Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍSKALDUR EINN LÉTTUR Málum bæinn RAUÐAN! ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK Sumarútsala IKEA endar 24. júlí Sjá vörulýsingu á bakhli Allt til heimilisins undir einu þaki! IK E 28 22 6 0 6. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Svona er fla› Ég er ekki einn af þeim sem finnstað það sé sérstök ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að rapparinn Snoop Dogg sé kominn til Íslands og hafi tónleika á morgun. Snoop Dogg er tónlistarmaður og syngur um hitt og þetta. Sums staðar í textunum seg- ir hann eitthvað sem er kannski ekki það allra kurteisislegasta sem hægt er að segja um konur, en það er held- ur ekki hægt að gera þá kröfu til tón- listarmanna að þeir séu alltaf kurteisir við konur. KRÖFUR um háttvísi eiga ekki við í listum. Ef svo væri yrði varla hægt lengur að túlka reiði, geðveiki heimsins, pólitiskt rugl, óréttlæti og böl. Ein leiðin til að mótmæla böli – og þá líka böli sem snýr að kynjamisrétti – á listrænan hátt er að vera sjálft bölið. Sýna fólki bölið. Syngja um bölið. Þykjast vera það. Þannig geta listamenn sýnt okkur hinum eitthvað sem við annað hvort höfðum ekki séð eða vildum ekki sjá. ÉG veit ekki hvort að Snoop Dogg er að spá í það að breyta heiminum eða opnu augu fólks eða eitthvað þegar hann syngur svona um konur, en mér finnst það ekkert ólíklegt. „Svona er þetta,“ er hann að segja. „Svona er veröldin.“ Og þetta bragð listamanna til þess að draga upp mynd af veru- leikanum er svo alþekkt í öllum teg- undum lista – málverkum, kvikmynd- um, bókmenntum, tónlist - að mér finnst eiginlega bara skrítið ef fólk fattar þetta ekki. Snoop Dogg er ekki haldin kvenfyrirlitningu þótt hann dragi upp mynd af heimi fullum af kvenfyrirlitningu í textum sínum. Þetta er augljóst mál. EN svo getur líka verið að maðurinn sé reiður út í konur. Það er ekki hægt að útiloka það að hann hafi lent illa í því, þó svo reyndar að það verði ekki séð af tónlistarmyndböndunum hans, þar sem hann er yfirleitt umvafinn þokkagyðjum á hægri og vinstri hönd, en þetta er samt einn möguleiki í stöðunni. Ég hald samt að það sé ólíklegt að Snoop Dogg sé bitur út af ástarmálum og að það sé uppspretta hins niðrandi kveðskapar. Í ÖLLU falli er kristaltært að það eru yfirleitt ástæður fyrir öllu í list- um, og ekki bara í listum ef út í það er farið. Hugsanlega er samfélagið orðið þannig að fólk nennir ekki leng- ur að spá í af hverju þetta og hitt er gert í listum, af hverju list er stund- um svona fríkuð, dónaleg, ruslaraleg, ágeng, ógeðsleg og svo framvegis. Alltof oft heldur fólk að listamenn séu bara illa innrættir eða eitthvað og að það sé þess vegna sem þeir geri svona ljóta list. En bæði finnst mér það alltof einföld útskýring, og nán- ast spaugileg, og svo finnst mér líka að maður fari á mis við mjög margt í lífinu ef maður hættir að spá í raun- verulegar og dýpri ástæður fyrir því af hverju menn eins og Snoop Dogg eru eins og þeir eru og af hverju þeir syngja eins og þeir syngja. KANNSKI er maðurinn að reyna að segja okkur eitthvað. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.