á sögunni og landinu,“ seg- ir Hannes. „Torfbærinn lenti úti á jaðrinum um 1930. Meðan við vorum enn þá undir Dönum vorum við Íslend- ingar svona hallærisblesar, hálf- gerðir bakkabræður. Svo byrjaði sjálfstæðisbaráttan á fjórða ára- tugnum og menn hófust handa við að hreinsa upp fortíðina og torf- bærinn lenti í þeirri hreinsun. Fram að því höfðu menn alveg sætt sig við að torfbærinn væri hluti af menningararfi okkar,“ segir Hann- es og bætir því við að tvær ástæð- ur séu fyrir þessari höfnun. Annars vegar nútímavæðing Íslands og hins vegar að þjóð sem hefði ekki öðru fram að tefla en torfbænum sem framlagi sínu til heimsbygg- ingalistarinnar ætti ekki skilið að vera sjálfstæð. „Við erum komin úr alveg nógu mikilli fjarlægð frá torfbænum til að fara að skoða hann með opnum huga, hætta að skammast okkar fyr- ir hann og gefa honum annan séns.“ Áhugi á torfbænum erlendis „Það er mikil áhugi á torfbænum meðal fagmanna úti í heimi, sér- staklega fólki sem pælir í umhverf- isvænum arkitektúr og í notkun á náttúrulegum byggingarefnum og hvernig hægt er að aðlaga mann- virki að náttúrunni. Torfbærinn er eitt af allra bestu dæmunum sem hægt er að finna varðandi það. Menn sjá um leið að þarna er um að ræða mjög ríka hefð og eru flestir hissa á því að henni sé ekki haldið meira fram af Íslendingum, að þeir skuli ekki vera stoltari en í raun af torfbænum,“ segir Hannes sem hélt sex fyrirlestra um torfbæinn í háskólum í Kanada í vor. „Það þarf að rannsaka torfbæj- arhefðina út frá þeim vaxtarmögu- leikum sem hún býr yfir sem eru að sumu leyti ófyrirsjáanlegir, þeir geta tengst grænum arkitektúr, ferðaþjónustu með ýmsu sniði, hug- myndum um endurnýtanlegt bygg- ingarefni, lífrænni ræktun og ann- að slíkt. Þetta er ákveðin lífssýn eða hugmyndafræði sem getur búið yfir alls konar möguleikum. Torf- bærinn býr yfir lífsgæðum sem ekki er hægt að öðlast með öðrum hætti og ef menn glata torfbæjar- hefðinni alveg úr höndunum er ekki hægt að öðlast þessi gæði aftur. Því er mikilvægt að það komist á dag- skrá að sinna þeirri byggingararf- leið sem er þrátt fyrir allt er líklega það eina verulega eftirtektarverða sem Íslendingar hafa lagt til bygg- ingarsögunnar jafnvel þó að bein- harður gróði af því sé ekki alveg augljós strax,“ segir Hannes. ingi@frettabladid.is Torfbærinn að hverfa af yfirborði jarðar AUSTUR-MEÐALHOLT Torfbærinn á Austur-Meðalholtum í Flóa sem Hannes hefur verið að gera upp síðastliðin tuttugu ár. „Við viljum að þarna verði miðstöð sem varðveitir torfbæj- arhefðina með því að rækta handverkið og handverkskunnáttuna með skipulögðum hætti.“ HANNES LÁRUSSON Vill koma á fót torfbæjarmiðstöð á Austur-Meðalholtum í Flóa en Hannes telur að landsvæðið í kring sé einkar heppilegt undir slíka mið- stöð meðal annars með tilliti til torftekju og annars slíks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.